27. sep. 2011

Þriðjudagur: Næs

Össur Skarphéðinsson var svalur á fundi allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann fjallaði um þróunaraðstoð og umhverfismál og framlag Íslendinga til þeirra málefna og hann lýsti því yfir að Íslensk stjórnvöld styddu stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Það var djörf (en að mínu mati sjálfsögð) yfirlýsing og gengur lengra en flestir kollegar hans í nágrannaríkjum okkar þora að gera. Með þessu stillir Össur okkur Íslendingum á þann stall sem ég vil sjá okkur vera á í augum ríkja heims, sem friðelskandi og umhverfisvæn þjóð sem beitir sér fyrir mannréttinum og gegn misrétti, óháð skoðunum ráðandi ríkja. Ég vona Össur og komandi ráðherrar muni halda okkur á þessum stalli að þessi tónn muni óma frá Íslendingum um komandi framtíð.

---

Annars var búslóðin okkar sótt í morgun svo nú er eiginlega allt klárt fyrir flutning frá Svíþjóð. Nokkur tilhlökkun að flytja, svona þannig séð. Þó í aðra röndina langi mann ekkert að yfirgefa Svíþjóð. En það er ekki á allt kosið.

Engin ummæli: