15. júl. 2005

Blankheiti alger...

...svo ég greip gítarinn í dag og renndi niður í bæ. Spilaði á ýmsum götuhornum í um tvo tíma og uppskar 3 evrur og enn meiri aðdáun unnustunnar.

Þetta var heldur rýrt tímakaup. Einkum lifnaði við viðskiptunum þegar ég spilaði jassútgáfu af Britney Spears og blúsútgáfu af Bob Marley.

Bíð eftir svörum frá bókabúðunum þremur. Þangað til það blessast skrapa ég aur með gítaspili og ljúfum söng.

Hvaða lög myndu lesendur þessarar síðu telja að gæfu mest af sér? Einhverjar hugmyndir.

Nú ætla ég að steikja laukinn og paprikuna, sjóða pastað og bera fram með eplasaftið sem við gátum keypt fyrir peningana sem frúin frá Hamborg og einhverjir aðrir túristar gáfu mér.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, Hjörtur minn það er ótrúlegasta fólk sem kíkir á bloggið þitt, m.a. ég, hún fv tengdó í Firðinum. Þér á eftir að leggjast eitthvað gott til, þú ert svo góður drengur. En væri ekki bara ráð að spila Summer of 69 og Sitting on the dock of the bay? Nú,svo má ath hvernig Bubbi fer í Hollendingana. Hver veit? Gangi þér allt í haginn. Kær kveðja ÁR

Nafnlaus sagði...

Jásko - takk fyrir það! Prófa Summer of 69 - svo reydnar prófaði ég Bubba og Megas reyndar líka. Það gaf mestmegnis af þér undarlegt augnatillit. En ég ætla hins vegar að reyna íslenska stöffið áfram. Það er svo skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

Hvað með trúbodoraútgáfu af Björk á Íslensku? 100% túristalegt, ég heyri alveg peningaglingur í þessari hugmynd.

Fríða Rós

Nafnlaus sagði...

sjiiiiit

Tinna Kirsuber sagði...

Leonard Cohen! Taktu Leonard Cohen, það hittir alltaf í mark.

Pétur Maack sagði...

Júróvísjónlög alveg pottþétt!

Króinn sagði...

Hvernig væri smá Sigur Rósar-tsjúúú-úú? Dáist annars að þér fyrir böskið. Þú ert töffari. Á ég ekki annars að bera kveðju þína í Kolbeinsferð sem hefst á morgun?

Nafnlaus sagði...

Hey Ya með Outkast er ansi töff í rólegri kassagítarútgáfu. Svo má reyna við Paradise City...