Alþýðuflokkurinn átti þetta nú að vera þarna í fyrri færslu.
En hér fór hitinn upp í 20 gráður í gær og við skelltum okkur til Trollhättan á sýningu á lokaverkefnum nemenda í námskeiðinu sem Jóhanna hefur verið á þar. Art och Media eða eitthvað álíka heitir það. Pikknikk á árbakkanum og norsk lest heim.
Helvíti eru norsku lestarnar flottar.
30. apr. 2008
29. apr. 2008
guðni
Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar. Ég hef þó ákveðna samúð með Samfylkingunni. Mér finnst t.d. ummæli Guðna Ágústsonar um að ríkisstjórnin eigi að segja af sér spaugileg þar sem að hann sat nú í þeirri ríkisstjórn sem líklega ber mesta ábyrgð á hvernig komið er í íslenskum efnahagsmálum.
Það er nefnilega nokkuð óheppilegt fyrir Samfylkinguna að akkúrat þegar hún sest í ríkisstjórn hafi einmitt verið komið að lokum þessa blómlega efnahagsskeiðs sem ríkt hefur síðustu árin, eða allt frá því að Alþýðubandalagið, forveri Samfylkingarinnar, var í ríkisstjórn.
Það er auðvelt að setja samasemmerki þarna á milli, en að sjálfsögðu eru málin flóknari en svo. Það eru nefnilega undarlegar ákvarðanir ráðherra Framsóknarflokksins sem núverandi ráðherrar Samfylkingarinnar sitja uppi með og þeir taka einfaldlega við slæmu búi.
Það er nefnilega nokkuð óheppilegt fyrir Samfylkinguna að akkúrat þegar hún sest í ríkisstjórn hafi einmitt verið komið að lokum þessa blómlega efnahagsskeiðs sem ríkt hefur síðustu árin, eða allt frá því að Alþýðubandalagið, forveri Samfylkingarinnar, var í ríkisstjórn.
Það er auðvelt að setja samasemmerki þarna á milli, en að sjálfsögðu eru málin flóknari en svo. Það eru nefnilega undarlegar ákvarðanir ráðherra Framsóknarflokksins sem núverandi ráðherrar Samfylkingarinnar sitja uppi með og þeir taka einfaldlega við slæmu búi.
28. apr. 2008
Sigmundur - Bourne - Quiche
Svo virðist sem ég og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðumst vera algjörir skoðanabræður hvað varðar byggingaskipulag í Reykjavík. Sigmundur er hámenntaður í fyrirbærinu skilst mér og það er ekki ónýtt að vera með slíkan mann í liði með sér.
Ég hef lengi velt mér fyrir afhverju arkitektar eru svo ragir við að teikna hús eins og gert var fyrir um 100-200 árum. Mér finnst þar um að ræða mun meiri list en felst í þessum kubbahúsum og glerhöllum sem hafa verið teiknuð síðustu hundrað árin tæp.
Vonum að Sigmundur nái eyrum fólks sem sér um þessi mál.
Mikið er ég annars hrifinn af hasarhetjunni Jason Bourne. Sá loksins Bourne Ultimatum í gær. Það má segja að þessar þrjár myndir um Bourne sem hafa verið gerðar á síðustu árum myndi inngang að ævintýrum um kappann. Mér skilst að í undirbúningi sé fjórða myndin um Bourne í leikstjórn sama leikstjóra og leikstýrði tveimur síðustu myndunum og að Matt Damon muni halda áfram að leika kappann. Það líst mér á! Skv. bókunum um hann er Jason Bourne (öllu heldur David Webb) prófessor í málvísindum. Ég hef oft talað um það hvað mér finnst vanta hasar og drama um málfræðinga. Ef kvikmyndin verður trú sögunni verður þetta hin mesta skemmtun.
Í gær eldaði ég quiche í fyrsta sinn. Það er einfaldara en að elda pizzu.
Ég hef lengi velt mér fyrir afhverju arkitektar eru svo ragir við að teikna hús eins og gert var fyrir um 100-200 árum. Mér finnst þar um að ræða mun meiri list en felst í þessum kubbahúsum og glerhöllum sem hafa verið teiknuð síðustu hundrað árin tæp.
