11. nóv. 2005

Á forsíðu Moggans í dag er mynd af Kára Stefánssyni undir fyrirsögninni:

MÖGULEGA ÁBYRGUR FYRIR HELMINGI HJARTAÁFALLA

Í næsta tíma ætla ég að nefna samræmi mynda og fyrirsagna. Kannski nota ég þetta sem dæmi.

Meria um svona efst á mbl.is akkúrat núna er þessi frétt:

Mjaldur dreginn að landi
Inúítinn Karlin Itchoak dregur inn netið eftir að hafa fanga mjaldur við Nomehöfða nálægt Nome í Alaska. Inúítar í Alaska fá að veiða nokkra mjaldra í Beringshafi á vorin og haustin þegar hvalirnir fara milli norður- og vesturstranda Alaska. Þessar veiðar eru mikilvægar fyrir byggðirnar í vesturhluta Alaska því bæði eru hvalirnir mikilvæg fæða og veiðarnar eru hluti af menningu og hefðum Inúíta á svæðinu. Talið er að um 18 þúsund mjaldrar séu í stofninum, sem veitt er úr við Alaska.


Veit svo sem ekki hvort svona telst frétt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sá í fyrradag frétt á mbl.is með mynd úr þingsal alþingis. fyrirsögnin var eitthvað á þessa leið: þarf að fækka vistmönnum á sólvangi í 55-60.
hrh