Franska byltingin markaði víst upphaf blaðamennsku á vesturlöndum. Óeirðirnar í París eru fréttaefni dagsins í dag. Svona er heimurinn endalaus röð orsakatengsla. Við erum bara hlutur sem speglast um stund á annars gegnsærri rúðunni sem við köllum tilveru.
Nokkurnveginn svona var nám mitt í Media Studies.
5 ummæli:
Þessi færsla þín var farin að hljóma eins og Bubbatexti þarna undir lokin.
nújá... ég var svona að stefna á Stein Steinarr meira...
en ef ekki þann bezta, þá þann næst bezta!
Já, en vertu stoltur. Thetta sem kom spontant frá thér vaeri afrakstur margra daga yfirlegu frá Bubba ad medtöldum prófarkalestri frá Silju.
Orsaka smorsaka, hver eru orsakatengslin á milli frönsku byltingarinnar og kynþáttavanda dagsins í dag?
Var nýlendustefnan kannski afleiðing byltingarinnar? :-o
kv.
P
Pétur! Ég var nú að fjalla um að þar sem einusinni geisuðu óeirðir sem sköpuðu blaðamennsku lesum við nú um óeirðir í blöðum. Umræðupunktur minn var því fjölmiðlun en ekki nýlendustefnan.
Annars var nýlendustefnan þaulrædd hjá mér í fyrra í fjölmiðlafræðinni
Það má örugglega finna tengsl á milli frönsku byltingarinnar og nýlendustefnu.
Skrifa ummæli