... reyndi einhver að uppnefna mig þegar ég var níu ára eða svo. Mér fannst þetta bara nokkuð töff heiti og var alveg sama að vera kallaður þetta. Svona var maður nú kúl krakki.
Annars fluttum við Jóhanna hana og stöffið hennar hingað til mín í gær. Leigðum bakfiets á ný og hjóluðum með þetta allt saman hingað á C.P.Straat. Tók ekki nema tvo tíma en í kjölfarið vaknaði ég upp með sára fætur í dag. Sem er í lagi þar sem ég mun að mestu sitja framan við tölvu í dag án þess að þurfa að reyna of mikið á fótana.
Svo fórum við á strönd sem við uppgötvuðum að er hér örskammt frá C.P.Straat.
Þetta er allt að batna.
2 ummæli:
Skild þetta vera jólahjól.
hvaða lognmolla er þetta allt í einu? hér er venjulega svo líflegt
Skrifa ummæli