Ýmis sænsk orð eru fyndin. Ötli ég noti ekki blogginn þennan til að varpa ljósi á þau nokkur. Hið fyrsta fyrir valinu er:
knivhuggen
Sum sé lýsingarháttur þátíðar af sögninni knivhugga sem í beinni þýðingu á íslensku væri hnífhöggva.
Þetta þykir mér frábært orð. Það kemur býsna oft fyrir í fréttum hér. Menn eru hnífhöggnir hér hverja helgi að því er virðist. Menn eru líka stundum hnífstungnir (knivstucken), en þó yfirleitt hnífhöggnir. Hver munurinn er nákvæmlega á að vera hnífhöggvinn og hnífstunginn veit ég ekki. Jóhanna telur að það fari eftir beittu afli. Ég tel að það fari eftir hvernig haldið er á hnífnum, þ.e. hvort hnífsblaðið standi utan- eða innanhandar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli