27. des. 2005

meðalyfirdráttarskuldir Íslendinga eru um 500 kílókrónur á mann!! ég var einmitt farinn að furða mig á því hvernig allt þetta fólk hefði efni á 200 kílókróna flatskjám, tölvum og heimabíókerfum ásamt því að fara til útlanda fjórum sinnum á ári til að kaupa föt og demanta og gull.

Kemur náttúrulega í ljós að bankarnir eiga þetta allt.

Afhverju er þessi þjóð svona þenkjandi? Að þurfa að eignast allan fjandan og það ekki seinna en í gær. Hvers vegna þurfa allir að eignast bíl? Nei, ekki allir eignast bíl - helmingurinn eignast jeppa! Bigger - Better! Við erum á góðri leið til andskotans.

Best að koma sér af þessu skeri sem fyrst áður en það sekkur með manni og mús.

Engin ummæli: