En í gær fórum við sum sé að sjá frönsku kvikmyndina Le hérisson (Broddgölturinn). Ég vissi nákvæmlega ekkert um myndina áður en við sáum hana, fyrir utan að hún væri byggð á skáldsögunni L'élégance du hérisson sem var metsölubók hér í Svíþjóð í fyrra, Igelkottens elegans í sænskri þýðingu, og jú að hún hefði fengið 100% í einkunn á rottentomatoes.com.
Og nema hvað, Broddgölturinn er glæsileg kvikmynd, angurvær, blíð, falleg með settlegum húmor, uppfull af mikilfenglegum smáatriðum sem hverfast saman í ákveðið súbstans af algjöru áreynsluleysi (alltaf gaman að bulla útúr sér bókmenntafræði). Eins og japönsk matargerð, sem kemur jú talsvert fyrir í myndinni.
Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans, Mona Achache, í fullri lengd. En ég ætla að fylgjast með henni í framtíðinni.
Annars var skondið að í bíósalnum í gær vorum við Jóhanna og svo um 30 konur um sextugt. Myndin á nú samt að höfða til allra aldurshópa og allra kynja, ef því er að skipta.
6 ummæli:
Njóttu þess að fara í bíó með konunni þinni meðan þú getur (segir bitur tveggja barna faðir sem fær ekki nógu oft pössun).
Tja.... http://www.sf.se/barnvagnsbio
veit svo sem ekki hvernig þetta virkar í praxís. en lofar góðu :)
Já, láttu þig dreyma, vinur. Tuttugu organdi ungabörn frammi á gangi og foreldrar (í flestum tilvikum mæður) að reyna að þrjóskast við að halda þræðinum gegnum heila bíómynd milli þess sem þær hlaupa fram og aftur eftir króunum sínum.
Gunnhildur prófaði þetta á sínum tíma, sagði vægast sagt fyndna reynslusögu af því. Virkaði sem sagt gjörsamlega fatalt í praxís.
En kannski sænsk kornabörn séu svona stillt og góð. Svíar eru auðvitað fyrirmyndarfólk, alveg frá fæðingu...
Kemur ekki á óvart :) Við prófum þetta og sjáum til ...
Já, endilega. Ég var nú líka kannski full-kaldhæðinn. Þetta getur sjálfsagt verið alveg dásamlegt.
Er ennþá verið að sýna þessa mynd, væri gaman að kíkja á hana.
Skrifa ummæli