29. des. 2005

HÆhó

Reykjavík í kvöld - Köben á morgun - Berlín á hinn
Síld á morgun með Sigga, Rönku, Gulla og svo náttúrulega henni Jóhönnu sætu sænsku.
Í hve skóhljóð mitt verður létt þá. Ó hve!
Í imbanum starir Bob Dylan á mig. Ég gef honum létt augantillit á móti.

Ég held að áramótin verði bara alveg skítsæmileg. Jájá.

27. des. 2005

meðalyfirdráttarskuldir Íslendinga eru um 500 kílókrónur á mann!! ég var einmitt farinn að furða mig á því hvernig allt þetta fólk hefði efni á 200 kílókróna flatskjám, tölvum og heimabíókerfum ásamt því að fara til útlanda fjórum sinnum á ári til að kaupa föt og demanta og gull.

Kemur náttúrulega í ljós að bankarnir eiga þetta allt.

Afhverju er þessi þjóð svona þenkjandi? Að þurfa að eignast allan fjandan og það ekki seinna en í gær. Hvers vegna þurfa allir að eignast bíl? Nei, ekki allir eignast bíl - helmingurinn eignast jeppa! Bigger - Better! Við erum á góðri leið til andskotans.

Best að koma sér af þessu skeri sem fyrst áður en það sekkur með manni og mús.

25. des. 2005

Gleðileg Jól!

Jólin komin bara

og ég fékk höggborvél í jólagjöf. Svo nú fer maður sko að bora.

20. des. 2005

Ef marka má DV (ég reikna svo sem ekkert sérstaklega með því) þá hafði séra Flóki ekki samvisku til að ljúga að börnunum um tilvist jólasveinsins. Ef ég væri prestur myndi ég nú bara láta blessaðan jólasveininn njóta vafans. Ég meina, guð og englar og svona lagað. Getur þá jólasveinninn ekki allt eins verið sprelllifandi þarna norður á pólnum? Ha?

Athugið: Ég mun engum gefa gjafir nema ástmey, nánustu skyldmennum og þeim sem ég mun eyða aðfangadagskvöldi og jólanótt með. Aðrir fá hugheilar jólakveðjur, ást mína og virðingu. Ég vona að restin af þjóðinni geri slíkt hið sama. Hugurinn skiptir máli og ást mín og virðing er ekki metin í pökkum, hvorki mjúkum né hörðum. Ég hefi þegar gefið peninginn sem sparast vegna þessa til SOS Barnaþorpa. Vinsamlega beinið fjármunum ykkar eitthvert annað en til mín. Ég hef hef það alveg ágætt!!

19. des. 2005

Þá er það komið á hreint.

Ég gef hér með kost á mér í fyrsta sæti á lista Samfylkingar fyrir næstu borgarstjórnar kosningar.

Helstu mál:
Samgöngumál
Leikskólamál
Umhverfismál
Menningarmál
Faglega ráðinn borgarstjóra


Skimið eftir fréttatilkynningu næstu daga

Kveðja
Hjörtur Einarsson
frambjóðandi

14. des. 2005

Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég líka með kvikmyndagetraun á blogginu mínu. Merkilegt:


"dinsdag, december 14, 2004

Þetta var svo skemmtilegt að ég ætla að varpa fram annarri getraun. Í þetta sinn ögn þyngri.1. Vísbending: Um er að ræða kvikmynd. Hún gerist á tímum síðari heimstyrjaldar sem einnig er efniviður hennar. Leikstjóri myndarinnar er vel þekktur en hann hefur þó einkum getið sér frægðar sem leikari. Hann er ákaflega virtur í heimalandi sínu og hefur hlotið sérstaka viðurkenningu þjóðhöfðingja síns.
"

Svona gengur maður í hring í kringum allt sem er.
Handa systur minni setti ég á ný inn link á myndirnar mínar.

vei

og mikið rosalegan náladofa hefi ég fengið í lappirnar

mig dreymdi að ég hefði týnt öllum úrlausnum nemenda minna í málfari og stíl en í staðinn boðið þeim í mat, sem var mestmegnis tómatar í dós og timjan
Jólaði bloggið smá.
Í gær var King Kong hátíð í þessum þarna lúxussal í Álfabakka. Það var voða huggulegt. Og myndin er góð. Sjáið myndina. Sjáið hana.
Í gær fórum við Jóhanna sæta sænska á Lúsíutónleika
Djöfulsins Jólastemmingu komst ég í í kjölfarið.

13. des. 2005

Trúin flytur efasemdamanninn til fjalla.

Eða svo sagði hann. Maðurinn.

Ég stefni á að klára verkefnayfirferð fyrir tuttugasta. Svei mér.
Ég þarf að setja saman hillur.
Ég þarf að leggja rafmagn.
Ég þarf hengja upp myndir.
Svei mér.
Meir své.

Nú er ég svei mér farinn að horfa á King Kong til að skrifa um.
Ég leit og sá hvað milligrammið er ótrúlega létt. Svo ótrúlega létt.

Uh. Segðu mér satt, kvað skáldið og kvaddi. Kvaddi mig sem sat saddur með mæjónes í munnvikinu. Öðru munnvikinu.

Einn daginn verð ég doktor. Þá muntu þrá mig eins og appelsín í bland við malt á jólum.
Þú og ég við dönsum dans dansanna. Dans-Anna dansar eins og Dísa drusla. Sem dansar ekki meir.
Einn daginn verð ég dokor og þú viðfangsefni mitt. Ég verð sérfræðingur í þér. Ég mun leggja á þig stundir. Ánægjustundir
Einn daginn verð ég doktor. Þá mun ég eiga svar við vangaveltum þínum.

Strá í vindi heldur dauðataki í digran trjástofninn á meðan nóttin bíðu handan við meyjarhaftið.
Fjandinn. Lá. Andvaka. Í alla nótt. Var það jóla? Stressið?

iiiiii

Svona hafnfirskt iii

eða eins konar. Í dag er mér boðið í bíó. Kjíng Kóng. Jeiii.

bara svona venjulegt jeiii.

Bláköld nóttin blasir við mér
á meðan morgunbirtan
leysist úr læðingi

12. des. 2005

Philips DVD-spilarinn kemur að gagni. Takið eftir en er ekki að koma að gagni heldur kemur hann einfaldlega að gagni. Annars var þetta tryllt helgi. DVD-gláp á föstudag. Létt laugardagskvöld sem leiddi mig á Dillon og þaðan á Sirkus og þaðan heim. Svo almenn þynnka og notarlegheit á nýja heimilinu í gær. Kvöldinu að sjálfsögðu slúttað með DVD í tækinu

Speglaðu mig inn í framtíðina
Þú, spilari í skammdeginu
spáðu mér fyrir um morgundaginn
spennandi kostur í myrkrinu

Annars var ég kallaður nokkrum nöfnum þarna á djamminu: Sonur minn, besti kvikmyndagagnrýnandinn og sætur töffari.

9. des. 2005

Ég er að lesa Spartakus eftir Howard Fast þessa dagana. Góð strætóbók amk.

Nú nemendur skilað lokaverkefnum og best að klára yfirferð á þeim sem allra fyrst.

Allra allra.

Kringlukráin blívur

8. des. 2005

Gunnar Hrafn var nú eiginlega búinn að hætta við. En orð skulu standa. Birth of a Nation var þetta. Ég bjóst nú við að geta haldið örlítið áfram með þetta. En Gunnar Hrafn er bara svo klár.

Hann fær verðlaun.

á maður þá bara ekki að hætta þessu getrauna standi? Jú, held það bara.
Þetta er þyngra en vanalega viðurkenni ég

Getraun 10

Spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Myndin gerist í þrælastríðinu í Bandaríkjunum.
2. vísbending: Myndin er byggð á skáldsögu.
3vísbending: Myndin þykir tímamótaverk í kvikmyndagerð
Lítið að gerast með getraunina.

Getraun 10

Spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Myndin gerist í þrælastríðinu í Bandaríkjunum.
2. vísbending: Myndin er byggð á skáldsögu.
Gulla er komin með flösku. Hún gat rétt upp á La Battaglia di Algeri. Sú mynd er alveg mögnuð og hafið þið ekki séð hana þá gerið það sem fyrst. Ein vísbending átti að hljóða svo: "Pentagon notaði myndina til að sýna liðsforingjum í hernum hvernig berjast mætti gegn hryðjuverkum í Írak."

Á myndin, að mati Pentagons, að vera ágætis sýnidæmi hvernig koma má í veg fyrirhryðjuverk í hernumdu landi. Ekki skil ég hvernig þeir gátu lesið myndina þannig. Enn merkilegra verður þetta í ljósi þessa að andstæðingar Víetnamstríðsins sýndu myndina á sínum tíma máli sínu til stuðnings sem og Black Panthers hreyfingin svo og margar aðrar vinstri-hreyfingar um allan heim.

En þetta setur Abu Grahib pyntingarnar í ákveðið samhengi því myndin sýnir pyntingar franska hersins á meðlimum FLN. Máski það sé þaðan sem hugmyndin sé komin að þeim voðaverkum? Í auglýsingu Pentagons fyrir sýningu á myndinni segir: "How to win a battle against terrorism and loose the war of ideas. ...Children shoot soldiers at point blank range. Women plant bombs incafes. Soon the entire Arab population builds to a mad fervor. Soundfamiliar? The French have a plan. It succeeds tactically, but failsstrategically. To understand why, come to a rare showing of thisfilm."

En á maður ekki að skella fram síðustu kvikmyndagetrauninni? Svínþung í þetta sinn.

Getraun 10

Spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Myndin gerist í þrælastríðinu í Bandaríkjunum.

7. des. 2005

Það var kannski ekki rétt að nota orðið borgarastyrjöld. fer eftir því hvernig við skilgreinum það hugtak. en styrjöld var það vissulega.

1. vísbending: Kvikmyndin er raunsönn lýsing á styrjöld
2. vísbending: Leikstjórinn, eins og í raun allt tökuliðið, er ítalskur.
3. vísbending: Myndin er mestmegnis á frönsku og arabísku.
Getraun 9

Spurt er um kvikmynd.

1. vísbending: Kvikmyndin er raunsönn lýsing á tiltekinni borgarastyrjöld.
2. vísbending: Leikstjórinn, eins og í raun allt tökuliðið, er ítalskur.
Næsta vísbending átti að vera: Endurgerðin er í miklu uppáhaldi hjá Quentin Tarantino sem er jafnframt mikil aðdáandi leikstjóra upprunalegu myndarinnar.

En Hulli náði að svara á annari vísbendingu. À Bout de Souffle er málið.
Hann fær verðlaun: Jólagjöf frá mér í ár.

Getraun 9

Spurt er um kvikmynd.

1. vísbending: Kvikmyndin er raunsönn lýsing á tiltekinni borgarastyrjöld.
Já! Baggalútur, bjartasta von ársins, hefur sent frá sér enn eina snilldina.

En:

Getraun 8.

Spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Kvikmyndin er frönsk en hefur verið endurgerð í Bandaríkjunum.
2. vísbending: Aðalsöguhetjan er mikill aðdáandi Humphrey Bogarts.
Að sjálfsögðu er þetta Spartacus þeirra Kubricks og Douglas.
Gulla er á góðri leið með að vinna sér inn flösku.

Getraun 8

Spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Kvikmyndin er frönsk en hefur verið endurgerð í Bandaríkjunum.
Getraun 7

Spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Kvikmyndin er frá 1960.
2. vísbending: Myndin ku byggja á sannsögulegum atburðum.

Ekki Ben-Hur (er hún ekki frá '59?), ekki Psycho, ekki The Leech Woman.xw
og á meðan ég var að hamra inn 2. vísbendingu koma Gulla með rétta svarið.

Bonnie og Clyde er svarið! Sú mynd þykir marka upphafið á póst-klassískri Hollywoodmyndagerð þó margar eldri myndir falli vel innan þess ramma, t.d. Citizen Kaine, Rebel Without a Cause og Psycho.

Myndin sem Truffaut hvarf frá til að leikstýra er Farhenheit 451.

Gulla fær því verðlaun, rauðvínsglas á Ölstofunni við tækifæri.
Sálfræðingurinn Gulla stingur upp á Psycho. Það er ágæt uppástunga því sú markar visst upphaf á þróun fra klassískri Hollywood til póst-klassíkrar. Það er þó ekki myndin sem hér um ræðir.

1. vísbending: Myndin er af mörgum talin fyrsta póst-klassíska myndin í nýju Hollywood.
2. vísbending: François Truffaut átti upphaflega að leikstýra myndinni en hvarf frá verkinu til að leikstýra annarri mynd sem nýlega hefur verið nefnd hér á blogginu.
Anna Rut svaraði Bottle Rocket og það er hárrétt. Hún fær í verðlaun kvikmyndina Farenheit 451 á DivX formi á CD.

Höldum þessu áfram.

Að venju er spurt um kvikmynd.

1. Vísbending: Myndin er af mörgum talin fyrsta póst-klassíska kvikmyndin í nýju Hollywood.

6. des. 2005

Anonymous svarar: ?Myndin er The Fabulous Baker Boys. Leikarar eru bræðurnir Bridges og leikstjórinn heitir Steven Kloves.?

Þetta svar er merkilega senniglegt miðað við vísbendingarnar en ekki hið rétta. Því miður fyrir Anonymous.

3. vísbending: Annar bræðranna sem leika aðalhlutverkin skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum.
Jájá, áfram með smjörið

1. vísbending: Kvikmyndin er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd. Hún er byggð á samnefndri stuttmynd sama leikstjóra.
2. vísbending: Bræður fara með tvö aðalhlutverk myndarinnar.
Hugleikur svaraði víst á meðan ég var að dúndra inn sjöttu vísbendingu (sá svar við færslunni á undan). Svo hann fær heiðurinn og verðlaun. Vídeóveislu á Njálsgötunni og Tuborg jólabjór.

En það er um að gera að halda kvikmyndagetrauninni áfram. Það er varla hægt að segja að ég sé að sóa tíma í vinnunni þar sem ég vinn á kvikmyndasafni og eitt af markmiðum safnsins er að miðla fróðleik um kvikmyndir og stuðla að umræðu um þær.

Höldum því áfram:

Enn er spurt um kvikmynd:

1. vísbending: Kvikmyndin er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd. Hún er byggð á samnefndri stuttmynd sama leikstjóra.
Ekkert gengur með getraunina. Sjötta vísbending ætti að gefa svarið:

1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.
5. vísbending: Í aðalhlutverkum eru tvær þekktar Hollywoodstjörnur. Skírnarnöfn þeirra byrja bæði á stafnum A.

6. vísbending: Fyrri myndin er frönsk og var í leikstjórn François Truffaut.
Flutt var í gær af mér og Jóhönnu í gula húsið á Njálsgötu. Á Njálsgötu hefi ég aldrei búið og safnast hún nú í hóp gatna sem ég hef búið á í lengri eða skemmri tíma frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Hvaða götur eru þetta annars?

Oddagata
Eggertsgata
Leirutangi
Einarssnes
Tryggvagata
Hallveigarstígur
Hjarðarhagi
Ásvallagata
Dolhaantjestraat
Prinsengracht
Czaar Peterstraat
Snorrabraut
Njálsgata

Mig grunar að þessum flutningum sé hvergi nærri lokið!

En ekki hefur enn borist rétt svar við getrauninni. Bætum við vísbendingu:

1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.

5. vísbending: Í aðalhlutverkum eru tvær þekktar Hollywoodstjörnur. Skírnarnöfn þeirra byrja bæði á stafnum A.

5. des. 2005

Ekki hefur komið rétt svar við getrauninni. Að vísu er spursmál hvort segja megi að myndin sé endurgerð eldrir myndar frekar en að þær séu gerðar eftir sömu sögunni.

1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.

4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.
Höldum þessu áfram:

1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
Í dag verður stóri flutningadagurinn. Þegar ég ásamt Jóhönnu sætu sænsku flyt frá Snorrabúð í Njálsbúð. Við höldum okkur við fornar hetjur.

