12. des. 2005

Philips DVD-spilarinn kemur að gagni. Takið eftir en er ekki að koma að gagni heldur kemur hann einfaldlega að gagni. Annars var þetta tryllt helgi. DVD-gláp á föstudag. Létt laugardagskvöld sem leiddi mig á Dillon og þaðan á Sirkus og þaðan heim. Svo almenn þynnka og notarlegheit á nýja heimilinu í gær. Kvöldinu að sjálfsögðu slúttað með DVD í tækinu

Speglaðu mig inn í framtíðina
Þú, spilari í skammdeginu
spáðu mér fyrir um morgundaginn
spennandi kostur í myrkrinu

Annars var ég kallaður nokkrum nöfnum þarna á djamminu: Sonur minn, besti kvikmyndagagnrýnandinn og sætur töffari.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Gott að eiga sér bróður í málfræðikverúlantaskapnum. Eða kannski: Gott að vera að eiga sér bróður...