10. apr. 2008

Velferðin

Ég skrapp til Amsterdam síðustu helgi. Það var fjör fyrir utan að ég náði mér í sýkingu í augað sem angraði mig talsvert. Svo mikið reyndar að ég sá þess kost vænstan að leita til læknis. Þar sem það var helgi var eina leiðin til þess að banka uppá á bráðamóttökunni. Þegar þangað var komið var mér tjáð af andstyggilegri konu að þetta væri um það bið 2-3 klukkustunda bið. Jæja, hugsaði maður, ekki er það nú gott í svona stuttri heimsókn að eyða öllum þessum tíma í bið á sjúkrahúsi. Hvað kostar annars biðin spurði ég. 300 evrur, svaraði konan andstyggilega. Ég hugsaði mig um í eina sekúndu og gekk svo í burtu. Fór í næsta apótek og keypti mér eitthvurt hómópatalyf til að lina verstu óþægindin áður en ég sneri aftur heim í velferðina.

Um leið og heim var komið snaraði ég mér á sjúkramóttöku niðri í bæ. Sótti mér fyrst svona númer fyrir röðina á netinu og svo þegar ég mætti á svæðið var röðin einmitt komin að mér. Á netinu borgaði ég líka fyrirfram 200 krónur sænskar (21 evru). Ég talaði við ósköp almennilegan hjúkrunarfræðing sem fannst alveg frábært að hitta íslending og sagði mér að þetta liti ekki illa út og að ég gæti hitt lækninn eftir halftíma. Það stemmdi og tíu mínútum síðar var ég kominn með lepp fyrir augað og áburð á sárið. Alsæll með sænska heilbrigðiskerfið.

Þess má geta að tekjuskattur í Hollandi nær allt að 52%. Í Svíþjóð er hann um 32%.

3 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

Jeijj! Amsterdam!

Pétur Maack sagði...

þessi örsaga á erindi við fleiri - skrifaðu grein í moggann minn kæri - eða jafnvel fréttablaðið sem fleiri lesa.
Spurningin fyrir okkur á klakanum er hvort að við viljum halda okkur við sænsku leiðina eða halda áfram að stefna á að gera þetta eins og hollendingarnir innan fárra ára....

kv. úr norðrinu þar sem brettafærið er!!

Króinn sagði...

Þú hefur verið glæsilegur þarna í Ams: haltrandi, með bólgið auga og pimpa-skeggið þitt. Hljómar eins og vondi kallinn í barnaleikriti. Var þér yfirhöfuð hleypt inn í Svíþjóð aftur?