4. feb. 2011

Hráskinnaleikur?

(#twitter) Á undanförnum dögum hef ég heyrt marga segja eitthvað misgáfað um tónlistarmenntun og tónlistarlíf í landinu. Nokkrir aular voru eitthvað að skammast út í styrki til tónlistarmála og sögðu sem svo: Bíddu, er ekki tónlist að skila svo rosalegum tekjum? Hvers vegna þarf hún þá að vera á styrkjum?

Hálfvitar.

Annars hef ég verið að velta fyrir mér orðinu „hráskinnaleikur“.
Eftir því sem ég best veit er hráskinnaleikur upphaflega leikur þar sem nokkrir stilla sér í hring, umhverfis einn í miðjunni og kasta svo á milli sín bolta sem sá í miðjunni á að reyna að ná með einum eða öðrum hætti.

Hráskinnaleikur hefur oft verið notað sem líking um starfsaðferðir í stjórnmálum, enda ekki skrítið. Pólitískur hráskinnaleikur myndi þá væntanlega vísa til þess að einstaklingur eða flokkur reyni hvað sem er til að ná völdum eða áhrifum og beitir til þess ýmsum brögðum.


Hins vegar hefur mér heyrst fólk nota þetta hreinlega bara yfir allt sem stjórnmálamenn gera. Ef stjórnmálamaður gerir eitthvað er það bara kallað hráskinnaleikur. Það má vel vera að eitthvað sé til í því. Kannski er pólitíkin bara eintómur hráskinnaleikur. En svo má líka vera að fólk einfaldlega þekki ekki alveg merkingu orðsins.

Klækjabrögð, prettir, lygar og pólitískt ofbeldi, getur í mínum huga allt verið dæmi um hráskinnaleik í stjórnmálum.

Margir nota orðið hins vegar um hluti sem ég myndi frekar kalla þvaður, röfl, deilur um keisarans skegg, málþóf, leikræna tilburði, tímasóun, rifrildi o.s.frv.

3 ummæli:

Króinn sagði...

málfræðipervert

Fjalsi sagði...

Einu get ég þó treyst, Siggi. Að þú kommentir á færslurnar mínar.

Króinn sagði...

já, því geturðu treyst. kæri kumpáni. ekki síst þegar þú ferð að málfræðiperrast.