Þetta Bjarnamál Harðarsonar er merkilegt. Hann segir af sér vegna tilraunar til að senda bréf nafnlaust þar sem varaformaður flokksins hans er gagnrýndur. Bréf sem hann skrifaði ekki sjálfur og hafði áður verið sent öllum þingmönnum flokksins. Tilraun sem mistókst þannig að bréfið var sent undir nafni. Bréfið er ekki trúnaðarmál, það er ekki opinbert plagg og ekki í nafni hans sem þingmanns. Þurfti hann að segja af sér? Nei. Var tilefni til þess? Vissulega.
Hins vegar:
Heilt fjármálakerfi lands hrynur vegna þess að eftirlitsaðilar stóðu ekki vaktina, né ráðamenn sem hafa eiga umsjón með fjármálakerfinu. Með þeim afleiðingum að heil þjóð situr rækilega í súpunni. Enginn hefur axlað ábyrgð með því að víkja sæti, nema ein stjórnarkona í Seðlabankanum, sem ber mun minni ábyrgð en fjölmargir aðrir. Þarf einhver að segja af sér? Já, t.d. stjórn Seðlabankans, viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra og forstjóri fjármálaeftirlitsins.
2 ummæli:
ó mig auma...engin föstudagsgetraun :(
Skrifa ummæli