26. feb. 2013

Sólardagur

Það er ekki beinlínis hlýtt úti, en sólin skín og það er einhver vorstemming í loftinu. Ætli það séu þó ekki tveir mánuðir í almennilegt vor hér. Þá sest maður nú væntanlega úti við biscotti og fær sér sinn dúbbel ameríkanó. Því varla fer maður að bregða út af vananum, þótt sól hækki á lofti.

5 ummæli:

birna helena sagði...

Ég hlakka mikið til að fá vorið góða grænt og hlýtt.

Króinn sagði...

Tveir mánuðir? Nei, fjandinn hafi það. Við bíðum ekki fram í apríllok eftir skandinavísku vori.

Króinn sagði...

...af hverju heiti ég annars ,,Króinn" hér í þessu ummælakerfi? Eitthvað í minni net-fortíð er mér greinilega gleymt og grafið.

Fjalsi sagði...

Nei ég hef líklega misreiknað mig. Ætli þetta sé ekki nær mánuði. A.m.k. skv. fyrri Sigurðarmálum.

Fjalsi sagði...

Nú er að verða mánuður frá þessum skrifum og enn er vetur