20. des. 2005

Ef marka má DV (ég reikna svo sem ekkert sérstaklega með því) þá hafði séra Flóki ekki samvisku til að ljúga að börnunum um tilvist jólasveinsins. Ef ég væri prestur myndi ég nú bara láta blessaðan jólasveininn njóta vafans. Ég meina, guð og englar og svona lagað. Getur þá jólasveinninn ekki allt eins verið sprelllifandi þarna norður á pólnum? Ha?

Athugið: Ég mun engum gefa gjafir nema ástmey, nánustu skyldmennum og þeim sem ég mun eyða aðfangadagskvöldi og jólanótt með. Aðrir fá hugheilar jólakveðjur, ást mína og virðingu. Ég vona að restin af þjóðinni geri slíkt hið sama. Hugurinn skiptir máli og ást mín og virðing er ekki metin í pökkum, hvorki mjúkum né hörðum. Ég hefi þegar gefið peninginn sem sparast vegna þessa til SOS Barnaþorpa. Vinsamlega beinið fjármunum ykkar eitthvert annað en til mín. Ég hef hef það alveg ágætt!!

1 ummæli:

Króinn sagði...

Þú launar mig sem sagt með pakka ef ég er til í að eyða jólanótt með þér. Hugsa málið.