Vonum að Sigmundur nái eyrum fólks sem sér um þessi mál.
Mikið er ég annars hrifinn af hasarhetjunni Jason Bourne. Sá loksins Bourne Ultimatum í gær. Það má segja að þessar þrjár myndir um Bourne sem hafa verið gerðar á síðustu árum myndi inngang að ævintýrum um kappann. Mér skilst að í undirbúningi sé fjórða myndin um Bourne í leikstjórn sama leikstjóra og leikstýrði tveimur síðustu myndunum og að Matt Damon muni halda áfram að leika kappann. Það líst mér á! Skv. bókunum um hann er Jason Bourne (öllu heldur David Webb) prófessor í málvísindum. Ég hef oft talað um það hvað mér finnst vanta hasar og drama um málfræðinga. Ef kvikmyndin verður trú sögunni verður þetta hin mesta skemmtun.
Í gær eldaði ég quiche í fyrsta sinn. Það er einfaldara en að elda pizzu.
25. apr. 2008
Sumar - Hitler - Ufsi
Hér verður ekki bloggað um vörubílstjóra.
Ég eldaði ufsa í fyrsta sinn í gær. Ég er hreinleg ekki viss um hvort ég hafi yfir höfuð lagt mér ufsa til munns áður. Er ufsi seldur á Íslandi?
Á frídeginum í gær lá ég fyrir í Slottsskogen og las í þeirri merkilegu bók Anmerkungen zu Hitler. Reyndar er ég að lesa hana á ensku þar sem hún heitir The Meaning of Hitler. Bókin sú er ein sú mest upplýsandi (enlightening) sem ég hef lesið í langan tíma.
Þegar ég var orðinn stirður af legunni gekk ég niður í Linnéstan þar sem á vegi mínu varð fiskivagninn, sem er einn af fáum stöðum hér í bæ þar sem hægt er að kaupa ferskan fisk. Ég benti á það sem hafði ódýrasta kílóverðið, Sej á 98 kall kílóið. (kílóið af ýsu kostar 178 kall!!). Á leiðinni heim var ég svo að velta fyrir mér hvaða fiskur Sej er. Ekki var það þorskur (torsk) ekki var það ýsa (kolja). Lúða var það ekki því hana þekki ég í sjón og ekki skötuselur heldur og ekki rauðspretta (rödspetta).
Ufsi var það heillin - þrælgóður með green curry og klyftpotatis.
Ég eldaði ufsa í fyrsta sinn í gær. Ég er hreinleg ekki viss um hvort ég hafi yfir höfuð lagt mér ufsa til munns áður. Er ufsi seldur á Íslandi?
Á frídeginum í gær lá ég fyrir í Slottsskogen og las í þeirri merkilegu bók Anmerkungen zu Hitler. Reyndar er ég að lesa hana á ensku þar sem hún heitir The Meaning of Hitler. Bókin sú er ein sú mest upplýsandi (enlightening) sem ég hef lesið í langan tíma.
Þegar ég var orðinn stirður af legunni gekk ég niður í Linnéstan þar sem á vegi mínu varð fiskivagninn, sem er einn af fáum stöðum hér í bæ þar sem hægt er að kaupa ferskan fisk. Ég benti á það sem hafði ódýrasta kílóverðið, Sej á 98 kall kílóið. (kílóið af ýsu kostar 178 kall!!). Á leiðinni heim var ég svo að velta fyrir mér hvaða fiskur Sej er. Ekki var það þorskur (torsk) ekki var það ýsa (kolja). Lúða var það ekki því hana þekki ég í sjón og ekki skötuselur heldur og ekki rauðspretta (rödspetta).
Ufsi var það heillin - þrælgóður með green curry og klyftpotatis.
22. apr. 2008
Salmonelluógnin
Ég má til. Ég hlustaði á Ögmund Jónasson vara við hinni skelfilegu salmonelluógn sem steðjar að okkur íbúum í Evrópusambandinu. Ég verð nú ekki mikið var við hana hér í Svíþjóð að vísu. En ég fór að athuga tölur um þetta og komst að þessu.
Árið 2006 voru skráð 110 salmonellutilfelli á íslandi. Það eru 35,2 tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
Árið 2005 voru skráð 38,2 salmonellutilfelli á hverja 100.000 íbúa í löndum Evrópusambandsins.
Árið 2006 voru skráð 110 salmonellutilfelli á íslandi. Það eru 35,2 tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
Árið 2005 voru skráð 38,2 salmonellutilfelli á hverja 100.000 íbúa í löndum Evrópusambandsins.
Þessa umræðu um hvort að opnun á markaðnum hér heima geti drepið íslenskan landbúnað finnst mér vanta einn punkt:
Er ekki eina leiðin fyrir íslenska bændur að vera í raun samkeppnishæfir við starfsystkin sín úti í heimi að opna á alla möguleika okkar að flytja „bestu og hollustu landbúnaðarafurðir í heimi“ út til annarra landa. Út í heim, eða heimshluta, þar sem eftirspurn eftir lífrænum vörum eykst dag frá degi. Mér skilst að nær allar vörur sem íslenskir bændur framleiða ætti afar auðvelt með að fá lífræna vottun.
Þennan iðnað mætti stórefla t.d. á kostnað stjóriðju sem svo margir telja lausn allra vandamála.
Er ekki eina leiðin fyrir íslenska bændur að vera í raun samkeppnishæfir við starfsystkin sín úti í heimi að opna á alla möguleika okkar að flytja „bestu og hollustu landbúnaðarafurðir í heimi“ út til annarra landa. Út í heim, eða heimshluta, þar sem eftirspurn eftir lífrænum vörum eykst dag frá degi. Mér skilst að nær allar vörur sem íslenskir bændur framleiða ætti afar auðvelt með að fá lífræna vottun.
Þennan iðnað mætti stórefla t.d. á kostnað stjóriðju sem svo margir telja lausn allra vandamála.
Ég á ekki orð
Hvurslags!? Ég er að horfa hér á Kastljós og þar er viðtal við Davíð Stefánsson sem samkvæmt geitunum í Kastljósinu á að hafa fundið upp textagerð og prófarkalestur! Er ekki allt í lagi? Fín hugmynd hjá Davíð og allt það. Ég fékk sömu hugmynd fyrir tíu árum og hef haft þetta að starfi síðan. Hellingur af fólki sem starfar við þetta og hefur gert í áratugi, árhundruð.
Ojæja - kannski ágætt að vekja athygli á því að við séum til, textagerðarfólkið.
Ojæja - kannski ágætt að vekja athygli á því að við séum til, textagerðarfólkið.
21. apr. 2008
Af mér
Jú, þarna kom það. Búin að ríkja bongóblíða hér frá því á föstudag. Lág í Slottsskogen í gær og las og baðaði mig í sólskininu. Það var nammi.
Annars var helgin nokkuð töff og skemmtileg. Hið hefðbundna After Work sessjón á föstudaginn og tilheyrandi dansiball fram undir nótt. Á laugardaginn spilaði ég fyrir 200 matargesti á ráðstefnu RFSU. Og svo afslöppun í gær eins og fyrr segir. Æðislegt flott, svo maður kvóti í Bubba.
Nú eru þetta orðin tæp 70% prósent sem vilja inn í ESB. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir hagfræðingar í háskólasamfélaginu hafa að undanförnu eiginlega kallað eftir því að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að þau ætli að setja það á dagskrá hjá sér að hefja undirbúning að aðildarumsókn.
Ég held að það væri það minnsta sem hægt væri að gera. Yfirlýsing um að maður ætli að setja eitthvað á dagskrá er alls ekki það saman og að gera eitthvað. En ef það gæti orðið til þess að auka stöðugleika þá er um að gera að gefa bara út þá yfirlýsingu.
Annars var helgin nokkuð töff og skemmtileg. Hið hefðbundna After Work sessjón á föstudaginn og tilheyrandi dansiball fram undir nótt. Á laugardaginn spilaði ég fyrir 200 matargesti á ráðstefnu RFSU. Og svo afslöppun í gær eins og fyrr segir. Æðislegt flott, svo maður kvóti í Bubba.
Nú eru þetta orðin tæp 70% prósent sem vilja inn í ESB. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir hagfræðingar í háskólasamfélaginu hafa að undanförnu eiginlega kallað eftir því að íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að þau ætli að setja það á dagskrá hjá sér að hefja undirbúning að aðildarumsókn.
Ég held að það væri það minnsta sem hægt væri að gera. Yfirlýsing um að maður ætli að setja eitthvað á dagskrá er alls ekki það saman og að gera eitthvað. En ef það gæti orðið til þess að auka stöðugleika þá er um að gera að gefa bara út þá yfirlýsingu.
17. apr. 2008
16. apr. 2008
Heimþrá?
Í gær og í dag hefur legið yfir mér einhvers konar heimþrá. Hún er hins vegar undarleg að því leyti að ég hef skyndilega löngun til að gera eitthvað sem ég hef hingað til hefur ekki skipað neinn sérstakann sess í daglegu lífi mínu í Reykjavík. Til dæmis:
Borða borgara á Grillhúsinu Tryggvagötu
Kíkja í sunnudagsbíó í Regnbogann
Billabjór á Hverfisgötunni
Skella mér í Listasafn Íslands
Labba í gegnum Ráðhús Reykjavíkur
Kolaportið
Undarlegt
Annars fjárfesti ég í flugfari til Íslands 18. maí. Verð þar til 8. júní. Seisei já
Borða borgara á Grillhúsinu Tryggvagötu
Kíkja í sunnudagsbíó í Regnbogann
Billabjór á Hverfisgötunni
Skella mér í Listasafn Íslands
Labba í gegnum Ráðhús Reykjavíkur
Kolaportið
Undarlegt
Annars fjárfesti ég í flugfari til Íslands 18. maí. Verð þar til 8. júní. Seisei já
14. apr. 2008
13. apr. 2008
12. apr. 2008
Hlýnun jarðar, loftslagsmál, umhverfisvernd
Mér hefur þótt merkilegt að lesa og hlusta á Egil Helgason undanfarið. Hann virðist í hópi fólks sem trúir því ekki að hlýnun jarðar sé af völdum óæskilegrar hegðunar mannkyns. Oft er þessi hópur nefndur efasemdamenn því þeir virðast á annarri skoðun en það sem margir vilja meina að sé viðtekið viðhorf. Sum sé að hlýnun jarðar sé vissulega af völdum mannkyns.
Ég veit svo sem ekki af hversu miklu leyti þessi hlýnun (sem þó er staðreynd) er af völdum manna. Mér skilst að á jörðinni hafi ríkt til skiptis hlýinda- og kuldaskeið til. Vel má vera að við séum nú að ganga í gegnum eitt slíkt hlýindaskeið. Einnig hefur mér verið kennt að útblástur gróðurhúslofttegunda hafi áhrif til hlýnunar (og þaðan er nafnið dregið). Losun slíkra lofttegunda er nú líklega af miklu leyti af völdum manna þó vissulega geti þær losnað af náttúrulegum orsökum.
En mér er eiginlega sama hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér. Sá sem segir að menn valdi ekki hlýnun jarðar og svo hinn sem segir að menn valdi hlýnun jarðar. Þetta er, eins og svo ótal oft áður, deila um keisarans skegg.
Efasemdamennirnir svokölluðu vilja meina að það sé ekkert til í því að mannkynið hafi verið að hita upp lofthjúpinn í kringum okkur. Það sé í besta falli bull og ef svo er þá sé hvort eð er ekkert sem við getum gert til að hindra það eða snúa ferlinu við. Alls ekki sé í sjónmáli að einhverjir aðrir orkugjafar en þeir sem hinir trúuðu teljið að leiði til hlýnunar loftslags verði leystir af hólmi. Og svo frameftir götunum. Eiginlega virðast þeir einkum vera á móti skoðunum hins hópsins.
Þessi hópur, hópur þeirra sem telja að hlýnun jarðar sé ekki af völdum manna, svo að við notum enga einkunn sem gæti falið í sér neikvæðni í hans garð, hefur einfaldlega vondan málstað að verja. Ég held að allir geti verið sammála um að hinar svokölluðu gróðurhúslofttegundir séu að einhverju leyti skaðlegar. Fáum dytti t.d. í hug að leggjast fyrir aftan púst á bensínknúinni bifreið og anda að sér útblæstrinum, tja nema þeir væru í sjálfsmorðshugleiðingum. Það má með berum augum sjá áhrif útblásturs ýmiss konar á umhverfið. Visnaður gróður að sumri, svartur snjór að vetri, gruggugt vatn, hóstandi og veikt fólk og skepnur. Menn hljóta að geta sameinast í þeirri trú, hvort sem gróðurhústegundir valdi hlýnun loftslags, að þær séu ekki beinlínis það besta sem við, mannkynið, getum skilið eftir okkur.
Okkur ber, sama hvort lofthiti fari hækkandi eða lækkandi, að leita allra leiða til að finna orkugjafa sem spilla ekki umhverfinu og breyta hegðun okkar þannig að við sleppum mengandi útblæstri á sem minnstan hátt.
Það er í góðu lagi að efast um það sem alls ekki er sannað að það séum við sem völdum hlýnandi loftslagi á meðan maður viðurkennir þó að þeir sem boða þá skoðun hafi a.m.k. rétt fyrir sér að við verðum engu að síður að fara að breyta um orkugjafa og hegða okkur á annan hátt. Annar leyfi ég mér að kalla fólk í hópi svo kallaðra efasemdamanna fávita.
Ég veit svo sem ekki af hversu miklu leyti þessi hlýnun (sem þó er staðreynd) er af völdum manna. Mér skilst að á jörðinni hafi ríkt til skiptis hlýinda- og kuldaskeið til. Vel má vera að við séum nú að ganga í gegnum eitt slíkt hlýindaskeið. Einnig hefur mér verið kennt að útblástur gróðurhúslofttegunda hafi áhrif til hlýnunar (og þaðan er nafnið dregið). Losun slíkra lofttegunda er nú líklega af miklu leyti af völdum manna þó vissulega geti þær losnað af náttúrulegum orsökum.
En mér er eiginlega sama hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér. Sá sem segir að menn valdi ekki hlýnun jarðar og svo hinn sem segir að menn valdi hlýnun jarðar. Þetta er, eins og svo ótal oft áður, deila um keisarans skegg.
Efasemdamennirnir svokölluðu vilja meina að það sé ekkert til í því að mannkynið hafi verið að hita upp lofthjúpinn í kringum okkur. Það sé í besta falli bull og ef svo er þá sé hvort eð er ekkert sem við getum gert til að hindra það eða snúa ferlinu við. Alls ekki sé í sjónmáli að einhverjir aðrir orkugjafar en þeir sem hinir trúuðu teljið að leiði til hlýnunar loftslags verði leystir af hólmi. Og svo frameftir götunum. Eiginlega virðast þeir einkum vera á móti skoðunum hins hópsins.
Þessi hópur, hópur þeirra sem telja að hlýnun jarðar sé ekki af völdum manna, svo að við notum enga einkunn sem gæti falið í sér neikvæðni í hans garð, hefur einfaldlega vondan málstað að verja. Ég held að allir geti verið sammála um að hinar svokölluðu gróðurhúslofttegundir séu að einhverju leyti skaðlegar. Fáum dytti t.d. í hug að leggjast fyrir aftan púst á bensínknúinni bifreið og anda að sér útblæstrinum, tja nema þeir væru í sjálfsmorðshugleiðingum. Það má með berum augum sjá áhrif útblásturs ýmiss konar á umhverfið. Visnaður gróður að sumri, svartur snjór að vetri, gruggugt vatn, hóstandi og veikt fólk og skepnur. Menn hljóta að geta sameinast í þeirri trú, hvort sem gróðurhústegundir valdi hlýnun loftslags, að þær séu ekki beinlínis það besta sem við, mannkynið, getum skilið eftir okkur.
Okkur ber, sama hvort lofthiti fari hækkandi eða lækkandi, að leita allra leiða til að finna orkugjafa sem spilla ekki umhverfinu og breyta hegðun okkar þannig að við sleppum mengandi útblæstri á sem minnstan hátt.
Það er í góðu lagi að efast um það sem alls ekki er sannað að það séum við sem völdum hlýnandi loftslagi á meðan maður viðurkennir þó að þeir sem boða þá skoðun hafi a.m.k. rétt fyrir sér að við verðum engu að síður að fara að breyta um orkugjafa og hegða okkur á annan hátt. Annar leyfi ég mér að kalla fólk í hópi svo kallaðra efasemdamanna fávita.
10. apr. 2008
Velferðin
Ég skrapp til Amsterdam síðustu helgi. Það var fjör fyrir utan að ég náði mér í sýkingu í augað sem angraði mig talsvert. Svo mikið reyndar að ég sá þess kost vænstan að leita til læknis. Þar sem það var helgi var eina leiðin til þess að banka uppá á bráðamóttökunni. Þegar þangað var komið var mér tjáð af andstyggilegri konu að þetta væri um það bið 2-3 klukkustunda bið. Jæja, hugsaði maður, ekki er það nú gott í svona stuttri heimsókn að eyða öllum þessum tíma í bið á sjúkrahúsi. Hvað kostar annars biðin spurði ég. 300 evrur, svaraði konan andstyggilega. Ég hugsaði mig um í eina sekúndu og gekk svo í burtu. Fór í næsta apótek og keypti mér eitthvurt hómópatalyf til að lina verstu óþægindin áður en ég sneri aftur heim í velferðina.
Um leið og heim var komið snaraði ég mér á sjúkramóttöku niðri í bæ. Sótti mér fyrst svona númer fyrir röðina á netinu og svo þegar ég mætti á svæðið var röðin einmitt komin að mér. Á netinu borgaði ég líka fyrirfram 200 krónur sænskar (21 evru). Ég talaði við ósköp almennilegan hjúkrunarfræðing sem fannst alveg frábært að hitta íslending og sagði mér að þetta liti ekki illa út og að ég gæti hitt lækninn eftir halftíma. Það stemmdi og tíu mínútum síðar var ég kominn með lepp fyrir augað og áburð á sárið. Alsæll með sænska heilbrigðiskerfið.
Þess má geta að tekjuskattur í Hollandi nær allt að 52%. Í Svíþjóð er hann um 32%.
Um leið og heim var komið snaraði ég mér á sjúkramóttöku niðri í bæ. Sótti mér fyrst svona númer fyrir röðina á netinu og svo þegar ég mætti á svæðið var röðin einmitt komin að mér. Á netinu borgaði ég líka fyrirfram 200 krónur sænskar (21 evru). Ég talaði við ósköp almennilegan hjúkrunarfræðing sem fannst alveg frábært að hitta íslending og sagði mér að þetta liti ekki illa út og að ég gæti hitt lækninn eftir halftíma. Það stemmdi og tíu mínútum síðar var ég kominn með lepp fyrir augað og áburð á sárið. Alsæll með sænska heilbrigðiskerfið.
Þess má geta að tekjuskattur í Hollandi nær allt að 52%. Í Svíþjóð er hann um 32%.
4. apr. 2008
Mótmæli
Ég er almennt á því að fólk eigi nýta rétt sinn til að mótmæla þegar ástæða er til þess á annað borð. Mótmæli mótmælanna vegna eru þó asnaleg og engum til góðs.
Ég hef líka alveg samúð með málstað vörubílstjóranna. Hátt olíuverð og miklar álögur koma hart niður á afkomu þeirra. Auðvitað eiga þeir að mótmæla. Ég er hins vegar ekkert endilega á því að það eigi að lækka álögur á olíu og bensín. Þetta eru ein mest mengandi efni sem mannkynið notar í daglegri neyslu sinni. Okkur ber að takmarka notkun þeirra og ein leiðin til þess eru miklar álögur.
Jeppaklúbburinn 4x4 hefur vafalaust sama rétt á að mótmæla, rétt eins og allir þegnar landsins. En það er einfaldlega ekki hægt að hafa samúð þeirra málstað.
Ég hef líka alveg samúð með málstað vörubílstjóranna. Hátt olíuverð og miklar álögur koma hart niður á afkomu þeirra. Auðvitað eiga þeir að mótmæla. Ég er hins vegar ekkert endilega á því að það eigi að lækka álögur á olíu og bensín. Þetta eru ein mest mengandi efni sem mannkynið notar í daglegri neyslu sinni. Okkur ber að takmarka notkun þeirra og ein leiðin til þess eru miklar álögur.
Jeppaklúbburinn 4x4 hefur vafalaust sama rétt á að mótmæla, rétt eins og allir þegnar landsins. En það er einfaldlega ekki hægt að hafa samúð þeirra málstað.
1. apr. 2008
Færsla
Bróðir minn á afmæli í dag. Hann fær hér kveðjur í tilefni dagsins.
Eins og lesendur síðunnar vita hef ég nokkurn áhuga á samgöngu- og skipulagsmálum. Ég hef því fylgst spenntur með allri umræðu um þau mál sem nú hefur verið uppi um bæði samgöngur og skipulagsmál í Reykjavík. Mig hefur oft langað til að gráta yfir vitleysunni, hringlandahættinum, skipulagsleysinu og óskipulaginu í þessum málaflokkum. Það er eins og borgaryfirvöld hafi engan sans fyrir því hvað borg sé. Vissulega er Reykjavík lítil borg en borg er hún vissulega hefur alla burði til að standa jafnfætis mörgum borgum af sambærilegri stærð erlendis. Það þarf bara metnað til þess.
En ég hef sumsé fylgst með af athygli þeirri umræðu sem nú er í gangi. Ég gleðst þegar ég les um hugmyndir af léttlestum sem hafa komið upp á yfirborðið á ný, vilja verslunarmanna til að gera Skólavörðustíginn að einstefnugötu með reiðhjólastígum og breiðari gangstéttum, vilja til að halda gamalli götumynd gatna og hverfa.
Ég vil sjá sporvagna aka upp og niður Laugaveginn en loka í staðinn fyrir bílaumferð. Ég við sjá reiðhjólastíga við allar helstu umferðagötur bæjarins og ég vil sjá falleg Reykvísk bárujárnshús út um allan bæ. Hornið á Aðalstræti, Suðurgötu og Túngötu er t.d. eitt bestheppnaðasta götuhorn sem hefur verið byggt frá því um aldamótin 1900.
Eða eitthvað
Eins og lesendur síðunnar vita hef ég nokkurn áhuga á samgöngu- og skipulagsmálum. Ég hef því fylgst spenntur með allri umræðu um þau mál sem nú hefur verið uppi um bæði samgöngur og skipulagsmál í Reykjavík. Mig hefur oft langað til að gráta yfir vitleysunni, hringlandahættinum, skipulagsleysinu og óskipulaginu í þessum málaflokkum. Það er eins og borgaryfirvöld hafi engan sans fyrir því hvað borg sé. Vissulega er Reykjavík lítil borg en borg er hún vissulega hefur alla burði til að standa jafnfætis mörgum borgum af sambærilegri stærð erlendis. Það þarf bara metnað til þess.
En ég hef sumsé fylgst með af athygli þeirri umræðu sem nú er í gangi. Ég gleðst þegar ég les um hugmyndir af léttlestum sem hafa komið upp á yfirborðið á ný, vilja verslunarmanna til að gera Skólavörðustíginn að einstefnugötu með reiðhjólastígum og breiðari gangstéttum, vilja til að halda gamalli götumynd gatna og hverfa.
Ég vil sjá sporvagna aka upp og niður Laugaveginn en loka í staðinn fyrir bílaumferð. Ég við sjá reiðhjólastíga við allar helstu umferðagötur bæjarins og ég vil sjá falleg Reykvísk bárujárnshús út um allan bæ. Hornið á Aðalstræti, Suðurgötu og Túngötu er t.d. eitt bestheppnaðasta götuhorn sem hefur verið byggt frá því um aldamótin 1900.
Eða eitthvað
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)