8. sep. 2011

Gömul færsla sem ég fann í drafts:

Hér er skítkalt. Sem er gott. Ég kann ákaflega vel við kulda, það er sé ég í stakk búinn fyrir hann. Það er ósköp notalegt að þeysast um á hjólinu og finna kuldann bíta í kinnarnar á meðan aðrir partar líkamans eru vel varðir gegn honum. Þökk sé vetrarjakkanum góða, hlýjum gallabuxum, vetlingum og húfu var ég eins og grænn riddari á brúna fáknum mínum. Á svona dögum er Amsterdam sérlega falleg.

Ég reit grein um þjóðsönginn á selluna í dag. Hafði svo margt að segja að ég náði ekki að segja allt sem ég vildi segja. En ég segi það bara seinna. Annars hef ég bara fengið heilmikið respons vegna greinarinnar, sem er gott

Góður dagur, annars, hófst á kvikmyndinni Incident at Loch Ness sem Zak Penn leikstýrir og fjallar um Werner Herzog sem leikur sjálfan sig í myndinni. Eitt orð (svo ég vitni í MVB): Brilljant!

Svo hitti ég hina huggulegu Jóhönnu frá Svíþjóð á bókasafninu hvar við sátum og lærðum saman, sem var gaman.

Í kvöld verður horft á Weapons of Mass Deception.

Góðar stundir

Engin ummæli: