29. jan. 2011

Gotland

(#twitter) Jú, við erum búin að ákveða að halda sumarfrí Gotlandi í sumar. Búin að tala um þetta lengi og látum nú verða af. Tomas, Lina og Fabian koma og vonandi Finnur, Gulla og Saga. Húsið hefur verið bókað og ég búinn að gúggla öllu upp á Google Maps eins og lög gera ráð fyrir. Þetta lítur bara vel út. Það er undarleg tilfinning að skipuleggja ferðalag með ófæddu barni. Maður veit ekkert um hvernig er að ferðast með ungabarn, en reynir að skipuleggja allt út frá því. Reyndar er skipulagið ekki mikið öðruvísi en oft áður. En maður er svona aðeins að hugsa um hversu langt er í helstu nauðsynjar og neyðarþjónustu, svo uppá öryggið. Svo er ráðgert að tveggja og þriggja ára verði með í för og maður er svona að skoða hvort ekki sé hægt að skoða dýr í nágrenninu og hversu barnvænar strandirnar í nágrenninu eru.

Jú, get ekki annað sagt en að þetta sé allt spennandi.

Hér er húsið sem við gistum í. Ekki þessi vanalegi rússrauði tékofi eins og allsstaðar er heldur kalkað steinhús, sem er víst dáldið Gotlands-style:

Engin ummæli: