15. mar. 2010

Ég er búinn að hitta talsvert af Svíum hérna í Svíþjóð. Eðlilega. Líka búinn að hitta Hollending og Breta. Iðulega kemur þjóðaratkvæðagreiðslan um daginn upp í samræðum og einhverjar spurningar um Icesave. Allir sem ég tala við standa í þeirri trú að kosningin hafi snúist um það hvort Íslendingar ætluðu að borga eða ekki. Ég reyni svona að útskýra að líklega hafi einhverjir kosið með því hugarfari en í raun snerist málið alls ekki um það. Þessi staðreynd virðst stórlega hafa skolast til því ef maður les fréttir um málið hér í Svíþjóð kemur hið rétta alltaf fram. Fólk heyrir líklega bara það sem það vill heyra.


Annars sá ég Lísu í Undralandi á föstudaginn. Allan timann hugsaði ég: „Hemmi Gunn,það sem hægt er að gera nú til dags!“

3 ummæli:

Króinn sagði...

Ertu ekki jafnhneykslaður á því og Ögmundur að Svíar skuli virkilega gæta SINNA hagsmuna í tengslum við lán til Íslands (eins og við vitum öll þá eiga útlendingar alltaf að gæta hagsmuna Íslands þegar þeir díla við landið, ekki sinna borgara)?

Fjalsi sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Fjalsi sagði...

Ögmundur sagði nú líka að í Evrópu borðaði fólk ekki linsoðin egg.