Leynist enn einn lesandinn að þessum bloggi. Helga Þórey segir Close Encounters of the Third Kind. Það er álíka rangt og fyrri svör. Þetta er greinilega níðþung getraun. Fjórða vísbending:
Spurt er um kvikmynd:
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
2. vísbending: Myndin er fyrsta leikstjórnarverk leikstjórans. Almennt höfðu menn ekki mikla trú á verkefninu í byrjun. Myndin hlaut þó góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
3. vísbending: Söguþráður myndarinnar þykir afar svipaður þræði nýjasta afreks James Camerons, Avatar. Þá má nefna að hlutur James Camerons í endurkomu umrædds kvikmyndaforms er einnig stór.
4. vísbending: Kvikmyndin er í hópi svo kallaðra kúrekamynda, eða vestra. Það er þó ekki kvikmyndaformið sem rætt er um í fyrri vísbendingum. Enda hefur vestrinn eiginlega aldrei farið í pásu, þó vissulega hafi hann risið og hnigið í gegnum tíðina.
2 ummæli:
er það dansar við úlfa nokkuð?
Datt hún líka í hug en fannst það samt ekki ganga upp.
Það ert djúpt á þessu hjá þér að þessu sinni.
Skrifa ummæli