7. sep. 2011

Haustverkin

Það er farið að hausta og á þessum tíma hefst nýr kafli eins og vanalega. Þá fer maður að setja sér markmið og heit af ýmsu tagi. T.d. er ekki óalgengt að bloggarar ákveðið að fara að blogga meira og breyta útlitinu á bloggnum sínum og henda inn nokkrum færslum með litlu millibili, kannski í eina til tvær vikur. Þetta hef ég gert á hverju ári og verður ekki brugðið út af vananum nú. Svo hér koma hinar árlegu breytingar á ritstjórnarstefnunni. Á ritstjórnarskrifstofunni hefur verið ákveðið að auka við efnistök á þessum bloggi og verður nú í vetur helgað eftirfarandi, ekki í neinni tiltekinni stigsröð:

Bjórbruggun
Í afmæligjöf frá Jóhönnu fékk ég m.a. bók um bjórbruggun. Ég hef verið að blaða í bókinni og hún virðist stórgóð, skýr og skemmtilegt og blæs í mann áhuga og innspírasjón. Mun ég skrá niður bruggkladdann hér.

Málfræði
Eins og ávallt verður fjallað um mál, málnotkun og málfræði. Jafnvel þýðingar og staðfæringar.

Umhverfismál
Röflað verður um umhverfismál og sjálfbærni eins og kostur er.

Nói
Uppvöxtur drengsins mun jafnvel fá sitt pláss.

Önnur mál Eftir því sem ástæða er til. En reynt verður að halda sér við meginefnistökin hér að ofan.


Svo þið lesendur þessa bloggs hafið til margs að hlakka og er ég viss um að umræðan í ummælakerfinu verði líflegri en nokkrusinni fyrr.

2 ummæli:

Finnur sagði...

Ég var að kynnast einum sem er með mjög advanseraða bjórbruggun í bílskúrnum.
Það inspíreraði mig aðeins líka. Vantar bara aðstöðu.
Þetta væri nú eitthvað til að skoða þegar þú mætir.

Fjalsi sagði...

Veistu við erum mjög langt kominn. Ég er búinn að rissa upp fyrstu tvær uppskriftirnar (Pale Ale og Pilsner). Við erum komin með nöfn og Jóhanna farinn að pæla í merkinu. Ég á slatta af tólum fyrir bruggun eftir gamla rauðvínsævintýrið og er með ágætis aðstöðu í kjallaranum á Fjóló (kannski fullheitt þar samt). Get ekki beðið eftir að flytja til að geta byrjað á þessu.