25. apr. 2008

Sumar - Hitler - Ufsi

Hér verður ekki bloggað um vörubílstjóra.

Ég eldaði ufsa í fyrsta sinn í gær. Ég er hreinleg ekki viss um hvort ég hafi yfir höfuð lagt mér ufsa til munns áður. Er ufsi seldur á Íslandi?

Á frídeginum í gær lá ég fyrir í Slottsskogen og las í þeirri merkilegu bók Anmerkungen zu Hitler. Reyndar er ég að lesa hana á ensku þar sem hún heitir The Meaning of Hitler. Bókin sú er ein sú mest upplýsandi (enlightening) sem ég hef lesið í langan tíma.

Þegar ég var orðinn stirður af legunni gekk ég niður í Linnéstan þar sem á vegi mínu varð fiskivagninn, sem er einn af fáum stöðum hér í bæ þar sem hægt er að kaupa ferskan fisk. Ég benti á það sem hafði ódýrasta kílóverðið, Sej á 98 kall kílóið. (kílóið af ýsu kostar 178 kall!!). Á leiðinni heim var ég svo að velta fyrir mér hvaða fiskur Sej er. Ekki var það þorskur (torsk) ekki var það ýsa (kolja). Lúða var það ekki því hana þekki ég í sjón og ekki skötuselur heldur og ekki rauðspretta (rödspetta).

Ufsi var það heillin - þrælgóður með green curry og klyftpotatis.

Engin ummæli: