30. mar. 2010
Undarlegt lið
Það er undarlegt að heyra raddir úr stjórnarliðinu á Alþingi að fyrirhugðu fækkun og sameining ráðuneyta komi á óvart og séu ekkert á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta er sagt nokkuð berum orðum í stjórnarsáttmálanum.
Sigurðarmál og hlaupaannáll
Það má kalla þenna dag í dag vordag, þrátt fyrir að hitinn hafi verið rétt yfir frostmarki þegar ég fór á fætur. Hann datt þó upp í tæpar tíu um ellefu og þá dustaði ég rykið af hlaupaskónum og dró fram níðþröngu joggingbuxurnar.
Nú er ég sveittur og sæll
30. mars fyrir þremur árum var eiginlega komið hálfgert sumar hér í bæ. osei.
Nú er ég sveittur og sæll
30. mars fyrir þremur árum var eiginlega komið hálfgert sumar hér í bæ. osei.
29. mar. 2010
Flugdýrtíð
Það er sumsé dýrara fyrir mig að fljúga til Reykjavíkur héðan frá Gautaborg í júlí en að fara alla leið til Beirút. Ég hef svo sem lítið að sækja til Beirút og býst því við að ég endi með að bóka ferðina til Reykjavíkur.
100 kílókrónur fyrir okkur bæði í júlí.
100 kílókrónur fyrir okkur bæði í júlí.
26. mar. 2010
Föstudagsgetraun 3
Núnú, Sindri dúndraði inn réttu svari. Ánanaust var spurt um. Næsta vísbending átti að nefna að gatan hefur ekki alltaf heitið þessu nafni og að hún hafi áður verið hluti mun lengri götu. Svo átti að minnast á að öðrum megin í götunni væri nokkuð um íbúðarhús og byggingar en hinum megin væru nær engin mannvirki. Ástæðan fyrir því væri mestmegnis landfræðileg.
Sindri fær húrra!
#twitter
Sindri fær húrra!
Föstudagsgetraun 2
Strax komnar tvær ágætis tillögur. Báðar þó rangar.
Spurt er um götuheiti:
1. vísbending: Gatan er í Reykjavík og er kennd við gamalt örnefni.
2. vísbending: Umrætt örnefni var kennt við mann. Um þann mann er þó lítið eða ekkert vitað.
#twitter
Spurt er um götuheiti:
1. vísbending: Gatan er í Reykjavík og er kennd við gamalt örnefni.
2. vísbending: Umrætt örnefni var kennt við mann. Um þann mann er þó lítið eða ekkert vitað.
Föstudagsgetraun
Hallóhalló! Það er enn kominn föstudagur! Það merkir: Föstudagsgetraun. Ekki er spurt um kvikmynd að þessu sinni þó...
Spurt er um götuheiti:
1. vísbending: Gatan er í Reykjavík og er kennd við gamalt örnefni.
Spurt er um götuheiti:
1. vísbending: Gatan er í Reykjavík og er kennd við gamalt örnefni.
24. mar. 2010
Hin eilífa lúppa
Ég bössa og ég tvíta. Í bland feisbúkka ég líka. En ég bössa mest.
Á bössinu get ég skrifað færslur beint, þangað lenda líka færslur úr blogginu mínu og hlutir sem ég miðla á Google Reader. Færslur undir 140 stöfum fara svo sjálfkrafa úr Buzz yfir í Twitter.
Á Twitter get ég svo skrifað beint inn færslur. Þær færslur fara svo sjálfkrafa á Facebook og Buzz.
Nú er svo komið að ein færsla hjá mér er föst í lúppu. Ég byrjaði á því að skrifa hana inn í Buzz, hún fór svo í Twitter, sem sendi hana í Facebook og aftur á Buzz. Buzz sendi hana svo aftur á Twitter sem sendir hana svo aftur á Facebook og Buzz. Það tekur yfirleitt nokkrar klukkustundir fyrir færslurnar að berast úr Twitter yfir í Buzz. Þannig að sendingarnar eru ekki alveg stanslausar og stöðugar. En á nokkurra klukkustunda fresti birtist sama færslan á Buzz, Facebook og Twitter.
Þetta er magnað. Nú merki ég þess færslu með #twitter og við skulum sjá hvort hún lendi í sömu lúppu.
Á bössinu get ég skrifað færslur beint, þangað lenda líka færslur úr blogginu mínu og hlutir sem ég miðla á Google Reader. Færslur undir 140 stöfum fara svo sjálfkrafa úr Buzz yfir í Twitter.
Á Twitter get ég svo skrifað beint inn færslur. Þær færslur fara svo sjálfkrafa á Facebook og Buzz.
Nú er svo komið að ein færsla hjá mér er föst í lúppu. Ég byrjaði á því að skrifa hana inn í Buzz, hún fór svo í Twitter, sem sendi hana í Facebook og aftur á Buzz. Buzz sendi hana svo aftur á Twitter sem sendir hana svo aftur á Facebook og Buzz. Það tekur yfirleitt nokkrar klukkustundir fyrir færslurnar að berast úr Twitter yfir í Buzz. Þannig að sendingarnar eru ekki alveg stanslausar og stöðugar. En á nokkurra klukkustunda fresti birtist sama færslan á Buzz, Facebook og Twitter.
Þetta er magnað. Nú merki ég þess færslu með #twitter og við skulum sjá hvort hún lendi í sömu lúppu.
23. mar. 2010
Að banna A til að koma í veg fyrir B
Á Facebook rétt í þessu las ég ummæli við færslu um nýlegt bann við nektardansi á Íslandi. Þar segir einn ummælandi að honum finnist undarlegt að banna A til að koma í veg fyrir B. Þetta þykir mér undarlegt viðhorf.
Tilhvers er maður að banna einn hlut ef ekki til að koma í veg fyrir eitthvað annað? Ekki er maður að banna hlutinn bara til að banna hann (reyndar virðist það oft raunin á Íslandi, en það er líka asnalegt).
Ég er svo sem ekki mikið fyrir að stjórnvöld eigi að banna mikið. En margt er nauðsynlegt að banna, vegna þess að það hefur slæmar afleiðingar. Ekki það að nektardans á börum er svo asnalegt fyrirbæri að auðvitað á ekki að þurfa að banna hann. En fólk er fífl. Þess vegna þarf að banna.
Hins vegar er margt bannað sem er algjör della að banna. Afhverju má ég t.d. ekki kaupa mér Skjálfta í Nóatúni?
Tilhvers er maður að banna einn hlut ef ekki til að koma í veg fyrir eitthvað annað? Ekki er maður að banna hlutinn bara til að banna hann (reyndar virðist það oft raunin á Íslandi, en það er líka asnalegt).
Ég er svo sem ekki mikið fyrir að stjórnvöld eigi að banna mikið. En margt er nauðsynlegt að banna, vegna þess að það hefur slæmar afleiðingar. Ekki það að nektardans á börum er svo asnalegt fyrirbæri að auðvitað á ekki að þurfa að banna hann. En fólk er fífl. Þess vegna þarf að banna.
Hins vegar er margt bannað sem er algjör della að banna. Afhverju má ég t.d. ekki kaupa mér Skjálfta í Nóatúni?
Sænsk orð I
Ýmis sænsk orð eru fyndin. Ötli ég noti ekki blogginn þennan til að varpa ljósi á þau nokkur. Hið fyrsta fyrir valinu er:
knivhuggen
Sum sé lýsingarháttur þátíðar af sögninni knivhugga sem í beinni þýðingu á íslensku væri hnífhöggva.
Þetta þykir mér frábært orð. Það kemur býsna oft fyrir í fréttum hér. Menn eru hnífhöggnir hér hverja helgi að því er virðist. Menn eru líka stundum hnífstungnir (knivstucken), en þó yfirleitt hnífhöggnir. Hver munurinn er nákvæmlega á að vera hnífhöggvinn og hnífstunginn veit ég ekki. Jóhanna telur að það fari eftir beittu afli. Ég tel að það fari eftir hvernig haldið er á hnífnum, þ.e. hvort hnífsblaðið standi utan- eða innanhandar.
knivhuggen
Sum sé lýsingarháttur þátíðar af sögninni knivhugga sem í beinni þýðingu á íslensku væri hnífhöggva.
