Ég skil ekki ...
En þessa stundina er ég að hlusta á lýsingu á landsleik Íslendinga og Rússa í handknattleik. Hérna í vinnunni sko. Um leið og ég geri það er ég að skrá stórt og mikið safn rússneskra kvikmynda frá MÍR. Mitt verk þessa dagana. Skrá niður heiti og finna út heitið á rússnensku og umrita af kyrrilísku letri yfir latneskt
Svona: Einu sinni 20 árum seinna - ??????? ???????? ??? ?????? --> Odnazhdy dvadtsat let spustya (Yuri Yegorov 1980)
Þetta verkefni fékk ég eftir að ég opinberaði þann pervertaskap minn að hafa tekið það upp hjá sjálfum mér að læra slíka umritun. Það hófst þegar Hreggi gaf mér rússneskar sígarettur og mig langaði að skilja innihaldslýsinguna.
gaman!
31. jan. 2006
Komst klakklaust í vinnu. Þeir voru tveir s-einarnir samsíða á leið úr Reykjavík í þetta sinn. 5 manns í hvorum.
Ég átta mig ekki á þessi.
Það eru ekki 500 metrar í næstu kjörbúð héðan úr vinnunni. Gengið niður Hvaleyrarbrautina í tvær mínútur þar til komið er að Krónunni. Stundum hitti ég samverkafólk mitt í búðinni og það verður voða hissa. Nei, labbaðirðu!? Þú hefðir átt að biðja okkur um far. Næst verðurðu bara samferð okkur. Nja, tauta ég, ég get nú alveg gengið.
Þá horfa þau á mig eins og ég sé einhver sérvitringur, í einhverju rugli, nýaldarakukli og þess háttar, grænmetisæta og umhverfisverndarsinni. Neinei, vitleysa. Við skutlum þér næst, segja þau og snúa herðum saman. Staðráðin í að frelsa mig frá kuklinu.
Næst læt ég undan. Fæ far í gamalli Fiestu, sem lekur svo sætin eru blaut og köld. Svo láta þau móðann mása og tuða yfir hversu mikil umferðin sé nú. Sjá alla þessa bíla og svo hálftóman strætó, segja þau þar sem við sitjum föst á gatnamótum. Þetta nær engri átt. Í aftursætinu sit ég rassblautur og mæni út um gluggann á kjörbúðina þarna í seilingarfjarlægð. Ég þegi.
Ég átta mig ekki á þessi.
Ég átta mig ekki á þessi.
Það eru ekki 500 metrar í næstu kjörbúð héðan úr vinnunni. Gengið niður Hvaleyrarbrautina í tvær mínútur þar til komið er að Krónunni. Stundum hitti ég samverkafólk mitt í búðinni og það verður voða hissa. Nei, labbaðirðu!? Þú hefðir átt að biðja okkur um far. Næst verðurðu bara samferð okkur. Nja, tauta ég, ég get nú alveg gengið.
Þá horfa þau á mig eins og ég sé einhver sérvitringur, í einhverju rugli, nýaldarakukli og þess háttar, grænmetisæta og umhverfisverndarsinni. Neinei, vitleysa. Við skutlum þér næst, segja þau og snúa herðum saman. Staðráðin í að frelsa mig frá kuklinu.
Næst læt ég undan. Fæ far í gamalli Fiestu, sem lekur svo sætin eru blaut og köld. Svo láta þau móðann mása og tuða yfir hversu mikil umferðin sé nú. Sjá alla þessa bíla og svo hálftóman strætó, segja þau þar sem við sitjum föst á gatnamótum. Þetta nær engri átt. Í aftursætinu sit ég rassblautur og mæni út um gluggann á kjörbúðina þarna í seilingarfjarlægð. Ég þegi.
Ég átta mig ekki á þessi.
30. jan. 2006
27. jan. 2006
Jú ég viðurkenni það. Þetta er ekki auðvelt. En það á heldur ekki að vera það.
Hér er annar frystirammi:
Ég get svo sem sett inn vísbendingu með þessu líka. Hvað á ég að segja? Þessi mynd var til umfjöllunar í kúrsinum Transnational Media and Questions of Identity sem ég sat í fyrra. Þar skoðuðum við heiminn með augum Third cinema hins svokallaða. Þetta ætti að hjálpa heilmikið og nánast gefa svarið.
Hér er annar frystirammi:
Ég get svo sem sett inn vísbendingu með þessu líka. Hvað á ég að segja? Þessi mynd var til umfjöllunar í kúrsinum Transnational Media and Questions of Identity sem ég sat í fyrra. Þar skoðuðum við heiminn með augum Third cinema hins svokallaða. Þetta ætti að hjálpa heilmikið og nánast gefa svarið.
uh
ég var sofnaður þetta um klukkan ellefu í gærkveldi. það var því ekki erfitt að vakna snemma í morgun. Annars fór ég í haust yfirleitt á fætur klukkan sjö, náði sturtu og kaffibolla og fréttalestri áður en Þorri skreið á fætur og varð samferða mér með s-einum.
EN nú ræður myrkrið ferð minni á morgnanna og þá er bara best að halda sig uppi í rúmi. En sem sagt. Mættur til vinnu og klukkan ekki orðin níu. Í annað skipti í vetur.
Best ég mæti bara strax í bollann!
ég var sofnaður þetta um klukkan ellefu í gærkveldi. það var því ekki erfitt að vakna snemma í morgun. Annars fór ég í haust yfirleitt á fætur klukkan sjö, náði sturtu og kaffibolla og fréttalestri áður en Þorri skreið á fætur og varð samferða mér með s-einum.
EN nú ræður myrkrið ferð minni á morgnanna og þá er bara best að halda sig uppi í rúmi. En sem sagt. Mættur til vinnu og klukkan ekki orðin níu. Í annað skipti í vetur.
Best ég mæti bara strax í bollann!
26. jan. 2006
S-einn stóð undir nafni í dag eins og flesta aðra daga. Mér finnst ágætt að ferðast með strætó. Næ yfirleitt að lesa mestmegnis Fréttablaðið á leiðinni. En mér finnst ekki gaman að bíða eftir strætó. Mér finnst ekki gaman að bíða yfir höfuð. Þoli það ekki.
Nei, myndin hér að neðan er hvorki úr For a Few Dollars More né The Good, the Bad and the Ugly hans Leones míns.
Nei, myndin hér að neðan er hvorki úr For a Few Dollars More né The Good, the Bad and the Ugly hans Leones míns.
25. jan. 2006
Hjörtur heiti ég. Þið vitið það kannski flest. Frjálsi er kannske bara svona alias hjá mér. Hjössi þá viðurnefni, yfirleitt notað með auknefninu frjálsi, eða skyldi það vera ákvæðisheiti? Jæja, hvað um það. Ég reit um þetta ritgerð fræðiliga fyrir réttum tveimur árum. Reit um þá ritgerð á þetta blogg fyrir tveimur árum.
En ég heiti sum sé Hjörtur og hlusta nú á Death Cab for Cutie sem mér finnst alveg hreint hið fínasta band. Það er Rás2 sem veitir mér þá fróun í þetta sinni.
Annars var um helgina málþing sem ég missti af. Fjallaði það um stöðu íslenskrar túngu. Það fór alveg framhjá mér. Sem er verra því þar hefði ég viljað vera þátttakandi. En hann Páll Valsson tók þar til máls og sagði að að óbreyttu yrði íslensk túnga ekki lengur töluð eftir um 100 ár.
Það held ég að sé satt. Ef íslensk túnga breytist ekkert næstu 100 árin verður líklega afar erfitt að tjá sig á henni. Fái málið hins vegar að taka þeim breytingum sem því eru nauðsynlegar um leið og við hlúum að því með virkri málnotkun og íslenskukennslu og rannsóknum til að efla skilning okkar á því, þá mun það gagnast okkur nokkuð lengur en næstu 100 árin. Eitt sinn notuðu menn grjót til að opna hnetuskurn til að hafa eitthvað í sig. Í dag notum við dósaopnara til að opna áldósir til að nærast.
Túngumálið er tæki sem við notum til að takast á við vandamál samtímans.
Ég fæ ekki séð að íslenskunni sé ógnað á meðan agnarsmá börn finna upp nýjar leiðir til að nota hana í nútímasamskiptum eins og t.d. sms-skilaboðum. Það er einmitt það sem íslenskunni er svo nauðsynlegt til að hún fái dafnað í framtíðinni. Að málhafar hennar geti notað hana og beitt á ný vandamál.
En ég heiti sum sé Hjörtur og hlusta nú á Death Cab for Cutie sem mér finnst alveg hreint hið fínasta band. Það er Rás2 sem veitir mér þá fróun í þetta sinni.
Annars var um helgina málþing sem ég missti af. Fjallaði það um stöðu íslenskrar túngu. Það fór alveg framhjá mér. Sem er verra því þar hefði ég viljað vera þátttakandi. En hann Páll Valsson tók þar til máls og sagði að að óbreyttu yrði íslensk túnga ekki lengur töluð eftir um 100 ár.
Það held ég að sé satt. Ef íslensk túnga breytist ekkert næstu 100 árin verður líklega afar erfitt að tjá sig á henni. Fái málið hins vegar að taka þeim breytingum sem því eru nauðsynlegar um leið og við hlúum að því með virkri málnotkun og íslenskukennslu og rannsóknum til að efla skilning okkar á því, þá mun það gagnast okkur nokkuð lengur en næstu 100 árin. Eitt sinn notuðu menn grjót til að opna hnetuskurn til að hafa eitthvað í sig. Í dag notum við dósaopnara til að opna áldósir til að nærast.
Túngumálið er tæki sem við notum til að takast á við vandamál samtímans.
Ég fæ ekki séð að íslenskunni sé ógnað á meðan agnarsmá börn finna upp nýjar leiðir til að nota hana í nútímasamskiptum eins og t.d. sms-skilaboðum. Það er einmitt það sem íslenskunni er svo nauðsynlegt til að hún fái dafnað í framtíðinni. Að málhafar hennar geti notað hana og beitt á ný vandamál.
Mest langar mig til að grenja yfir þeim ömurleg heitum sem þjóðfélag okkar einkennist af. Stórkapítalískt samfélagið fer illa með sálartetrið mitt. Sút mér fló í brjóstið inn. Viðbjóður. Hversvegna er það að maður sér í einni fréttinni mann sem þarf að lifa af 75þúsund krónum á mánuði og býr við sjúkdóm sem á eftir að draga úr honum lífið smátt og smátt. Og í hinni sjáum við fólk sem fær tvöþúsund sinnum þá upphæð fyrir það eitt að hætta í vinnu hjá fyrirtæki. Það er það sama og maðurinn sem upp á tryggingastofnun fær á rúmum 160 árum, það er ef hann þarf ekki hreinlega að borga það til baka.
Stundum langar mann bara til að hengja sig!
Stundum langar mann bara til að hengja sig!
24. jan. 2006
thorrablot
Jájá annars fór maður nú bara á Þorrablót í Þórsmörk um helgina. Jájá. Helvíti gaman bara. Skemmtilegast í bíltúrnum. Svo gaman eitthvað að hossast um í snjó og ám og hrauni.
Hins vegar er ég orðinn sársvangur. Enda ekkert búinn að borða í dag og klukka bara að verða þrjú. Veðrir býður kannski ekki upp á það en ég er að spá í að ganga út í búð og kaupa mér - u - hádegismat.
Hins vegar er ég orðinn sársvangur. Enda ekkert búinn að borða í dag og klukka bara að verða þrjú. Veðrir býður kannski ekki upp á það en ég er að spá í að ganga út í búð og kaupa mér - u - hádegismat.
20. jan. 2006
Í dag er föstudagur. Jamm.
Á föstudögum þykir mér huggulegt að koma við á krá eftir vinnu hvar ég hef mælt mér mót við Jóhönnu og kannski einhverja aðra. Fara svo heim og elda eitthvað fljótlegt og gott og hlamma mér svo fyrir framan imbann, kannski með rauðvín í glasi og klappa Jóhönnu. EN en um það leyti, uppúr átta á föstudögum, yfirleitt kallað PRIME-TIME, sýnir RÚV okkur hálftíma af LATABÆ! Skil ekki. SKIL EKKI. Svo yfirleitt hellum við Jóhanna bara í okkur rauðvíninu og förum svo bara upp í rúm. Sem er svo sem alveg frábært.
En - ú á latabæ - samt.
Á föstudögum þykir mér huggulegt að koma við á krá eftir vinnu hvar ég hef mælt mér mót við Jóhönnu og kannski einhverja aðra. Fara svo heim og elda eitthvað fljótlegt og gott og hlamma mér svo fyrir framan imbann, kannski með rauðvín í glasi og klappa Jóhönnu. EN en um það leyti, uppúr átta á föstudögum, yfirleitt kallað PRIME-TIME, sýnir RÚV okkur hálftíma af LATABÆ! Skil ekki. SKIL EKKI. Svo yfirleitt hellum við Jóhanna bara í okkur rauðvíninu og förum svo bara upp í rúm. Sem er svo sem alveg frábært.
En - ú á latabæ - samt.
Hárrétt hjá Kristínu nokkurri. Ætli það sé ekki parísardaman. Koktebel er svarið.
Það er helvíti fín ræma og hægt að leigja á DVD á Aðalvídeóleigunni.
Kristín fær verðlaun: Perfect Strangers í leikstjórn Gaylene Preston.
Ég var farinn að verða hræddur um að þurfa að hverfa inn í helgina án þess að svar fengist. Kristín bjargaði helginni.
Það er helvíti fín ræma og hægt að leigja á DVD á Aðalvídeóleigunni.
Kristín fær verðlaun: Perfect Strangers í leikstjórn Gaylene Preston.
Ég var farinn að verða hræddur um að þurfa að hverfa inn í helgina án þess að svar fengist. Kristín bjargaði helginni.
Já!
Er ekki best að gera þetta á klukkutímafresti. Helvíti góðar tillögur til þessa. Keppendur greinilega orðnir þjálfaði í Kvikmyndagetraun Frjálsa. En ekki nógu vel!
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd.
2. vísbending: Kvikmyndin er í flokki svo kallaðra vegamynda (road movie).
3. vísbending: Titill myndarinnar er dreginn af bæjarnafni.
4. vísbending: Kvikmyndin fjallar um ferðalag feðga til þessa bæjar.
Er ekki best að gera þetta á klukkutímafresti. Helvíti góðar tillögur til þessa. Keppendur greinilega orðnir þjálfaði í Kvikmyndagetraun Frjálsa. En ekki nógu vel!
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd.
2. vísbending: Kvikmyndin er í flokki svo kallaðra vegamynda (road movie).
3. vísbending: Titill myndarinnar er dreginn af bæjarnafni.
4. vísbending: Kvikmyndin fjallar um ferðalag feðga til þessa bæjar.
19. jan. 2006
Almennilegur áróður. Sú var tíðin. Ég held að umhverfisráð Reykjavíkur og Strætó og fleiri aðilar ættu að taka upp almennilega áróðurstækni í stað þessarar veiklulegu auglýsingaherferðar sem virðist ekki einu sinni lengur í gangi.
Koma þarf í kollinn á fólki að hætta þessari yfirgengilegu notkun einkabílsins sem nær engri átt. Engri átt.
Uh
Hvenær ætli þessi stefna komi aftur í auglýsingum. Svona teiknaðar myndir af salti jarðarinnar í einhverri múnderingu með verkfæri og viðeignandi tól.
Ég held að það sé ekki langt í það. Ekki langt. Óekki.
Annars dauðleiðist mér hér. Dauðleiðist. Sjáum hvort símtalið komi og til hvers það leiðir.
Annars var bráðskemmtilegt að horfa og hlusta á Skakkra manna geð í gærkvöldi.
Sannfróðir segja að í dag sé 19. janúar. Ég tek því með fyrir vara. Símtal í gær lofar góðu. Sjáum hvað símtal í dag leiðir af sér. Emilíana Torrini að söngla í útvarpinu. Einu sinni var ég ósköp skotinn í henni. Þá var ég nú bara unglingur. Hún líka.
Nú er ég skotinn í allt annarri konu. Meir að segja ástfanginn. Við erum engir unglingar. En ekkert gömul. Alls ekki.
Nú er ég skotinn í allt annarri konu. Meir að segja ástfanginn. Við erum engir unglingar. En ekkert gömul. Alls ekki.
17. jan. 2006
Eins og Eiríkur Jónsson: Hlusta á rás tvö þegar ég er í vinnunni. Er orðinn nokkuð leiður á þessu. Mestmegnið gengur þetta út á að gefa bíómiða og miða í leikhús og geisladiska. Svo svona rövl um ekki neitt og mestmegnis sama tónlistin spiluð dag frá degi.
Er popplandspáfum farið að förlast. A.m.k. er brot úr degi hundleiðinlegt. En ekki skil ég af hverju er verið að gera greinarmun á þessu þáttum, Brot úr degi, Poppland. Þetta er nákvæmlega sama síbyljan. Fyrir utan Kappana Ágúst og Óla Palla. En þeir megar taka sig á. Spila áhugaverðari tónlist og svona. Meiri tónlist. Minna mas. Hætta að hleypa hlustendum í loftið.
Annars beið ég í 40 mínútur eftir strætó áðan. Hringdi í strætó. Þeir eru allir fastir í Hafnarfirði.
Má ekki ræsa út aukavagna þegar slíkt gerist? Ég verð í allan dag að losna við kuldahrollinn.
Er popplandspáfum farið að förlast. A.m.k. er brot úr degi hundleiðinlegt. En ekki skil ég af hverju er verið að gera greinarmun á þessu þáttum, Brot úr degi, Poppland. Þetta er nákvæmlega sama síbyljan. Fyrir utan Kappana Ágúst og Óla Palla. En þeir megar taka sig á. Spila áhugaverðari tónlist og svona. Meiri tónlist. Minna mas. Hætta að hleypa hlustendum í loftið.
Annars beið ég í 40 mínútur eftir strætó áðan. Hringdi í strætó. Þeir eru allir fastir í Hafnarfirði.
Má ekki ræsa út aukavagna þegar slíkt gerist? Ég verð í allan dag að losna við kuldahrollinn.
16. jan. 2006
Mánudagur. Það er mánudagur og á mánudögum vinn ég heima hjá mér. Í dag var vaknað óþarflega seint. Nú finnst mér tíminn hafa hlaupið frá mér. En hér sit ég með kaffi í bolla og Ella Fitzgerald er eitthvað að raula við fagra píanóhljóma. Úti situr mjöllin í faðmi rólegheitanna. Sturtaður er ég og fínn en að venju ógreiddur. Hins vegar eru allir reikningar greiddir og ég er skuldlaus við menn og mýs. Það þýðir þó ekki að fjárhagsstaðan sé langt yfir núlli. Hún hangir þar rétt fyrir ofan.
En það er í lagi
En það er í lagi
13. jan. 2006
11. jan. 2006
10. jan. 2006
Einusinni notaði ég hotmail
ég hætti því vegna þess að ég það yfirfylltist af einhverjum viðbjóði - klámauglýsingum og viagra og svona. ég tékka samt einstaka sinnum á póstinum mínum þar því enn eru sauðir sem senda mér á frálsanetnfangið á hotmail í stað hjortur á gmail.
um daginn barst mér þetta í hotmail:
"Hello have a good day,I am not sure where to begin,it is first time I try to use internet tomeet the man but the thing is,that I will work abroad I can choiceUSA,Canada or Europe and I would like to meet the man to share freeevenings and be my guide. My friends helped me to send a few lettersto different address and I do hope that I am lucky to meet good andkind man.you should know that now I live in Russia and my goal is to leave thiscountry because it is impossible to live here for young pretty woman.they tell I look well enough,I am blonde with blue eyes,I am natural blonde.I will send a few photos if you reply.if you don't have wife nor girlfriend ,maybe we could try to meet?I am free I have not children .and I have not boyfriend here.I am 25 years old ,please write to me directlyto my mail- fruy1@pochta.ru See you soon ,with great hope."
ég hætti því vegna þess að ég það yfirfylltist af einhverjum viðbjóði - klámauglýsingum og viagra og svona. ég tékka samt einstaka sinnum á póstinum mínum þar því enn eru sauðir sem senda mér á frálsanetnfangið á hotmail í stað hjortur á gmail.
um daginn barst mér þetta í hotmail:
"Hello have a good day,I am not sure where to begin,it is first time I try to use internet tomeet the man but the thing is,that I will work abroad I can choiceUSA,Canada or Europe and I would like to meet the man to share freeevenings and be my guide. My friends helped me to send a few lettersto different address and I do hope that I am lucky to meet good andkind man.you should know that now I live in Russia and my goal is to leave thiscountry because it is impossible to live here for young pretty woman.they tell I look well enough,I am blonde with blue eyes,I am natural blonde.I will send a few photos if you reply.if you don't have wife nor girlfriend ,maybe we could try to meet?I am free I have not children .and I have not boyfriend here.I am 25 years old ,please write to me directlyto my mail- fruy1@pochta.ru See you soon ,with great hope."
9. jan. 2006
uh
já - ég ætlaði að segja eitthvað hér en nú man ég ekkert hvað það er...
jæja ... þá segi ég bara eitthvað annað í staðinn:
Ummæli Tarantinos. Þau koma mér ekkert á óvart enda er þetta að mörgu leyti satt. Íslenskar konur geta átt það þið að vera alveg skelfilega fullar, bæði ærslafullar og blindfullar af áfengi. En það á svo sem ekkert bara við um íslenskar konur. Íslenskir karlar eru jafnan alveg jafn fullir, yfirleitt heldur meir en konurnar. Íslensk ungmenni eru nefnilega sérstaklega vúlgar. Því hef ég komist að eftir flakk mitt, tja, amk um Evrópu. Fylleríið niðrí bæ er einhvernveginn allt annað meira en víða annarsstaðar. Það eru kannski helst bretar sem ná að toppa okkur í drykkjulátum.
Svo mér finnst nú ekkert skrítið að Tarantionu hafi verið tíðrætt um þessa siði íslenskra ungmenna. Það er heldur ekki skrítið að hann hafi nefnt sérstaklega stelpur þar sem honum var vísvitandi komið fyrir inn í herbergi sem hafði verið fyllt af föngulegum fljóðum. Er það ekki heldur það sem við eigum að setja spurningamerki við? Að þegar stjörnur lenda á Íslandi eru einhverjar stelpur úr fegurðarsamkeppnum ræstar út til að skemmta þeim!
ha?
já - ég ætlaði að segja eitthvað hér en nú man ég ekkert hvað það er...
jæja ... þá segi ég bara eitthvað annað í staðinn:
Ummæli Tarantinos. Þau koma mér ekkert á óvart enda er þetta að mörgu leyti satt. Íslenskar konur geta átt það þið að vera alveg skelfilega fullar, bæði ærslafullar og blindfullar af áfengi. En það á svo sem ekkert bara við um íslenskar konur. Íslenskir karlar eru jafnan alveg jafn fullir, yfirleitt heldur meir en konurnar. Íslensk ungmenni eru nefnilega sérstaklega vúlgar. Því hef ég komist að eftir flakk mitt, tja, amk um Evrópu. Fylleríið niðrí bæ er einhvernveginn allt annað meira en víða annarsstaðar. Það eru kannski helst bretar sem ná að toppa okkur í drykkjulátum.
Svo mér finnst nú ekkert skrítið að Tarantionu hafi verið tíðrætt um þessa siði íslenskra ungmenna. Það er heldur ekki skrítið að hann hafi nefnt sérstaklega stelpur þar sem honum var vísvitandi komið fyrir inn í herbergi sem hafði verið fyllt af föngulegum fljóðum. Er það ekki heldur það sem við eigum að setja spurningamerki við? Að þegar stjörnur lenda á Íslandi eru einhverjar stelpur úr fegurðarsamkeppnum ræstar út til að skemmta þeim!
ha?
7. jan. 2006
6. jan. 2006
Mér brá nokkuð þegar ég steig um borð í Flugleiðavél í gærkvöldi (já ég er einn af þeim sem kalla Icelandair enn Flugleiðir) en á miðanum mínum stóð skýrum stöfum Iceland Express. Það kom svo á daginn að tvær Iceland Express-flugfreyjur vorum um borð svo offissíal mátti kalla þetta Iceland Express-flug.
Í Flugleiðavélinni las ég Moggann sem ég keypti fyrir 200 krónur. Ég las líka International Herald Tribune sem ég fékk ókeypis á flugstöðinni. Mogginn var sextíuogeitthvaðsíður, Herald Tribune var sextán síður. Ég las Moggann á tíu mínútum. Ég las Herald Tribune í klukkutíma þegar ég hætti og lagði mig.
Í Mogganum var þó eitt sem vakti athygli mína. Íslendingar sprengdu meira en hálfan milljarð um áramótin.
Fyrir þennan pening er t.d. hægt að:
Útvega 200.000 ábreiður til að vernda ungabörn frá vetrarkuldum.
Útvega næringarríkan mat til að fæða 145.000 börn í 30 daga.
Kaupa um 1,9 milljónir penisilínskammta.
Bólusetja 10 milljónir manna gegn mislingum.
Bólusetja 500.000 börn gegn þeim 6 helstu sjúkdómum sem ógna lífi þeirra í dag.
Útvega 750.000 kassa af próteinríku kexi sem nota má í neyðarhjálp.
Fyrir hálfan milljarð má bjarga svo ótalmörgum mannslífum. En við kjósum að sprengja velmegun okkar í loft upp og mála himininn í tvær klukkustundir.
Húrra fyrir okkur!
Í Flugleiðavélinni las ég Moggann sem ég keypti fyrir 200 krónur. Ég las líka International Herald Tribune sem ég fékk ókeypis á flugstöðinni. Mogginn var sextíuogeitthvaðsíður, Herald Tribune var sextán síður. Ég las Moggann á tíu mínútum. Ég las Herald Tribune í klukkutíma þegar ég hætti og lagði mig.
Í Mogganum var þó eitt sem vakti athygli mína. Íslendingar sprengdu meira en hálfan milljarð um áramótin.
Fyrir þennan pening er t.d. hægt að:
Útvega 200.000 ábreiður til að vernda ungabörn frá vetrarkuldum.
Útvega næringarríkan mat til að fæða 145.000 börn í 30 daga.
Kaupa um 1,9 milljónir penisilínskammta.
Bólusetja 10 milljónir manna gegn mislingum.
Bólusetja 500.000 börn gegn þeim 6 helstu sjúkdómum sem ógna lífi þeirra í dag.
Útvega 750.000 kassa af próteinríku kexi sem nota má í neyðarhjálp.
Fyrir hálfan milljarð má bjarga svo ótalmörgum mannslífum. En við kjósum að sprengja velmegun okkar í loft upp og mála himininn í tvær klukkustundir.
Húrra fyrir okkur!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)