1. des. 2005

Erna og Þórdís eru, eins og margur landinn, fjúríus út í nýja Ópallúkkið. Mér finnst það ekki galið, bara öðruvísi. Ég skil vel að retrófílar verði önugir enda kannsi óþarfi að breyta sígildu lúkki. En ég frétti frá einhverjum stjórnanda hjá Nóa Siríus að gamla lúkkið fengi að halda sér á Risaópal pökkunum, enda er það nú það eina sem ég kaupi. Hitt draslið er nemlig sykurlaust. Og fyrir mér er bara gjörsamlega út í hött að eta sykurlaust sælgæti. Það er svona þverstæða, eins og áfengislaus bjór og frakki sem er vinur manns.

2 ummæli:

Króinn sagði...

Rétt hjá þér, minn kæri, um Frakka. Fannst það einmitt skemmtilega orðað hjá þér.

Fjalsi sagði...

ekkert á móti frökkum. en það er ekki hægt að hafa þá að vinum.