Ég hef áður kvartað hér yfir hollenskri bankaþjónustu. Öllu heldur "þjónustu" því það er svo sem lítið verið að þjóna manni hér. Undanfarin tvö ár hafa safnast upp hjá mér fjöldamörg evrucent. Ég taldi þetta um daginn og fór upphæðin yfir 15 evrur. Svo ég, í blankheitum mínum, lagði glaðbeittur af stað í bankann með evrucentin í Heinekenkrukku og vildi fá þeim skipt í notalegri mynt, svo sem seðla. Minnugur var ég þess er ég var krakki og lagði reglulega inn aura og krónur á bankabókina mína í Búnaðarbankanum. Þá var ég jafan með aurana í sokk eða svona grænum blandípokapoka. En svo einfalt er það ekki í Hollandi, onei. Í fyrsta lagi þarf maður að vera í viðskiptum við viðkomandi banka því þú færð ekki peninginn í hönd heldur er hann lagður inn á reikninginn þinn í bankanum. "So is het," var svarið þegar ég spurði um ástæður þessa. En það er ekki nóg. Bankar í hollandi taka ekki við lausri mynt heldur þarf hún að berast þeim í knippum. Svo ég varð að gjöra svo vel að sækja mér þartilgerð plasthulstur til að raða peningunum í, fara heim og sækja bankakortið mitt og koma svo aftur seinna.
Í umrædd plasthylki rúmast 50 stykki af hverri mynt. svo að ef ég á t.d. aðeins 49 stykki af 5 centum get ég ekki selt þau, nema ég finni einn fimm centa pening til viðbótar. Þannig hef ég 2,45 evrur sem mér er fyrirmunað að koma í verð nema ég borgi í 5 centum. Rosalega verð ég vinsæll þegar ég arka í búðina á eftir með 37 fimmevrucent 25 tveggjaevrucent og 15 einnarevrucent, samtals, 2,5 evrur til að kaupa brauð og mjólk.
29. ágú. 2005
28. ágú. 2005
Nú er allt komið í kassa og töskur sem á að fara í kassa og töskur. Ekkert meir verður tekið með. Ef við höfum gleymt einhverju verður það skilið eftir eða hent. Svo það er bara að vona að ekkert merkilegt hafi gleymst. Svo sem eins og peningaveski, tölvur eða svoleiðis eitthvað.
Kredidkortið er enn týnt. Sem er sérlega slæmt.
Kredidkortið er enn týnt. Sem er sérlega slæmt.
26. ágú. 2005
24. ágú. 2005
Við fragtflutninga reiknast einn rúmmetri að lágmarki 167 kíló. Það kostar því jafn mikið að senda einn rúmmetra af lofti og 0,167 rúmetra af vatni. Það er þúsund lítrar af lofti kosta það sama og 167 lítar af vatni. Það þykja mér óhagstæð kaup.
En ég ætla hvorki að flytja vatn né loft. Eða a.m.k. eins lítið af lofti og ég mögulega kemst uppmeð. Kannski ég ætti að lofttæma kassana?
En ég ætla hvorki að flytja vatn né loft. Eða a.m.k. eins lítið af lofti og ég mögulega kemst uppmeð. Kannski ég ætti að lofttæma kassana?
Í kjölfar kennsluundirbúnings framkvæmdi ég greinaskrif á Selluna um fyrirsagnir í fréttum.
Dylan var rétt í þessu að ljúka við að syngja um sýnir Jóhönnu.
Ég lá andvaka í mestalla nótt.
Skeytastíll í þetta sinn.
Ég þarf að pissa.
Dylan var rétt í þessu að ljúka við að syngja um sýnir Jóhönnu.
Ég lá andvaka í mestalla nótt.
Skeytastíll í þetta sinn.
Ég þarf að pissa.
23. ágú. 2005
Máski hefði verið skárra að segja "...þurfa ekki endilega alltaf..."
Ekki er merkilegt orð í mörgum tungumálum. Ég set það jafnan á rangan stað í hollensku. Þar sýnist mér að reglan sé að setja það sem aftst. Dat kan nu niet, eða eitthvað álíka. Ég man ekki hvar ekki á heima í íslensku, VP-viðhengi kannski. Man ekki.
Ekki er merkilegt orð í mörgum tungumálum. Ég set það jafnan á rangan stað í hollensku. Þar sýnist mér að reglan sé að setja það sem aftst. Dat kan nu niet, eða eitthvað álíka. Ég man ekki hvar ekki á heima í íslensku, VP-viðhengi kannski. Man ekki.
Bowie syngur um dans og ég drekk kaffi og undirbý kennslu vetrarins. Þetta er sáralítill undirbúningstími fyrir efni sem ég hef ekki spáð svo mikið í til þessa.
Í námskeiðslýsingu segir svo:
Nemendur verða þjálfaðir í að semja ýmiss konar texta, einkum fréttir og blaðatexta. Farið verður yfir málfar í fjölmiðlum, hvernig skrifa á markvissan fréttatexta og hvernig unnt er að varast ýmsar gildrur, s.s. í stíl og í þýðingum af erlendum tungumálum. Hugað verður að málfari og framsetningu, svo og tengslum við mismunandi miðla (blöð, ljósvakamiðla, net, osfrv.)
Jú, þetta ætti ekki að vera svo flókið, eða hvað?
Aftur að Bowie - og kaffinu - og kennsluundirbúningi. Kennsluundirbúningur er klaufalegt orð, tilheyrir svo nefndum nafnorðastíl. Líklegra er skárra að segja undirbúningur kennslu, þó vissulega sé þar einnig um nafnorðastíl að ræða. En með því má losna við að tveir sömu sérhljóðarnir standi saman (kennsluundirbúningur) sem rétt er að forðast, a.m.k. í ritmáli. Best er kannski að gera eins og ég geri hér í fyrstu málsgrein, sit og undirbý kennslu. Slæmt væri þó að segja framkvæma undirbúning kennslu og enn verra: Sit við framkvæmd kennsluundirbúnings. Það kallast stofnanamál og þykir ekki smekklegt.
Nafnorðastíll og stofnanamál þurfa þó endilega ekki alltaf að teljast slæmt mál enda einn partur af flóru tungumálsins.
Í námskeiðslýsingu segir svo:
Nemendur verða þjálfaðir í að semja ýmiss konar texta, einkum fréttir og blaðatexta. Farið verður yfir málfar í fjölmiðlum, hvernig skrifa á markvissan fréttatexta og hvernig unnt er að varast ýmsar gildrur, s.s. í stíl og í þýðingum af erlendum tungumálum. Hugað verður að málfari og framsetningu, svo og tengslum við mismunandi miðla (blöð, ljósvakamiðla, net, osfrv.)
Jú, þetta ætti ekki að vera svo flókið, eða hvað?
Aftur að Bowie - og kaffinu - og kennsluundirbúningi. Kennsluundirbúningur er klaufalegt orð, tilheyrir svo nefndum nafnorðastíl. Líklegra er skárra að segja undirbúningur kennslu, þó vissulega sé þar einnig um nafnorðastíl að ræða. En með því má losna við að tveir sömu sérhljóðarnir standi saman (kennsluundirbúningur) sem rétt er að forðast, a.m.k. í ritmáli. Best er kannski að gera eins og ég geri hér í fyrstu málsgrein, sit og undirbý kennslu. Slæmt væri þó að segja framkvæma undirbúning kennslu og enn verra: Sit við framkvæmd kennsluundirbúnings. Það kallast stofnanamál og þykir ekki smekklegt.
Nafnorðastíll og stofnanamál þurfa þó endilega ekki alltaf að teljast slæmt mál enda einn partur af flóru tungumálsins.
19. ágú. 2005
[Sigurðarmál]
Stuttbuxnaveður í gær. Hjólað um miðbæinn og drukkinn bjór á kaffihúsi. Horft á báta. Hiti: 26 gráður, heiðskýrt.
[Sigurðarmálum lokið]
Nú eru tvær vikur í heimkomu. Stutt er það - stutt stutt stutt.
Nú þarf ég að finna út hvernig best er að flytja svo sem fjóra kassa og tvær ferðatöskur á sem hagkvæmastan hátt.
Í græjunum er Nina Simone eitthvað að blúsa og Jóhanna hlustar, drekkur kaffi og dregur smók úr morgunsígarettunni. Þrælar níkótínsins lifa fyrir morgunsmókinn. Ég lifi fyrir morgun pissið. Ég þarf alltaf svo rosalega að pissa þegar ég vakna. Þá dugar bunan alveg í hálfa mínútu.
Hefur þetta eitthvað með aldurinn að gera?
Stuttbuxnaveður í gær. Hjólað um miðbæinn og drukkinn bjór á kaffihúsi. Horft á báta. Hiti: 26 gráður, heiðskýrt.
[Sigurðarmálum lokið]
Nú eru tvær vikur í heimkomu. Stutt er það - stutt stutt stutt.
Nú þarf ég að finna út hvernig best er að flytja svo sem fjóra kassa og tvær ferðatöskur á sem hagkvæmastan hátt.
Í græjunum er Nina Simone eitthvað að blúsa og Jóhanna hlustar, drekkur kaffi og dregur smók úr morgunsígarettunni. Þrælar níkótínsins lifa fyrir morgunsmókinn. Ég lifi fyrir morgun pissið. Ég þarf alltaf svo rosalega að pissa þegar ég vakna. Þá dugar bunan alveg í hálfa mínútu.
Hefur þetta eitthvað með aldurinn að gera?
18. ágú. 2005
Hér er sumar á ný. Á ný? kunnið þið að spyrja. Já, 16 gráður í tvær vikur kallar maður ekki sumar eftir 25+ mestallan júní. En nú er þetta komið upp yfir 20 gráður og hægt að kalla sumar á ný.
Hér er því ekki jafn kuldalegt og myndin gerir ráð fyrir. Kannski ég skipti um mynd. Er ekki til einhver kóði til að láta randómesera svona 4-5 í hvert sinn sem síðan er hlaðin? Einhver (t.d. fpm).
Í gær sat ég og spjallaði við Björn undir bjórglasi. Björn er, þó nafnið bendi ekki til þess, þýskur. Frá Stúttgart. Þegar ég spurði hann í vetur hvaðan í Þýskalandi hann væri svaraði hann. Ég er frá bæ í suður-Þýskalandi sem kallast Stúttgart, þú kannast sennilega ekki við hann. Ertu frá þér, svaraði ég, Ásgeir Sigurvinsson spilaði með Stúttgart í mörg ár. Ég hef alla tíð síðan fengið töluvert ríspekt frá Birni.
Í gær hinsvegar sagði hann mér frá dókúmentarí á hvað hann horfði fyrir stuttu. Þar var umfjöllunarefnið eftirlitsmyndavélar er lögrelgan í Reykjavík hafði sett upp fyrir nokkru. Myndefni þessara véla væri síðan sjónvarpað í gegnum stöð 7 í sjónvarpinu þar sem almenningur getur fylgst með og tilkynnt lögreglu um grunsamlegar mannaferðir og atferli. Hefði þetta gefist vel og fækkað glæpum. Ungir listamenn hefðu síðan tekið sig til og fundið út nákvæmlega hvenær sýnt væri úr hverri myndavél og stillsér upp fyrir framan þær og framið ýmsan gjörning og sýnt listaverk sín í beinni útsendingu, 20 sekúndur í senn.
Nú verð ég að segja: Þetta þykir mér alveg gjörsamlega ótrúlegt. Ég sagði við Björn að þetta væri ábyggilega misskilingur, ég hefði aldrei heyrt af þessu og ef satt væri væru þetta hræðilegar fréttir. Hann var alveg sjúr um að þátturinn var um Reykavík á Íslandi og hann hefði ekkert misskilið.
Svo nú spyr ég. Er þetta satt. Nei, getur þetta virkilega verið. Eða er Björna að misskilja, þýska sjónvarpið að misskilja, eða kannski ljúga?
Hér er því ekki jafn kuldalegt og myndin gerir ráð fyrir. Kannski ég skipti um mynd. Er ekki til einhver kóði til að láta randómesera svona 4-5 í hvert sinn sem síðan er hlaðin? Einhver (t.d. fpm).
Í gær sat ég og spjallaði við Björn undir bjórglasi. Björn er, þó nafnið bendi ekki til þess, þýskur. Frá Stúttgart. Þegar ég spurði hann í vetur hvaðan í Þýskalandi hann væri svaraði hann. Ég er frá bæ í suður-Þýskalandi sem kallast Stúttgart, þú kannast sennilega ekki við hann. Ertu frá þér, svaraði ég, Ásgeir Sigurvinsson spilaði með Stúttgart í mörg ár. Ég hef alla tíð síðan fengið töluvert ríspekt frá Birni.
Í gær hinsvegar sagði hann mér frá dókúmentarí á hvað hann horfði fyrir stuttu. Þar var umfjöllunarefnið eftirlitsmyndavélar er lögrelgan í Reykjavík hafði sett upp fyrir nokkru. Myndefni þessara véla væri síðan sjónvarpað í gegnum stöð 7 í sjónvarpinu þar sem almenningur getur fylgst með og tilkynnt lögreglu um grunsamlegar mannaferðir og atferli. Hefði þetta gefist vel og fækkað glæpum. Ungir listamenn hefðu síðan tekið sig til og fundið út nákvæmlega hvenær sýnt væri úr hverri myndavél og stillsér upp fyrir framan þær og framið ýmsan gjörning og sýnt listaverk sín í beinni útsendingu, 20 sekúndur í senn.
Nú verð ég að segja: Þetta þykir mér alveg gjörsamlega ótrúlegt. Ég sagði við Björn að þetta væri ábyggilega misskilingur, ég hefði aldrei heyrt af þessu og ef satt væri væru þetta hræðilegar fréttir. Hann var alveg sjúr um að þátturinn var um Reykavík á Íslandi og hann hefði ekkert misskilið.
Svo nú spyr ég. Er þetta satt. Nei, getur þetta virkilega verið. Eða er Björna að misskilja, þýska sjónvarpið að misskilja, eða kannski ljúga?
17. ágú. 2005
Um daginn kom til mín kona og varð voða spennt þegar hún komst að því að ég væri frá Íslandi. "Ég er að fara þangað að mótmæla," tilkynnti hún. "Mótmæla hverju?" svaraði ég. "Tja ég er að fara í mótmælabúðir út af stíflu," sagði hún. "Já," sagði ég og fór í gallann, "segðu mér frá." "Já, þetta er svona stífla og það er fullt af fólki að fara að mótmæla."
Fyrir stuttu hitti ég stúlku sem ég þekki. "Svo þú ert að fara aftur til Íslands, ætlarðu ekki að mótmæla?" "Mótmæla hverju?" svaraði ég. "Það eru svona mótmælabúðir út af álveri, ég er að spá að kíkja. Ætlar þú ekki líka að skreppa?"
Mér finnst gott mál að fólk mótmæli þegar það finnur sig knúið til að mótmæla. En svona fólk sem ferðast til að mótmæla, bara til að taka þátt í mótmælum, má mín vegna bara halda sig heima þar til það veit hverju það er að mótmæla.
Fer í taugarnar á mér.
Fyrir stuttu hitti ég stúlku sem ég þekki. "Svo þú ert að fara aftur til Íslands, ætlarðu ekki að mótmæla?" "Mótmæla hverju?" svaraði ég. "Það eru svona mótmælabúðir út af álveri, ég er að spá að kíkja. Ætlar þú ekki líka að skreppa?"
Mér finnst gott mál að fólk mótmæli þegar það finnur sig knúið til að mótmæla. En svona fólk sem ferðast til að mótmæla, bara til að taka þátt í mótmælum, má mín vegna bara halda sig heima þar til það veit hverju það er að mótmæla.
Fer í taugarnar á mér.
16. ágú. 2005
berlín var brill ... myndir brátt ...
ef mér reiknast rétt ... án outlook ... á gommit afmæli í dag
þar sem hann er , á einhvern dularfullan hátt ekki á msn , fær hann kveðju hér.
ef mér reiknast rétt ... án outlook ... á gommit afmæli í dag
þar sem hann er , á einhvern dularfullan hátt ekki á msn , fær hann kveðju hér.
12. ágú. 2005
11. ágú. 2005
10. ágú. 2005
Undanfarin ár hefur borið talsvert á nýju samfélaglegu vandamáli hér í Hollandi. Hópreiðar á almannafæri. Er þá ekki átt við hestamennsku. Það hefur sem sagt færst talsvert í vöxt hér að fólk hópist út á hraðbrautir og í garða og bílastæði og og eigi kynmök. Í fyrstu var þetta einkum bundið við homma og þótti bara í lagi. Enda Hollendingar almennt frekar skilningsríkir gagnvart þörfum samkynhneigðrar. En nú hafa sum sé gagnkynhneigðir áttað sig á unaðssemdum kynlífs undir berum himni. Svo vinsæl er þessi iðkun að talað er um plágu og að ömmur geti ekki lengur farið út með barnabörnin án þess að fyrir sé hópur fólks í orgíu.
Þetta var nýlega tekið upp á þinginu hér og talað um að lagasetningu þyrfti til að sporna við þessu. En Hollendingar, eins og þeir eru, vilja síst banna þetta. Frekar koma böndum yfir þetta. Þannig hefur verið talað um að afmarka svæði í görðum og skóglegndi þar sem kynmök séu heimil. Þannig væri komið upp merkjum við slík svæðið þar sem ömmur með barnabörnin sín í göngutúr verði varaðar við: "Varúð reiðsvæði! Athugið hér fara fram hópreiðar. Öll ganga um svæðið er á eigin ábyrgð."
Þetta var nýlega tekið upp á þinginu hér og talað um að lagasetningu þyrfti til að sporna við þessu. En Hollendingar, eins og þeir eru, vilja síst banna þetta. Frekar koma böndum yfir þetta. Þannig hefur verið talað um að afmarka svæði í görðum og skóglegndi þar sem kynmök séu heimil. Þannig væri komið upp merkjum við slík svæðið þar sem ömmur með barnabörnin sín í göngutúr verði varaðar við: "Varúð reiðsvæði! Athugið hér fara fram hópreiðar. Öll ganga um svæðið er á eigin ábyrgð."
9. ágú. 2005
Í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur verður samkoma sem hefst kl. 20:30.
Þar mun sænski rithöfundurinn og fræðikonan Monica Braw flytja erindi um afleiðingar árásanna, afdrif fólksins sem lifði þær af og hvernig stjórnvöld í Japan og Bandaríkjunum reyndu að þagga niður umræðu um málið. Monica Braw er einn kunnasti sérfræðingur Norðurlandanna á þessu sviði. Hún bjó í Japan um árabil og bók hennar ?Överlevarna? hefur komið út á fjölda tungumála.
Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur verður fundarstjóri og Guðmundur Georgsson læknir flytur ávarp, en hann heimsótti Hiroshima og ræddi við fórnarlömb sprengjunnar fyrir tveimur áratugum.
Tónlistarmaðurinn KK tekur lagið og trúbadorinn Ólafur Torfason flytur frumsamið lag við ljóð Eyrúnar Jónsdóttur.
Samkoman er opin öllum friðarsinnum og prýðilegur undirbúningur fyrir kertafleytinguna síðar um kvöldið.
Þar mun sænski rithöfundurinn og fræðikonan Monica Braw flytja erindi um afleiðingar árásanna, afdrif fólksins sem lifði þær af og hvernig stjórnvöld í Japan og Bandaríkjunum reyndu að þagga niður umræðu um málið. Monica Braw er einn kunnasti sérfræðingur Norðurlandanna á þessu sviði. Hún bjó í Japan um árabil og bók hennar ?Överlevarna? hefur komið út á fjölda tungumála.
Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur verður fundarstjóri og Guðmundur Georgsson læknir flytur ávarp, en hann heimsótti Hiroshima og ræddi við fórnarlömb sprengjunnar fyrir tveimur áratugum.
Tónlistarmaðurinn KK tekur lagið og trúbadorinn Ólafur Torfason flytur frumsamið lag við ljóð Eyrúnar Jónsdóttur.
Samkoman er opin öllum friðarsinnum og prýðilegur undirbúningur fyrir kertafleytinguna síðar um kvöldið.
8. ágú. 2005
5. ágú. 2005
4. ágú. 2005
Ég hef nú ekki lagt það í vana minn að halda uppi mikilli pólitískri gagnrýni hér á blogginu mínu. En þar sem ég er búinn að ráðstafa selluskrifum í annan, og líklega þarfari málaflokk, þykir mér ekki annað hægt en að benda á enn eina vitleysuna úr höfði Munda Svans. Hann ritar í dag grein á Deiglunni þar sem hann virðst verja mannsmorðin í Japan í lok seinni heimsstyrjaldar. Jæja, kannski er hann ekki að verja mannsmorðin. En hann lætur í veðri vaka að kjarnorkusprengingarnar í Hiroshima og Nagasaki hafi verið ill nauðsyn.
Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé slík skrif á prenti. Sér í lagi frá vel menntuðum og nokkuð greindum einstaklingum eins og Guðmundi Svanssyni.
Hvað sem gekk á í hausnum á Truman þegar hann veitti leyfi fyrir að kjarnorkusprengjur væru notaðar gegn Japönum fáum við líklega aldrei að vita. Enda segir Mundi það sjálfur.
Hins vegar hefur Stefán Pálsson, sem reyndar er þekktur fyrir að vera nokkur hamhleypa þegar kemur að pólitískri orðræðu, fyllilega rétt á að fordæma árásirnar. Enda eru þær eitt viðbjóðslegasta voðaverk í sögu mannkyns og engu skárri en voðaverk nasista um sama leyti. Að mínu mati virðist sagnfræðilegt mat Stefáns á ákvarðanatöku í kringum sprengingarnar líka nokkuð trúverðuglegt.
Það virðist aldrei hafa komið alvarlega til greina að nota kjarnavopn gegn nasistum í Þýskalandi. Það var heldur engin nauðsyn að nota þau gegn Japönum, það hafa sagnfræðilega heimildir staðfest í hvívetna. Japanir virðast einfaldlega hafa verið fórnarlömb aðstæðna. Það var hentugt að sprengja Japan upp, jafn fjarri "siðmenningu" og eyjurnar eru. Þeir voru enda bandamenn nasista og "réttlætanlegt" að nota gereyðingarvopn gegn þeim. Nuk'em bastards.
Bandaríkin höfðu þá nýlega orðið fyrir fyrsta alvarlega áfalli sínu í hernaði þegar Japanir sprengdu upp Perluhöfn. Sú árást var miðuð að hernaðarmannvirkjum og hernaðarlega má jafnvel réttlæta þá árás. Ef hernaðaleg réttlæting er til yfir höfuð. Kjarnorkuárás Bandaríkjamanna var meðvitað miðuð að því eyða eins mörgum saklausum mannslífum og kostur var. Sú aðgerð verður aldrei réttlætt, hernaðarlega eða á annan hátt. Árásirnar á Nagasaki og Hiroshima voru eingöngu til þess fallnar að hræða óvini Bandaríkjanna. Að sanna mátt þeirra. Að berja bandamenn nasista til hlýðni. Hún var ekki ill nauðsyn. Hún var ekki hernaðarleg nauðsyn. Hún var að öllu leyti óréttlætanleg.
Stefán Pálsson hefur full frelsi til að draga þær ályktanir sem hann vill, hversu sögulega réttar þær eru. Reiði hans er að öllu réttlætanleg. Hún er í orði og beinist ekki að saklausum mannslífum. Hún beinist að ófyrirgefanlegum voðaverkum. Guðmundi Svanssyni færi betur að taka ekki upp hanskann fyrir Bandaríkjamenn í þessu máli. Tíma okkar allra er varið betur í annað.
Bandaríkjamenn eru fyrsta og eina þjóðin til að nota kjarnavopn gegn öðru ríki. Með því gerðust þeir sekir um fordæmanleg voðaverk. Vonandi hefur mannkyn lært af reynslunni og vonandi halda þjóðir heimsins að fordæma gjörðir þeirra.
Sagan hefur enda dæmt Bandaríkjamenn af þessum verknaði og þeim er ekkert til málsbóta. Ekki neitt.
Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé slík skrif á prenti. Sér í lagi frá vel menntuðum og nokkuð greindum einstaklingum eins og Guðmundi Svanssyni.
Hvað sem gekk á í hausnum á Truman þegar hann veitti leyfi fyrir að kjarnorkusprengjur væru notaðar gegn Japönum fáum við líklega aldrei að vita. Enda segir Mundi það sjálfur.
Hins vegar hefur Stefán Pálsson, sem reyndar er þekktur fyrir að vera nokkur hamhleypa þegar kemur að pólitískri orðræðu, fyllilega rétt á að fordæma árásirnar. Enda eru þær eitt viðbjóðslegasta voðaverk í sögu mannkyns og engu skárri en voðaverk nasista um sama leyti. Að mínu mati virðist sagnfræðilegt mat Stefáns á ákvarðanatöku í kringum sprengingarnar líka nokkuð trúverðuglegt.
Það virðist aldrei hafa komið alvarlega til greina að nota kjarnavopn gegn nasistum í Þýskalandi. Það var heldur engin nauðsyn að nota þau gegn Japönum, það hafa sagnfræðilega heimildir staðfest í hvívetna. Japanir virðast einfaldlega hafa verið fórnarlömb aðstæðna. Það var hentugt að sprengja Japan upp, jafn fjarri "siðmenningu" og eyjurnar eru. Þeir voru enda bandamenn nasista og "réttlætanlegt" að nota gereyðingarvopn gegn þeim. Nuk'em bastards.
Bandaríkin höfðu þá nýlega orðið fyrir fyrsta alvarlega áfalli sínu í hernaði þegar Japanir sprengdu upp Perluhöfn. Sú árást var miðuð að hernaðarmannvirkjum og hernaðarlega má jafnvel réttlæta þá árás. Ef hernaðaleg réttlæting er til yfir höfuð. Kjarnorkuárás Bandaríkjamanna var meðvitað miðuð að því eyða eins mörgum saklausum mannslífum og kostur var. Sú aðgerð verður aldrei réttlætt, hernaðarlega eða á annan hátt. Árásirnar á Nagasaki og Hiroshima voru eingöngu til þess fallnar að hræða óvini Bandaríkjanna. Að sanna mátt þeirra. Að berja bandamenn nasista til hlýðni. Hún var ekki ill nauðsyn. Hún var ekki hernaðarleg nauðsyn. Hún var að öllu leyti óréttlætanleg.
Stefán Pálsson hefur full frelsi til að draga þær ályktanir sem hann vill, hversu sögulega réttar þær eru. Reiði hans er að öllu réttlætanleg. Hún er í orði og beinist ekki að saklausum mannslífum. Hún beinist að ófyrirgefanlegum voðaverkum. Guðmundi Svanssyni færi betur að taka ekki upp hanskann fyrir Bandaríkjamenn í þessu máli. Tíma okkar allra er varið betur í annað.
Bandaríkjamenn eru fyrsta og eina þjóðin til að nota kjarnavopn gegn öðru ríki. Með því gerðust þeir sekir um fordæmanleg voðaverk. Vonandi hefur mannkyn lært af reynslunni og vonandi halda þjóðir heimsins að fordæma gjörðir þeirra.
Sagan hefur enda dæmt Bandaríkjamenn af þessum verknaði og þeim er ekkert til málsbóta. Ekki neitt.
2. ágú. 2005
Skellti svona nýju útliti á þetta . ef þið hafið ekki tekið eftir því . á ég að miðja þetta kannski hvað segið þið . gaman að fikta .
næstu tvo klukkutímana ætla ég að gera það uppvið mig hvort ég skreppi með hluta búslóðarinnar til Ísland og verði yfir helgina . svona fyrst ég á flugmiða til baka og allt . en þá yrði nú ekkert krúttskrepp enda er nóg annað að gera .
svona fyrst ég fann þetta far þarna á fimmtudag . roseanne er í sjónvarpinu . skemmtilegt svona vættrass.
En hvað segir fólkið - miðjað eða ekki
Hvar er finnurpálmi þessa dagana - enn á ólafsvöku?
næstu tvo klukkutímana ætla ég að gera það uppvið mig hvort ég skreppi með hluta búslóðarinnar til Ísland og verði yfir helgina . svona fyrst ég á flugmiða til baka og allt . en þá yrði nú ekkert krúttskrepp enda er nóg annað að gera .
svona fyrst ég fann þetta far þarna á fimmtudag . roseanne er í sjónvarpinu . skemmtilegt svona vættrass.
En hvað segir fólkið - miðjað eða ekki
Hvar er finnurpálmi þessa dagana - enn á ólafsvöku?
1. ágú. 2005
helgin
niii - ekki hægt að segja að þetta hafi verið skemmtileg helgi. Nokkuð óttaleg satt að segja.
Í gær kom hér frændfólk Jóhönnu. Hollenskumegin. Föðurbróðir, kona og barn. Þau buðu okkur út að eta. Sem var gott og gaman. Svo fórum við ástin mín í bíó. Valið stóð á milli Kalla og sælgætisgerðarinnar og War of the worlds. WOW var sýnd á undan svo við skelltum okkur á hana. Ég barasta kúkaði nánast í buxurnar. Mögnuð mynd, þó hún sé nú ekkert sem stendur uppúr. En kvikmyndir þurfa ekkert endileg alltaf að standa uppúr, enda fátt sem stæði uppúr þá. Þetta er blokkböster sem stendur fyllilega fyrir sínu og gott betur.
Mýs hafa látið sjá sig á ný. Varla eru þetta sömu mýs og seinast. Enda drap ég þær, þrjú stykki. Nú hefst morðaldan á ný og eftir liggur eitt fórnarlamb af sjálfsagt fleirum.
Nú raular Bob Dylan um Vísjónir Jóhönnu. Þetta er einn af morgunsöngvum okkar Jóhönnu.
Í gær kom hér frændfólk Jóhönnu. Hollenskumegin. Föðurbróðir, kona og barn. Þau buðu okkur út að eta. Sem var gott og gaman. Svo fórum við ástin mín í bíó. Valið stóð á milli Kalla og sælgætisgerðarinnar og War of the worlds. WOW var sýnd á undan svo við skelltum okkur á hana. Ég barasta kúkaði nánast í buxurnar. Mögnuð mynd, þó hún sé nú ekkert sem stendur uppúr. En kvikmyndir þurfa ekkert endileg alltaf að standa uppúr, enda fátt sem stæði uppúr þá. Þetta er blokkböster sem stendur fyllilega fyrir sínu og gott betur.
Mýs hafa látið sjá sig á ný. Varla eru þetta sömu mýs og seinast. Enda drap ég þær, þrjú stykki. Nú hefst morðaldan á ný og eftir liggur eitt fórnarlamb af sjálfsagt fleirum.
Nú raular Bob Dylan um Vísjónir Jóhönnu. Þetta er einn af morgunsöngvum okkar Jóhönnu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)