Ég bössa og ég tvíta. Í bland feisbúkka ég líka. En ég bössa mest.
Á bössinu get ég skrifað færslur beint, þangað lenda líka færslur úr blogginu mínu og hlutir sem ég miðla á Google Reader. Færslur undir 140 stöfum fara svo sjálfkrafa úr Buzz yfir í Twitter.
Á Twitter get ég svo skrifað beint inn færslur. Þær færslur fara svo sjálfkrafa á Facebook og Buzz.
Nú er svo komið að ein færsla hjá mér er föst í lúppu. Ég byrjaði á því að skrifa hana inn í Buzz, hún fór svo í Twitter, sem sendi hana í Facebook og aftur á Buzz. Buzz sendi hana svo aftur á Twitter sem sendir hana svo aftur á Facebook og Buzz. Það tekur yfirleitt nokkrar klukkustundir fyrir færslurnar að berast úr Twitter yfir í Buzz. Þannig að sendingarnar eru ekki alveg stanslausar og stöðugar. En á nokkurra klukkustunda fresti birtist sama færslan á Buzz, Facebook og Twitter.
Þetta er magnað. Nú merki ég þess færslu með #twitter og við skulum sjá hvort hún lendi í sömu lúppu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli