jæja, einhvern stuðning hefi ég. ég vil þó vekja athygli á að ef ég næði kjöri myndi ég ekki sækjast eftir borgarstjórastóli heldur beita mér fyrir að borgarstjóri yrði ráðinn, t.d. úr atvinnulífinu. Enda tel ég að slíkt hafi gefist vel. Maður þarf bara að vona að viðkomandi hafi ekki verið aðili að ólöglegu samráði eða öðrum þrjótaskap.
Annars hefi ég svona verið að hlusta á Rás tvö undanfarna vinnudaga. Það er alveg skelfilegt tilbreytingarleysi í tónlistarvali þar. Ég hélt að þar væri ekki spilað eftir svokölluðum pleilistum. Ég er kominn svoleiðis með gubbuna af þessu kínverska reiðhjólalagi. Sama lagið með Jozé Gonzales er í sífelldri spilun þó að öll lögin á plötunni hans séu jafngóð. ?Nýja? dúkkulísulagið er líka orðið ofsa þreytt. Og Hjálmar mega alveg hvílast einn dag áður en ég verð leiður á þeim líka. Allt eru þetta ágæt lög en það er óþarfi að endurtaka þau oft á dag!
2 ummæli:
Einhvern tíma ætla ég að stofna samtökin HEVLH (Hjálmar eru víst leiðinleg hljómsveit!) og verða þau samtök undirfélag í Alheims reggíhatarasamtökunum.
Hjört Einarsson annars í borgarstjórann!
Á Íslandi er næstum ómögulegt að vera ekki aðili að ólöglegu samráði eða öðrum þrjótaskap og endurtekningin temur, já vinur minn hún temur lýðinn.
Skrifa ummæli