10. mar. 2010
Nördafærsla: Yamazaki
Eftir að hafa verið eiginlega fastur í Islay viskíi frá byrjun, með smá Speyside útúrdúrum af og til hafði ég mig loks í að kaupa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Fjárfesti í einni japanskri um daginn: Yamazaki. Það var kannski einkum verðflokkurinn sem leiddi mig út í þau ævintýri. Sum sé frekar í ódýrari kantinum. Settist niður til að smakka í gærkvöldi:
Nös: Einkennandi viðarkeimur og síðan hunang og sítrus sem slæðist inn eftir því sem nefið mýkist. Jafnvel örlítil vanilla og kanill þarna einhversstaðar.
Palata: Viðarstemmingin ennþá ráðandi. Sítrusinn fylgir á eftir eins og áður. Ekki laust við smá seltu í lokin. Töluvert bit í því, enda bara 10 ára gemlingur.
Eftirbragð: Kemur skemmtilega á óvart eftir frekar mikla hógværð í nös og palötu. Ekkert sérlega ríkt, en milt, olíukennt með hunangskeim. Kallar strax á meira.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli