31. jan. 2011

Kaupæðisleg

(#twitter)(#twitter)Við fórum í göngutúr í gær ásamt Tomas, Linu og Fabian. Hoppuðum í älvsnabben og ætluðum að taka smá rölt á Hisingen. Í bátnum fundum við auglýsingu fyrir myndavél sem við erum búin að tala um lengi að kaupa okkur. Svo við tókum bátinn bara alla leið að Nordstan og fjárfestum í einni. Réttlætingin var auðvitað sú að þarf að vera til almennileg myndavél á heimilinu til að dokúmentera fyrstu ár barnsins. Svo er hægt að taka í þessu HD-vídeó til að senda ömmunum á Íslandi fyrstu mánuðina. Það er nauðsyn!

Annars erum við líka búin að vísítera kvikmyndahátíðina síðustu daga. Sáum í kvöld Exit through the gift shop, sem er þrælskemmtileg. Brim í gær, sem er bráðgóð og 127 tímar í fyrradag, sem var fulllöng en þokkaleg. Kannski kvikmyndablogga ég um þessar ræmur einn daginn. Kannski, kannski ekki.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Gott ef þetta er ekki sama vél og við eigum. Voða fín, þú getur séð afrakstur vídeóa hennar á Youtube-síðu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Sexí stöff...