Lesendur höfðu helgina til að leysa getraunina. Svarið er enn ekki komið. (Já, ótrúlegt en satt þá hafa fleiri myndir frá árinu 1969 en Italian Job verið endugerðar!).

1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.

2. des. 2005

Það er alveg merkileg hvað jafn þurrkuntuleg þjóð eins og hollendingar er samt líbó.
Nei hver djöfull! Þetta átti að fara upp í tvær vísbendingar í viðbót! Hugrún gat þetta og fær að launum kvikmyndina Veggfóður á VHS spólu með enskum texta. Hún getur sótt hana á Njálsgötu eftir helgi. Walk, don't run. Leikarinn var Cary Grant.

Á maður að skella inn síðustu getraun dagsins?

Jájá - er það ekki bara.

1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
Ég fann Blekkingarleik eftir Dan Brown í gluggakistunni heima hjá mér. Greip hana og fletti og svo var ég allt í einu búinn að klára hana. Magnað hvað Dan Brown getur skrifað grípandi en jafnfram lélegar bækur. Ég las Da Vinci lykilinn svona í hendingskasti eins og líklega fleiri. Það var hins vegar á ensku. Blekkingarleik las ég á íslensku. Sú þýðing var þónokkuð slæm. Hefði geta verið fínt dæmi um lélega þýðingu í þýðingahluta námskeiðins sem ég kenndi í haust.

En þýðandinn hafði svo sem ekkert sérlega góðan efnivið ef Blekkingarleikur var á einhvernhátt svipuð skrifuð bók og Da Vincy lykillinn.

En hvað um það. Ætli sé ekki kominn tími á aðra vísbendingu:

Titill kvikmyndarinnar er hinn sami og á vinsælum smelli með hljómsveitinni The Ventures.
Nafnlaus svaraði Sergio Leone. Það er rétt! Hins vegar er ekki hægt að veita verðlaun nafnleysingjum svo enn eru í boði verðlaun sem vert er að koma út. Því verður lagt í þriðju getraun dagsins. Í þetta sinn læt ég engin ártöl koma fram í fyrstu vísbendingum. Það er greinilega of auðvelt.

Spurt er um kvikmynd. Kvikmyndin var sú síðasta sem aðaleikari hennar lék í.
Önnur vísbending:

Leikstjórinn er best þekktur fyrir ákveðið kvikmynda-genre. Hann er talinn helsti frumkvöðull þess.
Finnur Pálmi skaut á Blow Up. Hann fær í verðlaun DVD diskinn Pop Idol Netherlands - Golden Moments.

Þetta átti að fara upp í amk tvær vísbendingar. Næsta þarf því að vera nokkuð þyngri.

Spurt er um kvikmyndaleikstjóra. Hann er fæddur 1929.
Strætisvagninn var ísskápur á hjólum sem flutti frostkarla á leið í vinnu.
Það var ó, svo kalt.

Það er föstudagur og eina ráðið er að stofna hér til getraunar. Það virðist alltaf vekja lukku af værum svefni. Þar sem ég er kvikmyndarýnir er við hæfi að hafa kvikmyndaumfjöllun. Vegleg verðlaun í boði fyrir fyrsta rétt svar.

Spurt er um kvikmynd:

1. Kvikmyndin kom út árið 1966. Ljósmyndun er í aðalhlutverki.

1. des. 2005

Erna og Þórdís eru, eins og margur landinn, fjúríus út í nýja Ópallúkkið. Mér finnst það ekki galið, bara öðruvísi. Ég skil vel að retrófílar verði önugir enda kannsi óþarfi að breyta sígildu lúkki. En ég frétti frá einhverjum stjórnanda hjá Nóa Siríus að gamla lúkkið fengi að halda sér á Risaópal pökkunum, enda er það nú það eina sem ég kaupi. Hitt draslið er nemlig sykurlaust. Og fyrir mér er bara gjörsamlega út í hött að eta sykurlaust sælgæti. Það er svona þverstæða, eins og áfengislaus bjór og frakki sem er vinur manns.