Í gærkvöldi skellti ég mér til Utrecht til að passa rmb. Húsráðendur þar gáfu mér að launum mat og gistingu. Gott að borða, gott að sofa og gaman passa. Jii. Í dag er föstudagur og það sem meira er dagurinn fyrir drottningardaginn. Þá verður allt vitlaust hér í Hollandi og mestmegnis appelsínu gutl. Á svona dögum nennir maður bara alls ekkert að stúdera. Ætli ég verði ekki samt að beina athylginni að bókunum því næstu dagar verða svo bissí. Jiii.
29. apr. 2005
27. apr. 2005
Stundarkorn
Ég man þá tíð þegar Matlock var gestur á heimili mínu á hverjum föstudegi. Það var hann var á sjónvarskjánum og ég og foreldrar mínir horfðum á hann. Það voru góðar stundir. Þá sat ég yfirleitt nýbaðaður og jafnvel greiddur og snæddi hamborgara eða jafnvel pítu ef vel bar við. Föstudagaskvöld voru svona hátíðisstundir á heimilinu. Svo var jafnvel poppað yfir kvikmynd kvöldsins sem ýmist var hörkuspennandi þýskur þriller eða bandarísk b-mynd. Ekki var stöð tvö keyp á það menntaheimili. Nei, þar var bara Ríkissjónvarpið og þjóðviljinn. Ekki einu sinni vídeótæki fyrr en Matlock hvarf af sjónvarpsskjánum. Með Matlock hvarf allur menningarstandard af heimilinu.
Þetta rifja ég upp nú því mér sýndist um stund að Matlock væri hér á sjónvarpsskjánum á heimili mínu hér. En þá er þetta bara einhver bandarísk b-myndin. Já já, og ekki einu sinni föstudagur.
Þetta rifja ég upp nú því mér sýndist um stund að Matlock væri hér á sjónvarpsskjánum á heimili mínu hér. En þá er þetta bara einhver bandarísk b-myndin. Já já, og ekki einu sinni föstudagur.
26. apr. 2005
Kuldi
Já, hér er bara hálfkalt. 13 gráður segir græni mælirinn hinum megin götunnar. Ég trúi honum vel. 13 gráður er t.a.m. 10 minna en um stund í gær. Í dag mun ég hitta prófessorinn og ræðu afrakstur síðustu vikna. Máski ekki skeggið sem ég rakaði af í gær, en altént Idol rannsóknina. Sem er stutt komin og hálfger vanskapnaður.
Annars var ég að rekast á þetta: easycruise!
Annars var ég að rekast á þetta: easycruise!
25. apr. 2005
Dagur
Þessi dagur. Jú, sólin skein og hitinn, tja, gerði það sem hiti gerir. Hitar, líklega. Eða var það sólin sem hitaði svo úr varð hiti? Hvað gerir þá hitinn? Hann er þá bara, held ég. Recap: Jú, Sólin skein og það var hiti. Til að eyða honum ekki alveg inni lukum við Jóhanna við hjólamálun. Nú er Will Smith svartur með rauðum, hmm, ekki kannski dúllum, en svona skrauti. Og hver er Will Smith. Jú, það er fákurinn minn hjóla. Já, við þrifum líka kotið hér. Svo nú er það hreint. En Idol rannsókn heldur áfram. Líka.
Mikið eru þessa mæðgur þarna gilmor girls alveg hreint skelfilegar. Henni Jóhönnu þykir þetta samt skemmtilegt svo ég neyðist til að hlusta, fyrst að tölvan mín geymist við hliðina á sjónvarpinu. Ég gæti svo sem flutt tölvuna, en það myndi ekki breya miklu þar sem íbúðin er mestmegnis eitt herbergi. Ekki nema að ég sitji á klósettinu og skrifi. Ja, það er svo sem hægt.
Mikið eru þessa mæðgur þarna gilmor girls alveg hreint skelfilegar. Henni Jóhönnu þykir þetta samt skemmtilegt svo ég neyðist til að hlusta, fyrst að tölvan mín geymist við hliðina á sjónvarpinu. Ég gæti svo sem flutt tölvuna, en það myndi ekki breya miklu þar sem íbúðin er mestmegnis eitt herbergi. Ekki nema að ég sitji á klósettinu og skrifi. Ja, það er svo sem hægt.
Lautarferð
Góðan daginn. Jú, enn einn dýrðardagurinn hér í Adam. Sól og blíða eins og segir í Sigurðarmálum. Í gær var líka dýrðardagur og við Jóhanna gerðum við hjól og máluðum. Nú bruna ég um á svörtum fáki eins og rokkari. Í dag ætlar Jóhanna að skreyta það með rauðu. Í gær var líka farið í síðbúna lautarferð í Vondelpark. Jííí hvað er gaman að fara í lautarferðir. Hulli minn. Við förum í lautarferð þegar þú kemur. Kaupu rauðvín, banana og eiturlyf og tjillum með hinum rónunum.
Tiltekt og nám tekur líklega megnið af deginum. En svo verður að vanda kíkt á movies on monday. Frítt bíó og ódýr bjór. Að þessu sinni. Blátt flauel
Bless
Tiltekt og nám tekur líklega megnið af deginum. En svo verður að vanda kíkt á movies on monday. Frítt bíó og ódýr bjór. Að þessu sinni. Blátt flauel
Bless
23. apr. 2005
Fugl og fiskar
Svona mikið gott veður í dag svo við skelltum okkur bara a Brouwerij 't IJ. Eins og reyndar flesta föstudaga. Svo var bara dinner hjá mínum. Jájá. Nú er verið að sýna enn einn flugslysaþáttinn á National Geographic. Einmitt kvöldið áður en ég flaug til Barcelóna horfði ég á þátt um Concorde slysið. Ég var svona smá stressaður í flugtaki það sinnið verð ég að segja.
22. apr. 2005
Ég kann ekkert að nota þessar fyrirsagnir...
Það er víst föstudagur hjá mér. Gæti altjént verið mánudagur.
Hver fór þessi vika?
En það er sum sé sól og blíða eins og segir í Sigurðarmálum.
Védís systir mín er 22 ára í dag. Til lukku
Tóta frænka er 27 ára í dag. Til lukku
Hver fór þessi vika?
En það er sum sé sól og blíða eins og segir í Sigurðarmálum.
Védís systir mín er 22 ára í dag. Til lukku
Tóta frænka er 27 ára í dag. Til lukku
21. apr. 2005
Gilli
Mikið eru þessar Gilmorsystur þarnar leiðinlegar ... æææjjj
Ætli þeir myndu ekki verða bráðskemmtilegir ef maður bætir dósahlátri við þá?
Ætli þeir myndu ekki verða bráðskemmtilegir ef maður bætir dósahlátri við þá?
Ísland
Hér með tilkynnist eftirfarandi:
Nú fyrir stundu bókaði ég flugfar til Íslands dagana 2. til 11. júní. Þar sem lent verður seint og flogið aftur snemma telst hvorugur dagur með. Því má áætla að þetta verði einkum dagarnir 3. júní t.o.m. 10. júní.
Með mér í för verður Jóhanna Kempenaar.
Gleðilegt sumar ...
Hér er sól og blíða í tilefni dagsins
Nú fyrir stundu bókaði ég flugfar til Íslands dagana 2. til 11. júní. Þar sem lent verður seint og flogið aftur snemma telst hvorugur dagur með. Því má áætla að þetta verði einkum dagarnir 3. júní t.o.m. 10. júní.
Með mér í för verður Jóhanna Kempenaar.
Gleðilegt sumar ...
Hér er sól og blíða í tilefni dagsins
20. apr. 2005
Minna þroskaðir menn
Það er miðvikudagur og kaffivélin malar í einu horninu. Í öðru horni liggur stúlkan mín og malar týnd í draumalandinu. Við hlið mér malar hitarinn góðlátlega og horfir á mig aðdáunarauga við tölvuna hvar ég sit og hamra þetta inn.
Kaffivélin hefur þagnað, sem þýðir aðeins eitt. Nú er kaffið klárt og fátt því til fyrirstöðu að hella því í bolla og drekka.
Skál.
Í hedsettinu syngur um Bonnie Tyler og biður okkur öll að snúa við.
Þetta getur ekki kallast annað en góð byrjun á deginum.
Annars fékk ég fregnir af Magnússarsyni í gær. Til lukku!!!
Kaffivélin hefur þagnað, sem þýðir aðeins eitt. Nú er kaffið klárt og fátt því til fyrirstöðu að hella því í bolla og drekka.
Skál.
Í hedsettinu syngur um Bonnie Tyler og biður okkur öll að snúa við.
Þetta getur ekki kallast annað en góð byrjun á deginum.
Annars fékk ég fregnir af Magnússarsyni í gær. Til lukku!!!
19. apr. 2005
Risinn
Jú, ég er svona mikill kverúlant að ég er að spá að gera alvöru úr þessu að loka aðgang að síðunni fyrir IE. Ég gef þessu frest fram að helgi. Svo nú er um að gera fyrir alla sem ekki hafa gert slíkt að hlaða niður Mozilla Firefox. Velja sér bara túngumál og stýrikerfi og badabing.
Og er reyndar bara að gera ykkur greiða enda mun öruggari vafri og svona.
Stríðið er hafið...
Ég held ég sé samt fyrirfram búinn að tapa.
iiii
Afmælisbörn dagsins fá kveðjur.
Og er reyndar bara að gera ykkur greiða enda mun öruggari vafri og svona.
Stríðið er hafið...
Ég held ég sé samt fyrirfram búinn að tapa.
iiii
Afmælisbörn dagsins fá kveðjur.
16. apr. 2005
Kjöt
Aldrei þessu vant erum við Jóhanna í sundur um kvöldmatarleyti. Svo ég eldaði mér kjöt í kvöld. Jóhanna er grænmetisæta. Ég steikti nautahakk á pönnu og sullaði yfir það tjillí og svarmakryddi og mixaði saman við rauðlauk, hvítlauk, sveppi og rauða papriku. Ég er að horfa á gaukshreiðrið í sjónvarpinu. Svo erum við Jóhanna að plana Svíþjóðar-Íslandsferð í vor. Öllu heldur sumar þar sem við verðum á ferðinni, líklega, í byrjun júní. Ef fjárhagur lofar. Sem við vitum ekki. Komið verður við í Köben. Ég vona að vinir verði í Köben 1. jún. Er ekki annars hægt að setja einhvern kóða í hausinn á þessu bloggi svo það verði ólæsilegt úr Internet Explorer. Ég er svona smátt og smátt að segja Míkrósoft allsherjarstríð á hendur. Máski maður fari brátt að snúa baki við Windows og finni eitthvað kúl Stýrikerfi.
Jú, snúa baki við alheimskapítalistasvínunum.
Jú, snúa baki við alheimskapítalistasvínunum.
Star Trek
Það er laugardagur, eða daugarlagur, jafnvel lagardaugur.
Síðustu dögum má lýsa með orðinu leti. Ég er latur þessa dagana. Ég reyni að fókúsera á nám og svona.
Ég nenni ekki einu sinni að klára þessa færslu sem í upphafi átti að fjalla um hollenska túngu.
En
Síðustu dögum má lýsa með orðinu leti. Ég er latur þessa dagana. Ég reyni að fókúsera á nám og svona.
Ég nenni ekki einu sinni að klára þessa færslu sem í upphafi átti að fjalla um hollenska túngu.
En
14. apr. 2005
Gommit
Halló krakkar
Verið endilega dugleg við að kíkja á síðuna hjá honum Finni Pálma svo ég hækki upp í statístikinni hjá honum. Linkinn má finna hér til hliðar líka. Svo og í rss veitunni hafi hann póstað eitthvað nýlega.
Annars fór ég á bíó í kvöld með minni heittelskuðu. Sáum Ray. Ræman var allt í lagi. Ekkert spes. Hann þarna gaur, hvað hann nú heitir, Fox eitthvað. Hann var nokkuð kúl. Átti líklega þennan Óskar alveg skilinn.
Á annars einhver reiðhesta tvo til að lána mér í byrjun júní?
Verið endilega dugleg við að kíkja á síðuna hjá honum Finni Pálma svo ég hækki upp í statístikinni hjá honum. Linkinn má finna hér til hliðar líka. Svo og í rss veitunni hafi hann póstað eitthvað nýlega.
Annars fór ég á bíó í kvöld með minni heittelskuðu. Sáum Ray. Ræman var allt í lagi. Ekkert spes. Hann þarna gaur, hvað hann nú heitir, Fox eitthvað. Hann var nokkuð kúl. Átti líklega þennan Óskar alveg skilinn.
Á annars einhver reiðhesta tvo til að lána mér í byrjun júní?
13. apr. 2005
Roskilde - Glastonbury
Sounds nice huh!?
Roskilde
Bloc Party
Bright Eyes
Brudarbandid
Duran Duran
Foo Fighters
Mugison
Sonic Youth
Black Sabbath
Glastonbury
White Stripes
Coldplay
New Order
Elvis Costello
Van Morrison
Fatboy Slim
Royksopp
Bloc Party
Hot Hot Heat
Bright Eyes
Now there's and idea...
Roskilde
Bloc Party
Bright Eyes
Brudarbandid
Duran Duran
Foo Fighters
Mugison
Sonic Youth
Black Sabbath
Glastonbury
White Stripes
Coldplay
New Order
Elvis Costello
Van Morrison
Fatboy Slim
Royksopp
Bloc Party
Hot Hot Heat
Bright Eyes
Now there's and idea...
Sumir dagar
eru sumardagar og sumarflöskur kókakóla bera vinning.
Notaðu máttinn og skapaðu þitt eigið STAR WARS ævintýri.
Í dag er miðvikudagur, skýr og fagur. Ég er magur og dálítð ragur.
Þarf að skila riterð fyrir morgundaginn og er ekki byrjaður. Engu að síður salla rólegur.
Jájá
eða eitthvað.
Notaðu máttinn og skapaðu þitt eigið STAR WARS ævintýri.
Í dag er miðvikudagur, skýr og fagur. Ég er magur og dálítð ragur.
Þarf að skila riterð fyrir morgundaginn og er ekki byrjaður. Engu að síður salla rólegur.
Jájá
eða eitthvað.
12. apr. 2005
Amsterdam
Af Sigurðarmálum er það að segja að skýjahula liggur yfir okkur hér í Norður-Hollandi, þó hitinn hangi þetta í fimmtán gráðum. Sem er fínt úti við en sambærilegur er hitinn hér inni því ég sleppti því að kynda upp í gærkveldi sökum veðurblíðunnar sem þá réði ríkjum.
Við Jóhanna töltum um Amsterdamborg í gær og héldum upp á góða veðrið. Við keyptum sjeik (ekki svona arabískan fursta heldur mjólkurhristing) af stórundarlegum manni. Það var og, sjeikurinn var líka hinn versti sem um getur í sögu sjeikgerðar. Í vonbrigðum okkar vorum við nánast búinn að arka inn á McGöbbels og fá okkur alminnilegan hristing frá kapítalista svínunum. Að minnsta kosti er von á starfsfólki þar með eitthvað meira í kollinum en bjánann í ísbúðinni ítölsku.
En við náðum að stoppa okkur af og fengum okkur bara bjór í staðinn.
Annars er merkilegt að labba framhjá McGöbbels og Burger King og KFC og svona búllum því þar starfar svarti maðurinn. Þar og í uppvaskinu á restauröntum. Það er dágóður slatti af svertingjum í Amsterdam en hingað til held ég að ég hafi séð circa fjóra í Háskólanum. Maður sér ekki svarta manninn nema í strætó og McGöbbels. Jamm. Svona er heimurinn.
Ég hefi undanfarði verið að hlusta mikið á Bright Eyes. Margir hafa líkt honum við Dylan. Ég náði ekki þeirri líkingu í fyrstu því tónlistarlega eru þeir ekki sérlega líkir en það er í textunum sem samanburðurinn felst. Of og tíðum eru þetta stórkostlega textasmíð, langar runur af sögum og pólitískri gagnrýni. Sem er gott:
Má hér sýna dæmi:
We made love on the living room floor
With the noise in background of a televised war
And in the deafening pleasure I thought I heard someone say
?If we walk away, they?ll walk away?
But greed is a bottomless pit
And our freedom?s a joke
We?re just taking a piss
And the whole world must watch the sad comic display
If you?re still free start running away
Cause we?re coming for you!
eða:
I hope I don?t sound too ungrateful
What history gave modern man
A telephone to talk to strangers
Machine guns and a camera lens
So when you?re asked to fight a war that?s over nothing
It?s best to join the side that?s gonna win
And no one?s sure how all of this got started
But we?re gonna make them goddam certain how its gonna end
Oh ya we will, oh ya we will!
Jæja. Þetta er ágætt í bili.
Hér má sjá myndir úr sólskinslabbinu. Er ekki Amsterdam falleg. Og Jóhanna. Hún er falleg líka. Fallegri en sólin!
Við Jóhanna töltum um Amsterdamborg í gær og héldum upp á góða veðrið. Við keyptum sjeik (ekki svona arabískan fursta heldur mjólkurhristing) af stórundarlegum manni. Það var og, sjeikurinn var líka hinn versti sem um getur í sögu sjeikgerðar. Í vonbrigðum okkar vorum við nánast búinn að arka inn á McGöbbels og fá okkur alminnilegan hristing frá kapítalista svínunum. Að minnsta kosti er von á starfsfólki þar með eitthvað meira í kollinum en bjánann í ísbúðinni ítölsku.
En við náðum að stoppa okkur af og fengum okkur bara bjór í staðinn.
Annars er merkilegt að labba framhjá McGöbbels og Burger King og KFC og svona búllum því þar starfar svarti maðurinn. Þar og í uppvaskinu á restauröntum. Það er dágóður slatti af svertingjum í Amsterdam en hingað til held ég að ég hafi séð circa fjóra í Háskólanum. Maður sér ekki svarta manninn nema í strætó og McGöbbels. Jamm. Svona er heimurinn.
Ég hefi undanfarði verið að hlusta mikið á Bright Eyes. Margir hafa líkt honum við Dylan. Ég náði ekki þeirri líkingu í fyrstu því tónlistarlega eru þeir ekki sérlega líkir en það er í textunum sem samanburðurinn felst. Of og tíðum eru þetta stórkostlega textasmíð, langar runur af sögum og pólitískri gagnrýni. Sem er gott:
Má hér sýna dæmi:
We made love on the living room floor
With the noise in background of a televised war
And in the deafening pleasure I thought I heard someone say
?If we walk away, they?ll walk away?
But greed is a bottomless pit
And our freedom?s a joke
We?re just taking a piss
And the whole world must watch the sad comic display
If you?re still free start running away
Cause we?re coming for you!
eða:
I hope I don?t sound too ungrateful
What history gave modern man
A telephone to talk to strangers
Machine guns and a camera lens
So when you?re asked to fight a war that?s over nothing
It?s best to join the side that?s gonna win
And no one?s sure how all of this got started
But we?re gonna make them goddam certain how its gonna end
Oh ya we will, oh ya we will!
Jæja. Þetta er ágætt í bili.
Hér má sjá myndir úr sólskinslabbinu. Er ekki Amsterdam falleg. Og Jóhanna. Hún er falleg líka. Fallegri en sólin!
11. apr. 2005
Stórsjór og bál
Hæ!
Fréttir handa Sigurði Ólafsyni: Hér er glampandi sól og blíða. Hitinn 15 gráður og allir í góðu tjútti. Reiknaði með hlýnandi frameftir deginum.
Þetta kallast veðurfréttir en verður framvegis kallað Sigurðarmál.
Í bjartsýniskasti um daginn taldi ég bráðnausynlegt að festa kaup á léni. Athugaði ég hvort hjortur.is væri ekki laust. Nei, þar er hjörtur nielsen með síðu. Viðurnefnið frjálsi kannaði ég líka. Þar er frjálsi fjárfestingarbankinn. Hins vegar skilst mér að nú bjóðist lén með íslenskum leturtáknum. og það vill svo til að hjörtur.is er laust. hvað segja bændur þá?
fyrir utan gluggann minn galar gaukur. Gala ekki annars gaukar? Og uglan staðfasta... tja... hvað gera uglur. Ekki gala þær, ekki syngja þær, varla kurra þær og þær ropa ekki. Hmmm. Jæja, í fjarska gerir uglan það sem uglur gera. Hvað sem það nú er.
Ég held ég hafi í ölæði í gær lofað Fríðu Rós gítarpartí á næstu dögum. Hah!
lært í dag eftir afli og svo út í sólina
góðu
Fréttir handa Sigurði Ólafsyni: Hér er glampandi sól og blíða. Hitinn 15 gráður og allir í góðu tjútti. Reiknaði með hlýnandi frameftir deginum.
Þetta kallast veðurfréttir en verður framvegis kallað Sigurðarmál.
Í bjartsýniskasti um daginn taldi ég bráðnausynlegt að festa kaup á léni. Athugaði ég hvort hjortur.is væri ekki laust. Nei, þar er hjörtur nielsen með síðu. Viðurnefnið frjálsi kannaði ég líka. Þar er frjálsi fjárfestingarbankinn. Hins vegar skilst mér að nú bjóðist lén með íslenskum leturtáknum. og það vill svo til að hjörtur.is er laust. hvað segja bændur þá?
fyrir utan gluggann minn galar gaukur. Gala ekki annars gaukar? Og uglan staðfasta... tja... hvað gera uglur. Ekki gala þær, ekki syngja þær, varla kurra þær og þær ropa ekki. Hmmm. Jæja, í fjarska gerir uglan það sem uglur gera. Hvað sem það nú er.
Ég held ég hafi í ölæði í gær lofað Fríðu Rós gítarpartí á næstu dögum. Hah!
lært í dag eftir afli og svo út í sólina
góðu
10. apr. 2005
Allt Hvítt
Ekki hér í Amsterdam. Sólin skín þó það sé heldur kalt.
Nei ég er að tala um þetta blogg. Sem var allt hvítt um stund. Ekki veit ég hví.
Sjuss... hvað er maður annars að tala um þetta bölvaða blogg. Ekki nóg að maður skrifi það heldur þarf maður að skrifa um það líka.
Annars er ég bara að reyna að hafa mig í það að vaska upp. O svei.
Einu sinni átti ég uppþvottavél. Það voru góðir tímar.
En nú eru líka góðir tímar.
Nei ég er að tala um þetta blogg. Sem var allt hvítt um stund. Ekki veit ég hví.
Sjuss... hvað er maður annars að tala um þetta bölvaða blogg. Ekki nóg að maður skrifi það heldur þarf maður að skrifa um það líka.
Annars er ég bara að reyna að hafa mig í það að vaska upp. O svei.
Einu sinni átti ég uppþvottavél. Það voru góðir tímar.
En nú eru líka góðir tímar.
8. apr. 2005
Brjóst
Þetta er mest skoðaða myndin á flickr síðunni minni. Skoðuð 204 sinnum þegar þetta er skrifað. Þess má geta að þessi brjóst erum mér ókunn og einungis partur af stærri ljósmynd Helmuts Newtons heitins af hverri plakat hangir upp á vegg hjá mér. Það er ekki að spyrja að klámþörfinni hjá Internet notendum.
Annars er bara föstudagur í dag. Við Jóhanna höldum upp á nýjan vinkil í sambandi okkar í kvöld. Svo er það bara studdí studdí studdí.
Svo er von á Hulla mínum í maí. Mikið hlakka ég til að faðma hann. Því ég elska hann vissulega. Þó ekki eins og eiginkonu.
Annars er bara föstudagur í dag. Við Jóhanna höldum upp á nýjan vinkil í sambandi okkar í kvöld. Svo er það bara studdí studdí studdí.
Svo er von á Hulla mínum í maí. Mikið hlakka ég til að faðma hann. Því ég elska hann vissulega. Þó ekki eins og eiginkonu.
7. apr. 2005
Berlin
Þá er maður bara kominn frá henni Berlín. Jiii hvað þetta var gaman. Miklar væntingar sem borgin stóð aldeilis undir. Gott að búa á Schönhauser Allé og gott að drekka þýskan bjór, gaman að sjá brotnukirkjuna og éta Curry Wurst, gaman að versla töff föt og drekka fanta á töff kaffihúsum. Metrósýstemið fullomið og fjör í strætó. Allt prýði og fjör og svona. Hér má sjá myndir frá Berlín.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)