17. mar. 2010

Sigurðarmál

M.ö.o. veðurblogg!

Tryggir og minnugir lesendur þessa bloggs ættu að kannast við hina árlegu vorumfjöllun mína. Undanfarin ár hef ég, að mestu ómeðvitað þar til í fyrra, skráð samviskusamlega vorkomu hvar ég bý hverju sinni. Hún hefur yfirleitt verið um þetta leyti. Í miðjum mars. Hér í Gautaborg í hið minnsta.
Nú er miður mars og gott betur en ekki er hægt að segja að það bóli mikið á vorkomu. Snjóskaflar sjást utan við gluggann minn, himininn er vetrargrár og hitinn rétt ullast uppyfir núll eða lafir í fimmunni yfir hádaginn. Ekki er hægt að sjá að veðurkortin boði nokkuð gott í þessum efnum á næstunni.
Við, heimilisfólkið á Godhemsplatsen 2B, íbúð 40, erum fyrir löngu orðin þreytt á þessum vetri. Jafnvel ég sem þó slapp í vorloftið á Íslandi um stund. Langþráð er vorið.

3 ummæli:

Króinn sagði...

stalstu nokkuð inn á læsta bloggið mitt og sást svipaða umfjöllun? ef ekki, þá eru hugsanatengsl okkar mikil.

sigurður í sigurðarmálum bendir á þá sænsku og góðu uppfinningu að telja vorið ekki vor nema þegar komnar eru tíu frostlausar nætur í röð (þegar ég er nastí og leiðinlegur hugsa ég með mér: nú jæja, þá kemur sem sagt aldrei vor á íslandi. en svoleiðis má maður ekki segja)

Fjalsi sagði...

Veistu Sigurður, ég hef aldrei lagt í að biðja þig um lausnarorð á læsta bloggið þitt. Þess vegna hef ég ekki séð bloggfærslu frá þér í háa herrans tíð. Svei mér þá.

Króinn sagði...

Svei þér, drengur.