Mikið óskaplega er þetta aumt. Ég er að hlusta á umræður um vantrauststillöguna.
Þar kemur svo berlega í ljós hvað hver einn og einasti þingflokkanna er gjörsamlega ónýtur. Hversu þingheimur allur er rotinn að innan. Ekkert nýtt, engin umræða, engin tækifæri notuð til eins eða neins.
Sjálfstæðisflokkurinn sakar stjórnarandstöðuna fyrir lýðskrum og segir tillöguna aðför að lýðræðinu.
Samfylkingin skammar framsóknarflokkinn fyrir að vera ónýtur og hafa verið í ríkisstjórn á undan þeim.
Framsóknarflokkurinn sakar samfylkinguna um lýðskrum og að vera ekki gjörsamlega sammála sjálfstæðisflokknum.
Vinstri græn skamma samfylkinguna fyrir að vilja fara í evrópusambandið, vera í stjórn með sjálfstæðisflokknum og hafa viljað aðkomu alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Frjálslyndir tala um fiskveiðistjórnunarkerfið
Úff
24. nóv. 2008
21. nóv. 2008
Orð dagsins
sammála
Verkefni helgarinnar:
Björgvin:
Stokka upp í fjármálaeftirlitinu
Segja af sér
Árni:
Segja af sér
Geir:
Stokka upp í seðlabankanum
Sólrún:
Segja upp ríkisstjórnarsamstarfi og boða þjóðstjórn fram að kosningum á vordögum.
Verkefni helgarinnar:
Björgvin:
Stokka upp í fjármálaeftirlitinu
Segja af sér
Árni:
Segja af sér
Geir:
Stokka upp í seðlabankanum
Sólrún:
Segja upp ríkisstjórnarsamstarfi og boða þjóðstjórn fram að kosningum á vordögum.
sögur úr smáborg
Ég droppaði við dántán um daginn og kíkti í banka. Var í leit að íslenskum krónum.
Kerfið gekk eitthvað hægt og gjaldkerinn sagði stressaður:
Afsakaðu biðina, gamla fólkið fékk útborgað í dag.
Ekkert mál, sagði ég, mér liggur ekkert á. Ég á allt lífið framundan.
Gjaldkerinn laumaðist til að brosa.
Annars gekk leitin að íslenskum krónum. Enginn viðskiptabankanna fjögurra verslar með íslenskar krónur.
Kerfið gekk eitthvað hægt og gjaldkerinn sagði stressaður:
Afsakaðu biðina, gamla fólkið fékk útborgað í dag.
Ekkert mál, sagði ég, mér liggur ekkert á. Ég á allt lífið framundan.
Gjaldkerinn laumaðist til að brosa.
Annars gekk leitin að íslenskum krónum. Enginn viðskiptabankanna fjögurra verslar með íslenskar krónur.
12. nóv. 2008
Fokkt opp
Þetta Bjarnamál Harðarsonar er merkilegt. Hann segir af sér vegna tilraunar til að senda bréf nafnlaust þar sem varaformaður flokksins hans er gagnrýndur. Bréf sem hann skrifaði ekki sjálfur og hafði áður verið sent öllum þingmönnum flokksins. Tilraun sem mistókst þannig að bréfið var sent undir nafni. Bréfið er ekki trúnaðarmál, það er ekki opinbert plagg og ekki í nafni hans sem þingmanns. Þurfti hann að segja af sér? Nei. Var tilefni til þess? Vissulega.
Hins vegar:
Heilt fjármálakerfi lands hrynur vegna þess að eftirlitsaðilar stóðu ekki vaktina, né ráðamenn sem hafa eiga umsjón með fjármálakerfinu. Með þeim afleiðingum að heil þjóð situr rækilega í súpunni. Enginn hefur axlað ábyrgð með því að víkja sæti, nema ein stjórnarkona í Seðlabankanum, sem ber mun minni ábyrgð en fjölmargir aðrir. Þarf einhver að segja af sér? Já, t.d. stjórn Seðlabankans, viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra og forstjóri fjármálaeftirlitsins.
Hins vegar:
Heilt fjármálakerfi lands hrynur vegna þess að eftirlitsaðilar stóðu ekki vaktina, né ráðamenn sem hafa eiga umsjón með fjármálakerfinu. Með þeim afleiðingum að heil þjóð situr rækilega í súpunni. Enginn hefur axlað ábyrgð með því að víkja sæti, nema ein stjórnarkona í Seðlabankanum, sem ber mun minni ábyrgð en fjölmargir aðrir. Þarf einhver að segja af sér? Já, t.d. stjórn Seðlabankans, viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra og forstjóri fjármálaeftirlitsins.
11. nóv. 2008
Kveðist á
Sumarið 2003 bjó ég með frænda mínum, Guðlaugi Jóni, á Ásvallagötunni. Alls ekki svo fjarri uppeldisstöðvum okkar beggja. Var samvistin yndisleg og ástin okkar á milli óx með hverjum deginum. Það var því sárt þegar við fluttum í sundur, ég til Amsterdam og Gulli aftur í öruggt Sörlaskjól foreldra sinna. En við héldum sambandi þó á meðan vist minni erlendis stóð og flugu á milli landanna kvæði. Hér eru þau fáu sem ég man:
Orti Gulli JónTil vitnis um það hversu vist okkar saman var góð
ég vil að þú þyggir af mér örlitla borgun
Ég átti' ekki konfekt en orti í stað þetta ljóð
það óx eins og rós uppúr koddanum mínum í morgun
Orti Hjörtur
Ég ákvað að senda þér örlítið kvæði
engillinn minn í fjarlægri borg
því hryggðin er stór og sem hjarta mitt bræði
er harmurinn meiri en veraldar sorg
En senn birtir til og brátt munu slá mér
bjartsýnisdagar hamingju tón
því heldurðu ekki ég hafi þig hjá mér
í huganum mínum, Guðlaugur Jón?
Reit Guðlaugur
Frygðin er Guðlaugi fánýt sem lín
því frændi hans hvarf yfir sæinn
hamingjuóskir frá honum til þín
Hjörtur, á afmælisdaginn
Reit Hjörtur
Guðlaugur, ást mín á þér er sönn eins og sólin.
Ég sakna þín sem geislum hennar nemur.
Sú hugmynd að þú komir hingað til mín um jólin
mun hætta að virðast svo fjarlæg þegar þú kemur.
Orti Gulli JónTil vitnis um það hversu vist okkar saman var góð
ég vil að þú þyggir af mér örlitla borgun
Ég átti' ekki konfekt en orti í stað þetta ljóð
það óx eins og rós uppúr koddanum mínum í morgun
Orti Hjörtur
Ég ákvað að senda þér örlítið kvæði
engillinn minn í fjarlægri borg
því hryggðin er stór og sem hjarta mitt bræði
er harmurinn meiri en veraldar sorg
En senn birtir til og brátt munu slá mér
bjartsýnisdagar hamingju tón
því heldurðu ekki ég hafi þig hjá mér
í huganum mínum, Guðlaugur Jón?
Reit Guðlaugur
Frygðin er Guðlaugi fánýt sem lín
því frændi hans hvarf yfir sæinn
hamingjuóskir frá honum til þín
Hjörtur, á afmælisdaginn
Reit Hjörtur
Guðlaugur, ást mín á þér er sönn eins og sólin.
Ég sakna þín sem geislum hennar nemur.
Sú hugmynd að þú komir hingað til mín um jólin
mun hætta að virðast svo fjarlæg þegar þú kemur.
Hnífsdal fyrirgefiði
Ja svei. Þegar ég byrjaði á þessari getraun rann það upp fyrir mér að Kristján var ekki frá Ísafirði beinlínis heldur einhverri nágrannabyggðinni, en mundi bara ekki hverri. Svo ég hélt mínu striki og vonaði bara að hvorki Kristján né Ísfirðingar rækju nefið hér inn rétt á meðan. Kristján er vitanlega frá Hnífsdal, sem þó tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ, svo ég er ekki ýkja langt frá, fyrir utan að Kristján var virkur í bæjar- og félagsmálum á Ísafirði á sínum sokkabandsárum.
En svo fór að sjálft Ísafjarðarskáldið arkaði hér inn og kom með rétt svar við vitlausri spurningu.
Fjórða vísbending átti að vera: Fyrir utan trommuspil er maðurinn velþekktur sem bóksali og störfuðum við um stund saman í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi þegar hann verkstýrði mér í íslenskubókadeildinni.
Það er Eiríkur Örn Norðdahl sem hlýtur verðlaunin sem eru ekki af óæðri endanum: Áður óútkomna ljóðabók mína, Ljóð og myndir. Hann má heimta bókin ef hann rekst á mig á vappinu einhvern daginn í desember.
Til hamingju
En svo fór að sjálft Ísafjarðarskáldið arkaði hér inn og kom með rétt svar við vitlausri spurningu.
Fjórða vísbending átti að vera: Fyrir utan trommuspil er maðurinn velþekktur sem bóksali og störfuðum við um stund saman í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi þegar hann verkstýrði mér í íslenskubókadeildinni.
Það er Eiríkur Örn Norðdahl sem hlýtur verðlaunin sem eru ekki af óæðri endanum: Áður óútkomna ljóðabók mína, Ljóð og myndir. Hann má heimta bókin ef hann rekst á mig á vappinu einhvern daginn í desember.
Til hamingju
Finnur gat
Finnur gat raunina. Það vantar samt nafn.
Sem aukagetraun má spyrja: Hvert var lagið vinsæla sem trommuleikarinn söng?
Sem aukagetraun má spyrja: Hvert var lagið vinsæla sem trommuleikarinn söng?
10. nóv. 2008
Föstudagsgetraun 4/5
Engin rétt svör hafa borist. Næst síðasta vísbending:
1. Spurt er um Íslending, nánar tiltekið frá Ísafirði
2. Hann hefur töluvert fengist við tónlist, þó það hafi ekki verið hans aðalstarfi.
3. Hann hefur spilað með mörgum hljómsveitum. Tvær þeirra eru þó þekktari og vinsælli en flestar hinna. Með annarri þeirra söng hann lag sem náði gríðarlegum vinsældum á sínum tíma. Söngur er þó ekki hans aðalhlutverk í hljómsveitunum.
4. Hann er trommuleikari
1. Spurt er um Íslending, nánar tiltekið frá Ísafirði
2. Hann hefur töluvert fengist við tónlist, þó það hafi ekki verið hans aðalstarfi.
3. Hann hefur spilað með mörgum hljómsveitum. Tvær þeirra eru þó þekktari og vinsælli en flestar hinna. Með annarri þeirra söng hann lag sem náði gríðarlegum vinsældum á sínum tíma. Söngur er þó ekki hans aðalhlutverk í hljómsveitunum.
4. Hann er trommuleikari
9. nóv. 2008
Fjármálaeftirlitið
Mér hefur frá 6. október sl. þótt merkilegt hversu lítil áhersla hefur verið lögð á að skipt verði um stjórnendur í fjármálaeftirlitinu. Allir vilja Davíð burt úr seðlabankanum og Geir af forsætisráðherrastóli.
En hvað með þann aðila sem greinlega brást hlutverki sínu fullkomlega, fjármálaeftirlitið? Og hvað með stöðu viðskiptaráðherra? Hversu mikið vissi viðskiptaráðherra? Viðskiptaráðherra segist ekki hafa vitað um stöðu bankanna fyrr enn í lok ágúst. Forstjóri fjármálaeftirlitsins segist ekki hafa upplýst viðskiptaráðherra um stöðu Icesave. Hann segir að viðskiptaráðherra hefði þó átt að vera það ljóst. Það þykja mér einstaklega undarlegar ásakanir. Hvaða hlutverki á þá fjármálaeftirlit að gegna ef ekki að vera sá aðili sem upplýsir viðskiptaráðherra um slík málefni? Er það ekki einmitt það sem er hlutverk fjármálaeftirlitsins?
Það er deginum ljósara að fjármálaeftirlitið brást og auðvitað eiga stjórnendur þess að segja af sér. En neeeiii: Jónas Fr. Jónsson segist hafa starfað af heilindum og muni ekki segja af sér. Skiptir bara ekki jackshit kallinn minn. Heilindi eða ekki. Þú brást og þú átt að fara.
Og viðskiptaráðherra líka, sem yfirmaður bankamála og fjármálaeftirlitsins. Auðvitað. Ekki spurning.
Komum þessari kröfu líka á framfæri. Ekki bara afsögn seðlabankasjóra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra.
Bananalýðveldi
En hvað með þann aðila sem greinlega brást hlutverki sínu fullkomlega, fjármálaeftirlitið? Og hvað með stöðu viðskiptaráðherra? Hversu mikið vissi viðskiptaráðherra? Viðskiptaráðherra segist ekki hafa vitað um stöðu bankanna fyrr enn í lok ágúst. Forstjóri fjármálaeftirlitsins segist ekki hafa upplýst viðskiptaráðherra um stöðu Icesave. Hann segir að viðskiptaráðherra hefði þó átt að vera það ljóst. Það þykja mér einstaklega undarlegar ásakanir. Hvaða hlutverki á þá fjármálaeftirlit að gegna ef ekki að vera sá aðili sem upplýsir viðskiptaráðherra um slík málefni? Er það ekki einmitt það sem er hlutverk fjármálaeftirlitsins?
Það er deginum ljósara að fjármálaeftirlitið brást og auðvitað eiga stjórnendur þess að segja af sér. En neeeiii: Jónas Fr. Jónsson segist hafa starfað af heilindum og muni ekki segja af sér. Skiptir bara ekki jackshit kallinn minn. Heilindi eða ekki. Þú brást og þú átt að fara.
Og viðskiptaráðherra líka, sem yfirmaður bankamála og fjármálaeftirlitsins. Auðvitað. Ekki spurning.
Komum þessari kröfu líka á framfæri. Ekki bara afsögn seðlabankasjóra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra.
Bananalýðveldi
Að grýta
Það fer í taugarnar á mér þegar fólk tala um að grýta tómötum, eggjum, snjóboltum og öðrum hlutum. Sögnin að grýta merkir að kasta gjóti. Þannig var Alþingishúsið ekki grýtt í gær, né var eggjum grýtt í það. Grjót ku ekki hafa komið við sögu.
Hins vegar var kastað í það eggjum.
Hins vegar var kastað í það eggjum.
Föstudagsgetraun 3/5
Margar góðar tillögur en engin rétt.
1. Spurt er um Íslending, nánar tiltekið frá Ísafirði
2. Hann hefur töluvert fengist við tónlist, þó það hafi ekki verið hans aðalstarfi.
3. Hann hefur spilað með mörgum hljómsveitum. Tvær þeirra eru þó þekktari og vinsælli en flestar hinna. Með annarri þeirra söng hann lag sem náði gríðarlegum vinsældum á sínum tíma. Söngur er þó ekki hans aðalhlutverk í hljómsveitunum.
1. Spurt er um Íslending, nánar tiltekið frá Ísafirði
2. Hann hefur töluvert fengist við tónlist, þó það hafi ekki verið hans aðalstarfi.
3. Hann hefur spilað með mörgum hljómsveitum. Tvær þeirra eru þó þekktari og vinsælli en flestar hinna. Með annarri þeirra söng hann lag sem náði gríðarlegum vinsældum á sínum tíma. Söngur er þó ekki hans aðalhlutverk í hljómsveitunum.
7. nóv. 2008
Föstudagsgetraun 2/5
Ómar Örn svarar Mugison. Það er ekki Ísfirðingurinn sem spurt er um. Önnur vísbending hefði geta skorið úr um það.
1. Spurt er um Íslending, nánar tiltekið frá Ísafirði
2. Hann hefur töluvert fengist við tónlist, þó það hafi ekki verið hans aðalstarfi.
1. Spurt er um Íslending, nánar tiltekið frá Ísafirði
2. Hann hefur töluvert fengist við tónlist, þó það hafi ekki verið hans aðalstarfi.
Föstudagsgetraunin
Tekinn er upp á ný liðurinn Föstudagsgetraunin
1. Spurt er um Íslending, frá Ísafirði nánar tiltekið.
1. Spurt er um Íslending, frá Ísafirði nánar tiltekið.
Fíkniefnaakstur
Vísir, 03. okt. 2008 07:13
Grunaður um fíkniefnaakstur
Rakst á þetta um daginn. Samkvæmt mínum málskilningi ætti þarna að vera um akstur á fíknefnum að ræða. Þ.e. viðkomandi var grunaður um að keyra um bæinn með fíkniefni. Svo var þó ekki tilfellið. Hann var sum sé grunaður um að keyra um undir áhrifum fíkniefna. Þetta er eins og að nota orðið áfengisakstur en ekki ölvunarakstur.
En hvað er rétt að nota í staðinn: "Akstur undir áhrifum fíkniefna" er langt og óþjált. "Vímuakstur" á svo sem alveg eins við um ölvunarakstur.
Þetta sá ég svo í dag:
Vísir, 07. nóv. 2008 07:17
Réttindalaus og efnaður á 124 km hraða
Snilld!
Samkvæmt þessu gæti maður talað um efnunarakstur. Kannski dálítið langsótt.
Á sænsku er ölvunarakstur kallaður "rattfylleri" sem þýða má sem "stýrisfyllerí".
Á svipuðum nótum:
Vísir, 26. sep. 2008 08:31
Unglingadrykkja tvöfaldast á milli grunn- og framhaldsskóla
Hins vegar sér maður aldrei fyrirsagnir á borð við: "Barnaát aukið vandamál á vesturlöndum"
Grunaður um fíkniefnaakstur
Rakst á þetta um daginn. Samkvæmt mínum málskilningi ætti þarna að vera um akstur á fíknefnum að ræða. Þ.e. viðkomandi var grunaður um að keyra um bæinn með fíkniefni. Svo var þó ekki tilfellið. Hann var sum sé grunaður um að keyra um undir áhrifum fíkniefna. Þetta er eins og að nota orðið áfengisakstur en ekki ölvunarakstur.
En hvað er rétt að nota í staðinn: "Akstur undir áhrifum fíkniefna" er langt og óþjált. "Vímuakstur" á svo sem alveg eins við um ölvunarakstur.
Þetta sá ég svo í dag:
Vísir, 07. nóv. 2008 07:17
Réttindalaus og efnaður á 124 km hraða
Snilld!
Samkvæmt þessu gæti maður talað um efnunarakstur. Kannski dálítið langsótt.
Á sænsku er ölvunarakstur kallaður "rattfylleri" sem þýða má sem "stýrisfyllerí".
Á svipuðum nótum:
Vísir, 26. sep. 2008 08:31
Unglingadrykkja tvöfaldast á milli grunn- og framhaldsskóla
Hins vegar sér maður aldrei fyrirsagnir á borð við: "Barnaát aukið vandamál á vesturlöndum"
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)