Ja svei. Þegar ég byrjaði á þessari getraun rann það upp fyrir mér að Kristján var ekki frá Ísafirði beinlínis heldur einhverri nágrannabyggðinni, en mundi bara ekki hverri. Svo ég hélt mínu striki og vonaði bara að hvorki Kristján né Ísfirðingar rækju nefið hér inn rétt á meðan. Kristján er vitanlega frá Hnífsdal, sem þó tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ, svo ég er ekki ýkja langt frá, fyrir utan að Kristján var virkur í bæjar- og félagsmálum á Ísafirði á sínum sokkabandsárum.
En svo fór að sjálft Ísafjarðarskáldið arkaði hér inn og kom með rétt svar við vitlausri spurningu.
Fjórða vísbending átti að vera: Fyrir utan trommuspil er maðurinn velþekktur sem bóksali og störfuðum við um stund saman í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi þegar hann verkstýrði mér í íslenskubókadeildinni.
Það er Eiríkur Örn Norðdahl sem hlýtur verðlaunin sem eru ekki af óæðri endanum: Áður óútkomna ljóðabók mína, Ljóð og myndir. Hann má heimta bókin ef hann rekst á mig á vappinu einhvern daginn í desember.
Til hamingju
3 ummæli:
Ljóðabók já, það er ekkert annað. Það er nú annars heldur ólíklegt að ég verði á vappinu á Íslandi í desember. Ég verð að líkindum bara í Helsinki, eins og venjulega.
Æ klúður, ég verð þá líklega bara að leggja út fyrir bókinni sjálfur.
Annars gúglaði ég bara trommari Ísafjörður og fann á einhverju bloggi þessa staðhæfingu. Nennti ekki að fletta upp nafninu á kauða :p
Helsinki, Gautaborg, Reykjavík. Á vappinu hvar sem er...
Skrifa ummæli