(#twitter) Mér finnst Google alveg ágætt. Ég er mestmegnis gúglaður.
Í nokkurn tíma hefi ég vitað hvernig leita skal eftir síðum undir tilteknu landsléni, nú eða finna út hvað eitt gallon eru margir lítrar, eða reikna út flókin dæmi eða finna skilgreiningar á hinu og þessu eða fletta upp sýningartímum í bíó.
Nýlega uppgötvaði ég nokkrar leitaraðgerðir á Google:
T.d. að tékka á stöðunni á tilteknu flugi, sjá hvenær sólin kemur upp á einhverjum stað eða hvað klukkan er í fjarlægri borg.
Allt þetta með einni leit og niðurstaðan birtist efst án þess að maður þurfi að smella sig neitt áfram.
Svona finnst mér skemmtilegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli