úti núna... þá er notalegt að sitja inni og vríta ritgerð...
annars eru þrumur og eldingar merkilegt fyrirbæri... ég er svo sem engin sérfræðingur um eldingar, slíkir sérfræðingar kallast held ég veðurfræðingar í daglegur tali...
hins vegar held ég að íslendingar séu mun betur menntaðir um allan fjandann en margar aðrar þjóðir, þannig hefi ég t.a.m. verið eini maðurinn í veislum hér ytra sem getur skýrt út um eldgos, jarðskjálfta, þrumur og eldingar, osmósu, ryð, eðlismun á röddum karla og kvenna, bjórgerð o.þ.h. Máski eyðum við of miklum tíma í svona useless info í íslenska skólakerfinu, eða er það ég sem er bara svona fróður?
Hins vegar veit ég ekki afhverju umræður um fyrrtalin fyrirbæri koma endurtekið upp í veislum hér í bæ, og ég veit heldur ekki afhverju dúfur eignast ekki unga.
4 ummæli:
þegar þrumu lýstur niður í tré verða til nokkrar fullvaxta dúfur. þær eru aldrei ungar
þú ert svona fróður, hjörtur. en mér finnst ég (treysti mér ekki til að tala fyrir alla þjóðina) mun verr að mér um aðrar þjóðir og menningu þeirra (f utan það sem birtist í amerískum bíómyndum) en aðrir í veislum. er það bara ég sem er svona vitlaus eða eyðum við ekki nógum tíma í svoleiðis useful info í íslenska skólakerfinu?
tja - það náttúrulega umturnaðist skólakerfið á þessum sex árum sem á milli okkar eru, þannig veit ég t.a.m. margt um indjána, mexíkóbúa og færeyingar, vegna svokallðrar samfélagsfræðslu og svo náttúrulega landafræði sem tók nokkuð á þessu. Er þetta ekki bara skýringin? var, t.a.m. komin samfélagsfræðsla á þínum tíma? :)
ok, sillí mí :)
Skrifa ummæli