1. apr. 2008

Færsla

Bróðir minn á afmæli í dag. Hann fær hér kveðjur í tilefni dagsins.


Eins og lesendur síðunnar vita hef ég nokkurn áhuga á samgöngu- og skipulagsmálum. Ég hef því fylgst spenntur með allri umræðu um þau mál sem nú hefur verið uppi um bæði samgöngur og skipulagsmál í Reykjavík. Mig hefur oft langað til að gráta yfir vitleysunni, hringlandahættinum, skipulagsleysinu og óskipulaginu í þessum málaflokkum. Það er eins og borgaryfirvöld hafi engan sans fyrir því hvað borg sé. Vissulega er Reykjavík lítil borg en borg er hún vissulega hefur alla burði til að standa jafnfætis mörgum borgum af sambærilegri stærð erlendis. Það þarf bara metnað til þess.

En ég hef sumsé fylgst með af athygli þeirri umræðu sem nú er í gangi. Ég gleðst þegar ég les um hugmyndir af léttlestum sem hafa komið upp á yfirborðið á ný, vilja verslunarmanna til að gera Skólavörðustíginn að einstefnugötu með reiðhjólastígum og breiðari gangstéttum, vilja til að halda gamalli götumynd gatna og hverfa.

Ég vil sjá sporvagna aka upp og niður Laugaveginn en loka í staðinn fyrir bílaumferð. Ég við sjá reiðhjólastíga við allar helstu umferðagötur bæjarins og ég vil sjá falleg Reykvísk bárujárnshús út um allan bæ. Hornið á Aðalstræti, Suðurgötu og Túngötu er t.d. eitt bestheppnaðasta götuhorn sem hefur verið byggt frá því um aldamótin 1900.

Eða eitthvað

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heyr heyr!
Miðbær rvk er því miður að breytast í skítapleis þar sem fokdýr kaffihús (einn kaffibolli og kökusneið kr. 1000)eru rekin í hrörlegum og útkrotuðum kofaskriflum. Á meðan heldur borgarstjórn áfram að bulla um mislæg gatnamót og sundabraut eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hleyp öskrandi á haf út ef ég heyri minnst á þessa helvítis sundabraut einu sinni enn....

Mig langar ekki að eiga heima hérna lengur.
Gulla