20. mar. 2010

Föstudagsgetraun 3

Það leyndist annar lesandi að þessari síðu. Einnig með rangt svar. Xenogenesis eftir James Cameron er ekki rétt. En fyrst O.Veigar nefnir Cameron skulum við blanda honum í dæmið:


Spurt er um kvikmynd:

1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.

2. vísbending: Myndin er fyrsta leikstjórnarverk leikstjórans. Almennt höfðu menn ekki mikla trú á verkefninu í byrjun. Myndin hlaut þó góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.

3. vísbending: Söguþráður myndarinnar þykir afar svipaður þræði nýjasta afreks James Camerons, Avatar. Þá má nefna að hlutur James Camerons í endurkomu umrædds kvikmyndaforms er einnig stór.

1 ummæli:

Helga Þórey Jónsdóttir sagði...

close encounters of the third kind