Ég nota Google Chrome. FireFox hætti að virka hjá mér af einhverjum óútskýranlegum ástæðum. Ég hatast við InternetExplorer. Hins vegar eru nokkrir aular sem sníða vefina sína enn eingöngu að IE. T.d. Rúv, sem ég fer oft inn á. Það er ekki hægt að spila útvarpið eða sjónvarpið með Chrome. Í kjölfarið hætti ég eiginlega að horfa eða hlusta á Rúv. Síðan fann ég þetta. Viðbót við Chrome sem gerir manni kleift að opna IE inni í flipa án þess að þurfa að yfirgefa Chrome. Það er meir að segja hægt að kenna skepnunni að opna Rúv í þannig flipa. Þá þarf ég bara að slá ruv.is inn í Chrome og babbarei: Ég get hlustað á rúv án nokkurra vandræða.
Þetta er gott. En vefstjórinn hjá Rúv ætti nú samt að gera vefinn Chrome-hæfan
2 ummæli:
Þeir mættu alveg gera hann mac-hæfan líka ... Ég fer alla vega ekki inn þarna ótilneyddur.
Kveðjur frá Skáni!
Á vefnum stendur reyndar að verið sé að flytja hann yfir í nýtt vefumsjónarkerfi. Kannski er ekki öll von úti. Seisei.
Skrifa ummæli