Ég er víst skráður í Samfylkinguna. Það gerðist þegar ég skrifaði í það sem ég taldi vera gestabók á stofnfundi Ungra jafnaðarmanna. Það reyndist hinsvegar vera stofnskrá. Hef þó verið á leiðinni að skrá mig úr flokknum undanfarin misseri. En nú er ég að spá að gera það ekki en gefa þess í stað kost á mér í fyrsta sæti listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Áður en ég lýsi því hreinlega yfir er vert að kanna baklandið. Á maður ekki séns?
4 ummæli:
Þú átt mikinn séns, m.a.s. út fyrir borgarmörkin og landssteinana.
þú færð mitt atkvæði
ég styð það að hafa frjálsan borgarstjóra
þú myndir að minnsta kosti alltaf fá fleiri atkvæði en núverandi borgarstjóri, því óvinsælli pólitíkus held ég að sé vandfundinn. so I say go for it.
Skrifa ummæli