28. apr. 2008

Sigmundur - Bourne - Quiche

Svo virðist sem ég og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðumst vera algjörir skoðanabræður hvað varðar byggingaskipulag í Reykjavík. Sigmundur er hámenntaður í fyrirbærinu skilst mér og það er ekki ónýtt að vera með slíkan mann í liði með sér.

Ég hef lengi velt mér fyrir afhverju arkitektar eru svo ragir við að teikna hús eins og gert var fyrir um 100-200 árum. Mér finnst þar um að ræða mun meiri list en felst í þessum kubbahúsum og glerhöllum sem hafa verið teiknuð síðustu hundrað árin tæp.

Vonum að Sigmundur nái eyrum fólks sem sér um þessi mál.

Mikið er ég annars hrifinn af hasarhetjunni Jason Bourne. Sá loksins Bourne Ultimatum í gær. Það má segja að þessar þrjár myndir um Bourne sem hafa verið gerðar á síðustu árum myndi inngang að ævintýrum um kappann. Mér skilst að í undirbúningi sé fjórða myndin um Bourne í leikstjórn sama leikstjóra og leikstýrði tveimur síðustu myndunum og að Matt Damon muni halda áfram að leika kappann. Það líst mér á! Skv. bókunum um hann er Jason Bourne (öllu heldur David Webb) prófessor í málvísindum. Ég hef oft talað um það hvað mér finnst vanta hasar og drama um málfræðinga. Ef kvikmyndin verður trú sögunni verður þetta hin mesta skemmtun.

Í gær eldaði ég quiche í fyrsta sinn. Það er einfaldara en að elda pizzu.

Engin ummæli: