30. nóv. 2005

Ég sé hálfpartinn eftir að hafa keypt Tópas í staðinn fyrir ópal.
Mikið er þetta skammdegi farið að fara í lundina á mér.
Lundina á mér? Er það hægt?
Jæja. Maður fór nú bara þarna til London. Ófáar pinturnar sem runnu niður kverkarnar og ofaní maga og runnu mér svo til höfuðs. Rottan í Harrods markaði kannski hápunktinn. Nei, Tóta og Pési voru megintilgangur ferðalagsins. Og bumban hennar Tótu. Jiiii.

22. nóv. 2005

Ha!? Mér heyrsti (er að hlusta á Kastljós með öðru eyranu) að verið sé að gefa nákvæmar leiðbeiningar um hvernig megi nauðga með hjálp svefnlyfja! Gesturinn hjá þeim er svona að benda á hvaða önnur lyf má nota í "sama tilgangi" og að það taki svo og svo langan tíma fyrir þau að virka og að best sé að blanda við áfengi og svo framvegis.

sjiiiit
Er ekki löngu tímabært að saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra segi báðir af sér vegna endalauss klúðurs, ekki bara í Baugsmálinu heldur heilum hellingi af öðrum málum?

21. nóv. 2005

Helgin var nokkuð viðburðasnauð fyrir utan blóðbaðið á 22 á föstudag og beztu tónleika í heimi á Grand Rokki á laugardag.

Deep Jimi and the Zep Creams er án vafa bezta hljómsveit Íslandssögunnar. Og líklega best geymda leyndarmálið. Það er undarlegt að fólk sem ég kalla vini mína og fjölskyldu kannast ekki við Deep Jimi. Hvar voruð þið árið 1992? Hvergi nálægt mér að minnsta kosti.

18. nóv. 2005

Ég veit svo sem ekkert um vinnubrögð Einars Kárasonar við skrif Jónsbókar. En kemur gangrýni Hannesar Hólmsteins á þeim ekki úr hörðustu átt?
Ég var að fletta Málinu áðan í strætó. Þar var flennistjór auglýsing með Krumma Halldórssyni frá Mogganum. Við fyrsta lestur sýndist mér það standa: ÍHALDIÐ SKIPTIR ÖLLU.

Það hefði þó verið frábær auglýsing. Skora á Moggann að láta vaða.

Annar mæli ég með Máli gærdagsins. Síða átján þar er alveg þolanleg.

16. nóv. 2005

Það er alveg merkilegt hvernig Sjálfstæðismönnum, með hjálp PR-fyrirtækja, hefur tekist að gera harðsvíruðustu bisnissmenn landsins að aumkunarverðum fórnarlömbum.
Þurfti virkilega erlenda úttekt til að menn áttuðu sig á hversu bágborin fjárhagsstaða Háskólans er? Stúdentar hafa til dæmis bent á það í fjöldamörg á að opinberar fjárvetingar til ríkisháskólanna á Íslandi eru með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Þetta er kannski til marks um það að fólk er löngu hætt að hlusta á stúdenta!

15. nóv. 2005

Merkilegt líka hvað Víking maltöl er miklu verra á bragðið en Egils.
Og guð minn almálttugur hvað mig langar mikið í diskinn með Deep Jimi and the Zep Creams.

Og guð hvað mig langar mikið í gamla diskinn, Fúnkí dínósárinn sem ég týndi fyrir um 10 árum.

Mikið andskoti langar mig líka á útgáfutónleikana þeirra nk. laugardag.

Held ég skelli mér.
Merkilegt nokk var ég að þvælast eitthvað upp í hálsa og gat því sótt mér diskinn minn í Krókháls. Svo öskruðum við Kurt saman á leiðinni til baka í vinnuna. Mikið er gott að öskra með Kurt.
Skv. þessari frétt er til í Reykjavík Preststígur. Hvar er hann? Bíddu við. Stígur bendi til miðbæjarins/Þingholta. En það getur vart verið. Þetta er kannski í þessu s.k. Þúsaldarhverfi þar sem öllu götuheiti hafa trúarvísanir. En eru það ekki bara geislar og baugar? Er til Biblíubraut?
Já - nú á ég von á góðu. Engum sporum í verðlaun frá höfundi sjálfum. Rambaði þarna á rétt svar. Það held ég að leitarvélin Google hljóti að auðvelda rannsóknarlögreglumönnum nútímast störfin. Gaman væri að sjá þátt um það. Hint - einhver í heimildamyndagerð.

Kannski maður eigi að gera það að næsta djobbi. Hver vill starta með mér heimildamyndagerðinni Naskur ehf. ?

Kjallarinn á Snorrabrautinni er upplagður sem kosningamiðstöð. Þetta er allt að gerast.

14. nóv. 2005

Hvað hét hún? Gullbrá? Hvort það var hún eða einhver annar en hingað kom einhver og kláraði súpuna okkar Jóhönnu. Við skruppum í bíó á meðan hún kólnaði hér á hellunni. Potturinn var tómur þegar við komum heim.

Gullbrá? Eða var það Gulli? Hann myndi gera svona. Klára matinn manns. Það væri þá ekki í fyrsta sinn ....

annars var það Hostel sem ég einhvern daginn mun birta eftir mig bíórýni um þá mynd. Þá mun ég vara viðkvæmar sálir að fara á myndina og ráðleggja hinum að sjá hana á fastandi maga. Guð minn, guð minn, enn sá viðbjóður. En ágæt filma fyrir utan það.
Páfarnir í Popplandi eru þrír að röfla saman. Þetta er svona hugguleg kaffistofustemmari. Nú fer ég og fæ mér kaffisopa. ha.
Ég fór þyrstur í vinnuna og varð fyrir vikið fyrstur í vinnuna. Á mánudegi. Mér er best að lifa enda batnandi. Ég hef þegar fengið mikla hvatningu til að gefa kost á mér í fyrsta sætið. Helstu stefnumál: Banna einkabílinn og gefa frítt í strætó og hita upp strætóskýli. Miklubraut undir stokk, flugvöllinn burt, efling miðbæjarins og setja á úthverfaskatt. Hjólreiðavæða borgina og afhenda veggjakrotara.

Slagorðið: Veljum frelsi ekki frjálshyggju!

11. nóv. 2005

Í stað Peres kemur Peretz. Þeir eru ekkert að flækja þetta þarna í Ísrael.
Á forsíðu Moggans í dag er mynd af Kára Stefánssyni undir fyrirsögninni:

MÖGULEGA ÁBYRGUR FYRIR HELMINGI HJARTAÁFALLA

Í næsta tíma ætla ég að nefna samræmi mynda og fyrirsagna. Kannski nota ég þetta sem dæmi.

Meria um svona efst á mbl.is akkúrat núna er þessi frétt:

Mjaldur dreginn að landi
Inúítinn Karlin Itchoak dregur inn netið eftir að hafa fanga mjaldur við Nomehöfða nálægt Nome í Alaska. Inúítar í Alaska fá að veiða nokkra mjaldra í Beringshafi á vorin og haustin þegar hvalirnir fara milli norður- og vesturstranda Alaska. Þessar veiðar eru mikilvægar fyrir byggðirnar í vesturhluta Alaska því bæði eru hvalirnir mikilvæg fæða og veiðarnar eru hluti af menningu og hefðum Inúíta á svæðinu. Talið er að um 18 þúsund mjaldrar séu í stofninum, sem veitt er úr við Alaska.


Veit svo sem ekki hvort svona telst frétt.
Í tilefni af kokkteilakeppni á morgun:

You Are a Margarita

You aren't just the life of the party, you are the party!
You mix a good drink, bust out some great music, and know how to get down.


Achso

9. nóv. 2005

Vann Nirvanadiskinn fyrir rest. Nú er bara að koma sér þarna uppeftir.

8. nóv. 2005

Djöfull átti ég miklu meira skilið að vinna Nirvanadiskinn en þessi Jón Steinar þarna. Ég held líka að ég hafi verið fyrstur inn á skiptiborðið. Ojæja, ég hefði hvort eð er ekkert komist þarna upp í krókháls að sækja diskinn. Súr eru berin sagði refurinn.
Globentrotten

Búinn að bóka: Berlín um áramót: Með stoppi í Köben:

VEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEI!
Ég gafst upp á endurteknu efni á rás 2 og stillti yfir á x-ið.
æh......
Franska byltingin markaði víst upphaf blaðamennsku á vesturlöndum. Óeirðirnar í París eru fréttaefni dagsins í dag. Svona er heimurinn endalaus röð orsakatengsla. Við erum bara hlutur sem speglast um stund á annars gegnsærri rúðunni sem við köllum tilveru.

Nokkurnveginn svona var nám mitt í Media Studies.

4. nóv. 2005

Drengurinn sem afgreiddi mig í Krónunni hefur ábyggilega ekki verið eldri en fjórtán ára. Ég veit ekki, kannski teljast afgreiðslustörf til starfa af "léttara tagi". En afhverjur er drengurinn ekki í skóla, spyr ég.
mig langar hingað

http://www3.akureyri.is/daglegt-lif/utivist/hlidarfjall/hlidarfjall-i-dag/
Þetta trúbadúrkeppnislag sem vann eftir hann Svavar Knút er bara alveg frekar vont. Hins vegar hljómar Sálin núna og djöfull er ég skotinn í þessar nýju plötu. Ég verð alltaf jafn hissa hvað ég er í raun mikið Sálarfan. Merkilegt alveg.

Annars er ég í hlýjum faðmi þynnkunnar bara hér í vinnunni.

Já!

2. nóv. 2005

Rás 2 : Í þriðja sinn í dag: Crosses með Jozé Gonzales
jæja, einhvern stuðning hefi ég. ég vil þó vekja athygli á að ef ég næði kjöri myndi ég ekki sækjast eftir borgarstjórastóli heldur beita mér fyrir að borgarstjóri yrði ráðinn, t.d. úr atvinnulífinu. Enda tel ég að slíkt hafi gefist vel. Maður þarf bara að vona að viðkomandi hafi ekki verið aðili að ólöglegu samráði eða öðrum þrjótaskap.

Annars hefi ég svona verið að hlusta á Rás tvö undanfarna vinnudaga. Það er alveg skelfilegt tilbreytingarleysi í tónlistarvali þar. Ég hélt að þar væri ekki spilað eftir svokölluðum pleilistum. Ég er kominn svoleiðis með gubbuna af þessu kínverska reiðhjólalagi. Sama lagið með Jozé Gonzales er í sífelldri spilun þó að öll lögin á plötunni hans séu jafngóð. ?Nýja? dúkkulísulagið er líka orðið ofsa þreytt. Og Hjálmar mega alveg hvílast einn dag áður en ég verð leiður á þeim líka. Allt eru þetta ágæt lög en það er óþarfi að endurtaka þau oft á dag!
það er brotið nú í lífi mínu blað

maður internetsins, fpm, hefur horfið af því. hann svarar ekki msn eða tölvupóstum og blogger vart meir. hann er kannski svona eins og guð. heldur sig baka til og stjórnar og skapar en þáttakendur fá ekki að sjá hann. enda er guð allt of upptekinn við að vara á vappi með mannkyninu.

en hvað er þetta, maður farinn að líkja vini sínum við guð. minna má það nú vera.
Ég er víst skráður í Samfylkinguna. Það gerðist þegar ég skrifaði í það sem ég taldi vera gestabók á stofnfundi Ungra jafnaðarmanna. Það reyndist hinsvegar vera stofnskrá. Hef þó verið á leiðinni að skrá mig úr flokknum undanfarin misseri. En nú er ég að spá að gera það ekki en gefa þess í stað kost á mér í fyrsta sæti listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Áður en ég lýsi því hreinlega yfir er vert að kanna baklandið. Á maður ekki séns?