Þetta þykir mér frábært orð. Það kemur býsna oft fyrir í fréttum hér. Menn eru hnífhöggnir hér hverja helgi að því er virðist. Menn eru líka stundum hnífstungnir (knivstucken), en þó yfirleitt hnífhöggnir. Hver munurinn er nákvæmlega á að vera hnífhöggvinn og hnífstunginn veit ég ekki. Jóhanna telur að það fari eftir beittu afli. Ég tel að það fari eftir hvernig haldið er á hnífnum, þ.e. hvort hnífsblaðið standi utan- eða innanhandar.
22. mar. 2010
Stjórnarandstaða
Ég held að orðið „stjórnarandstaða“ sé ákveðið vandamál í pólitík. Á Íslandi er minnihluti jafnan í stjórnarandstöðu. Þarf það að vera sjálfgefið að minnihluti sé jafnframt alltaf í stjórnarandstöðu?
21. mar. 2010
Svarið kom
Gundurinn svaraði rétt. Dances with Wolves var það heillin. Næsta vísbending átti að nefna óskarsverðlaun sem myndin hlaut eða var tilnefnd til og sú sjötta átti að nefna umrætt kvikmyndaform: Hollívúddepíkina, sem Kevin Costner tók upp aftur eftir nokkur hlé og var svo fest í sessi með Titanic James Camerons.
20. mar. 2010
Föstudagsgetraun 4
Leynist enn einn lesandinn að þessum bloggi. Helga Þórey segir Close Encounters of the Third Kind. Það er álíka rangt og fyrri svör. Þetta er greinilega níðþung getraun. Fjórða vísbending:
Spurt er um kvikmynd:
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
2. vísbending: Myndin er fyrsta leikstjórnarverk leikstjórans. Almennt höfðu menn ekki mikla trú á verkefninu í byrjun. Myndin hlaut þó góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
3. vísbending: Söguþráður myndarinnar þykir afar svipaður þræði nýjasta afreks James Camerons, Avatar. Þá má nefna að hlutur James Camerons í endurkomu umrædds kvikmyndaforms er einnig stór.
4. vísbending: Kvikmyndin er í hópi svo kallaðra kúrekamynda, eða vestra. Það er þó ekki kvikmyndaformið sem rætt er um í fyrri vísbendingum. Enda hefur vestrinn eiginlega aldrei farið í pásu, þó vissulega hafi hann risið og hnigið í gegnum tíðina.
Spurt er um kvikmynd:
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
2. vísbending: Myndin er fyrsta leikstjórnarverk leikstjórans. Almennt höfðu menn ekki mikla trú á verkefninu í byrjun. Myndin hlaut þó góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
3. vísbending: Söguþráður myndarinnar þykir afar svipaður þræði nýjasta afreks James Camerons, Avatar. Þá má nefna að hlutur James Camerons í endurkomu umrædds kvikmyndaforms er einnig stór.
4. vísbending: Kvikmyndin er í hópi svo kallaðra kúrekamynda, eða vestra. Það er þó ekki kvikmyndaformið sem rætt er um í fyrri vísbendingum. Enda hefur vestrinn eiginlega aldrei farið í pásu, þó vissulega hafi hann risið og hnigið í gegnum tíðina.
Föstudagsgetraun 3
Það leyndist annar lesandi að þessari síðu. Einnig með rangt svar. Xenogenesis eftir James Cameron er ekki rétt. En fyrst O.Veigar nefnir Cameron skulum við blanda honum í dæmið:
Spurt er um kvikmynd:
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
2. vísbending: Myndin er fyrsta leikstjórnarverk leikstjórans. Almennt höfðu menn ekki mikla trú á verkefninu í byrjun. Myndin hlaut þó góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
3. vísbending: Söguþráður myndarinnar þykir afar svipaður þræði nýjasta afreks James Camerons, Avatar. Þá má nefna að hlutur James Camerons í endurkomu umrædds kvikmyndaforms er einnig stór.
Spurt er um kvikmynd:
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
2. vísbending: Myndin er fyrsta leikstjórnarverk leikstjórans. Almennt höfðu menn ekki mikla trú á verkefninu í byrjun. Myndin hlaut þó góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
3. vísbending: Söguþráður myndarinnar þykir afar svipaður þræði nýjasta afreks James Camerons, Avatar. Þá má nefna að hlutur James Camerons í endurkomu umrædds kvikmyndaforms er einnig stór.
19. mar. 2010
Föstudagsgetraun 2
Eini lesandi síðunnar er búinn að giska. Hann gask á A Fistful of Dollars, með trega. Það er enda ekki rétt.
Spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
2. vísbending: Myndin er fyrsta leikstjórnarverk leikstjórans. Almennt höfðu menn ekki mikla trú á verkefninu í byrjun. Myndin hlaut þó góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
Spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
2. vísbending: Myndin er fyrsta leikstjórnarverk leikstjórans. Almennt höfðu menn ekki mikla trú á verkefninu í byrjun. Myndin hlaut þó góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
Föstudagsgetraun
Ætli sé ekki réttast að halda í hefðir og skella hér fram föstudagsgetraun á endurreistum bloggi:
Spurt er um kvikmynd.
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
Spurt er um kvikmynd.
1. vísbending: Myndin þykir marka endurkomu tiltekins forms kvikmynda sem hafði verið vinsælt nokkrum áratugum áður.
18. mar. 2010
Skráargatið
Ég var að hlusta á Samfélagið í nærmynd í gær (þökk sé IE-flipanum). Þessi þáttur er frábær að því leyti að þar er stöðugt verið að benda á góða hluti og hvað mætti betur fara í íslensku samfélagi. Þáttastjórnendur virðast hafa svipaðan áhuga og ég á endurvinnslumálum, skipulagsmálum, hollustumálum o.þ.h. Um daginn var t.d. verið að ræða um tækifæri í íslenskum landbúnaði sem felast í að selja beint frá býli og leggja áherslu á verslun í heimabyggð. Meira um það seinna. Í gær var hins vegar verið að ræða um skráargatið, í kjölfar umfjöllunar í neytendablaðinu. Merkið þekki ég vel, enda upprunnið í Svíþjóð, og ég kíki iðulega eftir því þegar ég versla matvöru.
Í umfjöllun neytendablaðsins kemur fram að búið sé að taka merkið upp í Noregi og Danmörku auk Svíþjóðar. Íslensk stjórnvöld hafi verið hvött til að vera með en af því hafi ekki orðið. Í máli talsmans neytendasamtakanna í Samfélaginu í gær kom fram að það væri aðallega vegna þess að íslenskir framleiðendur væru á móti því. Þetta þótti mér allrar athygli vert og finnst ástæða til að kanna betur. Hvers vegna vilja íslenskir framleiðendur ekki merkja vörurnar sínar með sérstöku hollustumerki? Er það vegna þess að íslensk matvæli eru upp til hópa óholl? Erum við ekki alltaf að grobba okkur af því hvað íslenskur matur sé góður og að matvæli frá öðrum löndum séu beinlínis hættuleg? Hvað er málið?
17. mar. 2010
Sigurðarmál
M.ö.o. veðurblogg!
Tryggir og minnugir lesendur þessa bloggs ættu að kannast við hina árlegu vorumfjöllun mína. Undanfarin ár hef ég, að mestu ómeðvitað þar til í fyrra, skráð samviskusamlega vorkomu hvar ég bý hverju sinni. Hún hefur yfirleitt verið um þetta leyti. Í miðjum mars. Hér í Gautaborg í hið minnsta.
Nú er miður mars og gott betur en ekki er hægt að segja að það bóli mikið á vorkomu. Snjóskaflar sjást utan við gluggann minn, himininn er vetrargrár og hitinn rétt ullast uppyfir núll eða lafir í fimmunni yfir hádaginn. Ekki er hægt að sjá að veðurkortin boði nokkuð gott í þessum efnum á næstunni.
Við, heimilisfólkið á Godhemsplatsen 2B, íbúð 40, erum fyrir löngu orðin þreytt á þessum vetri. Jafnvel ég sem þó slapp í vorloftið á Íslandi um stund. Langþráð er vorið.
Tryggir og minnugir lesendur þessa bloggs ættu að kannast við hina árlegu vorumfjöllun mína. Undanfarin ár hef ég, að mestu ómeðvitað þar til í fyrra, skráð samviskusamlega vorkomu hvar ég bý hverju sinni. Hún hefur yfirleitt verið um þetta leyti. Í miðjum mars. Hér í Gautaborg í hið minnsta.
Nú er miður mars og gott betur en ekki er hægt að segja að það bóli mikið á vorkomu. Snjóskaflar sjást utan við gluggann minn, himininn er vetrargrár og hitinn rétt ullast uppyfir núll eða lafir í fimmunni yfir hádaginn. Ekki er hægt að sjá að veðurkortin boði nokkuð gott í þessum efnum á næstunni.
Við, heimilisfólkið á Godhemsplatsen 2B, íbúð 40, erum fyrir löngu orðin þreytt á þessum vetri. Jafnvel ég sem þó slapp í vorloftið á Íslandi um stund. Langþráð er vorið.
16. mar. 2010
IE í Chrome
Ég nota Google Chrome. FireFox hætti að virka hjá mér af einhverjum óútskýranlegum ástæðum. Ég hatast við InternetExplorer. Hins vegar eru nokkrir aular sem sníða vefina sína enn eingöngu að IE. T.d. Rúv, sem ég fer oft inn á. Það er ekki hægt að spila útvarpið eða sjónvarpið með Chrome. Í kjölfarið hætti ég eiginlega að horfa eða hlusta á Rúv. Síðan fann ég þetta. Viðbót við Chrome sem gerir manni kleift að opna IE inni í flipa án þess að þurfa að yfirgefa Chrome. Það er meir að segja hægt að kenna skepnunni að opna Rúv í þannig flipa. Þá þarf ég bara að slá ruv.is inn í Chrome og babbarei: Ég get hlustað á rúv án nokkurra vandræða.
Þetta er gott. En vefstjórinn hjá Rúv ætti nú samt að gera vefinn Chrome-hæfan
Þetta er gott. En vefstjórinn hjá Rúv ætti nú samt að gera vefinn Chrome-hæfan
15. mar. 2010
Ég er búinn að hitta talsvert af Svíum hérna í Svíþjóð. Eðlilega. Líka búinn að hitta Hollending og Breta. Iðulega kemur þjóðaratkvæðagreiðslan um daginn upp í samræðum og einhverjar spurningar um Icesave. Allir sem ég tala við standa í þeirri trú að kosningin hafi snúist um það hvort Íslendingar ætluðu að borga eða ekki. Ég reyni svona að útskýra að líklega hafi einhverjir kosið með því hugarfari en í raun snerist málið alls ekki um það. Þessi staðreynd virðst stórlega hafa skolast til því ef maður les fréttir um málið hér í Svíþjóð kemur hið rétta alltaf fram. Fólk heyrir líklega bara það sem það vill heyra.
Annars sá ég Lísu í Undralandi á föstudaginn. Allan timann hugsaði ég: „Hemmi Gunn,það sem hægt er að gera nú til dags!“
Annars sá ég Lísu í Undralandi á föstudaginn. Allan timann hugsaði ég: „Hemmi Gunn,það sem hægt er að gera nú til dags!“
12. mar. 2010
Endurlífgun bloggsins (einu sinni enn)
Kæru lesendur (sem sagt Siggi og Berglind)
Enn einu sinni held ég á vit endurlífgunartilrauna bloggsins. Þeir sem fylgst hafa með þessum bloggi (já, beygist eins og lókur) vita að slík umsvif eru ekki endilega merki um tíðari færslur eða vitsmunalegri umræðu hér. Mestmegnis bara fikt og dund af minni hálfu við að skoða nýjar víddir netsins.
En sjáum til.
Annars tók ég upp á því í gærkvöldi að búa mér til sinnep. Það er bæði einfalt og flókið. Sérlega einföld uppskrift en sérlega flókið að ná hlutföllunum rétt. Enn flóknara verður dæmið þar sem sinnep er þess eðlis að það er eiginlega ekki hægt að smakka sig áfram. Eftir þriðja smakk er maður eiginlega búinn að missa allt bragðskyn. Fyrir nú utan að sinnep nær ekki rétta bragðinu fyrr en töluvert eftir blöndun, það þarf að fá að setjast aðeins og jafna sig.
En svona er uppskriftin mín nokkurnvegin:
Sinnepsduft (enskt)
Kalt vatn (sænskt)
Eplaedik (sænskt)
Viskí (japanskt, sjá fyrri færslu)
Salt (franskt)
Basillika (uppruni óþekktur)
Chili pipar (þýskur)
Hunang (danskt)
Hlutföllin eru meira eða minna einn hluti vökva á móti tveimur af dufti. Svo er bara að passa að hafa ekki of mikið af ediki og viskíi á kostnað vatns og að edikið og viskíið vegi ekki út hvort annað. Hunang svo bara eftir því hversu sætt sinnepið á að vera. Eiginlega ætti að vera smá hvítvín í þessu líka, en ég átti ekkert hvítvín í gærkvöldi útaf helvítis sýstembólaginu.
Enn einu sinni held ég á vit endurlífgunartilrauna bloggsins. Þeir sem fylgst hafa með þessum bloggi (já, beygist eins og lókur) vita að slík umsvif eru ekki endilega merki um tíðari færslur eða vitsmunalegri umræðu hér. Mestmegnis bara fikt og dund af minni hálfu við að skoða nýjar víddir netsins.
En sjáum til.
Annars tók ég upp á því í gærkvöldi að búa mér til sinnep. Það er bæði einfalt og flókið. Sérlega einföld uppskrift en sérlega flókið að ná hlutföllunum rétt. Enn flóknara verður dæmið þar sem sinnep er þess eðlis að það er eiginlega ekki hægt að smakka sig áfram. Eftir þriðja smakk er maður eiginlega búinn að missa allt bragðskyn. Fyrir nú utan að sinnep nær ekki rétta bragðinu fyrr en töluvert eftir blöndun, það þarf að fá að setjast aðeins og jafna sig.
En svona er uppskriftin mín nokkurnvegin:
Sinnepsduft (enskt)
Kalt vatn (sænskt)
Eplaedik (sænskt)
Viskí (japanskt, sjá fyrri færslu)
Salt (franskt)
Basillika (uppruni óþekktur)
Chili pipar (þýskur)
Hunang (danskt)
Hlutföllin eru meira eða minna einn hluti vökva á móti tveimur af dufti. Svo er bara að passa að hafa ekki of mikið af ediki og viskíi á kostnað vatns og að edikið og viskíið vegi ekki út hvort annað. Hunang svo bara eftir því hversu sætt sinnepið á að vera. Eiginlega ætti að vera smá hvítvín í þessu líka, en ég átti ekkert hvítvín í gærkvöldi útaf helvítis sýstembólaginu.
10. mar. 2010
Nördafærsla: Yamazaki
Eftir að hafa verið eiginlega fastur í Islay viskíi frá byrjun, með smá Speyside útúrdúrum af og til hafði ég mig loks í að kaupa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Fjárfesti í einni japanskri um daginn: Yamazaki. Það var kannski einkum verðflokkurinn sem leiddi mig út í þau ævintýri. Sum sé frekar í ódýrari kantinum. Settist niður til að smakka í gærkvöldi:
Nös: Einkennandi viðarkeimur og síðan hunang og sítrus sem slæðist inn eftir því sem nefið mýkist. Jafnvel örlítil vanilla og kanill þarna einhversstaðar.
Palata: Viðarstemmingin ennþá ráðandi. Sítrusinn fylgir á eftir eins og áður. Ekki laust við smá seltu í lokin. Töluvert bit í því, enda bara 10 ára gemlingur.
Eftirbragð: Kemur skemmtilega á óvart eftir frekar mikla hógværð í nös og palötu. Ekkert sérlega ríkt, en milt, olíukennt með hunangskeim. Kallar strax á meira.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)