27. sep. 2011
Þriðjudagur: Næs
18. sep. 2011
16. sep. 2011
Íslenska þrjóskan
Mér virðst málflutningurinn mestmegnis snúast út á að Íslendingar eigi rétt á að veiða hvali í eigin lögsögu og að önnur ríki hafi ekkert með að vera að skipta sér af því. Og ef önnur ríki skipta sér af því, þá verða menn enn þverari í þessari afstöðu sinni, og dettur ekki í hug að gefa sig, í einhverri undarlegri þrjósku sem blásin er upp af ömurlegu þjóðarstolti.
Og nú hótar Bandaríkjaforseti okkur og þá er nú viðbúið að þetta lið sýni enn meiri þvermóðsku og neiti nokkurn tíma að gefa sig.
Annars er stórundarlegt að ríkisstjórn, þar sem sjávarútvegsmál eru undir stjórn svokallaðs græningjaflokks, skuli halda hvalveiðum til streitu og, ekki nóg með það, verja þær fram í rauðan dauðann.
Obama waives sanctions on Iceland whaling
15. sep. 2011
Búnsósulandið
Ég nenni ekki að gagnrýna íslenska fjölmiðla. Bendi þess í stað á stórgóða fjölmiðlarýni Marra á Smugunni. Nei, ég ætla þess í stað að fjalla um hina stórgóðu fjölmiðlun hér í Svíþjóð. Svíar eru meistarar í gerð sjónvarpsefnis og skarar þar sænska ríkissjónvarpið (SVT) framúr. Umræðuhefðin hér í Svíþjóð er nefnilega upplýst og gagnrýnin samræðuhefð, eins og ég hefi nefnt áður á þessum bloggi, þar sem hlutirnir eru ekki bara málaðir svart og hvítt heldur reynt að nálgast viðfangið frá mörgum hliðum.
Ég get, og mun, fjalla um nokkra þætti í sænska sjónvarpinu sem íslenskt fjölmiðlafólk getur tekið sér til fyrirmyndar en nú ætla ég að fjalla um einn þátt sem ég sá um daginn: Landet Brunsås, sem mætti kalla Brúnsósulandið á gamla góða. Þættirnir snerta kannski ekki íslenska þjóðarsál beint, enda fjalla þeir um sænska matarmenningu. En það er þó margt sameiginlegt með sænskri og íslenskri matarmenningu, t.d. gengdarlaus kjötneysla og áhersla á unnar matvörur. Í þættinum er kafað í matarmenningu landans, ráðist á mýtur og hlutirnir settir í samhengi. Þetta er þjóðfélagsgagnrýni sem kemur við kauninn á fólki því ráðist er á allt að heilaga stund á hverju heimili, kvöldmatartímann og persónulegar venjur.
Þessir þættir eru ágætis dæmi um ákveðið stef sem er áberandi í sænskum fjölmiðlum: Beitta samfélagsgagnrýni.
Svíar virðast óþreytandi við að benda það sem miður er og betur mætti fara. Þeir spyrja sig í sífellu: Er þetta rétt, er þessu best hagað svona, getum við gert betur, hvers vegna eru hlutirnir svona? Samt sem áður, og líklega þess vegna, búa Svíar í einu huggulegasta og öruggasta samfélagi veraldar. Það er ekki vegna þess að þeir séu svo óskaplega ánægðir með sjálfa sig og nota hvert tækifæri til að upphefja sig (slíkt er beinlínis bannað samkvæmt óformlegum venjum samfélagsins). Nei, þeir gagnrýna hátt og snjallt, og ekki með því að rífast um hlutina, nei, heldur ræða þá. Þetta mega Íslendingar temja sér og íslenskir fjölmiðlar ýta undir.
(En auðvitað eru Svíar óskaplega ánægðir með sig sjálfa í laumi.)
Hér er svo linkurinn á þættina. Veit svo sem ekki hvort hægt sé að horfa á þetta fyrir utan Svíþjóð.
Tack fyrir.
8. sep. 2011
Önnur færsla sem lenti í Drafts:
Ég sit við skrifborðið á þriðju hæð og fylgist með út um gluggann.
Svona er dagar mínir, sjúkir en fagrir.
Gömul færsla sem ég fann í drafts:
Ég reit grein um þjóðsönginn á selluna í dag. Hafði svo margt að segja að ég náði ekki að segja allt sem ég vildi segja. En ég segi það bara seinna. Annars hef ég bara fengið heilmikið respons vegna greinarinnar, sem er gott
Góður dagur, annars, hófst á kvikmyndinni Incident at Loch Ness sem Zak Penn leikstýrir og fjallar um Werner Herzog sem leikur sjálfan sig í myndinni. Eitt orð (svo ég vitni í MVB): Brilljant!
Svo hitti ég hina huggulegu Jóhönnu frá Svíþjóð á bókasafninu hvar við sátum og lærðum saman, sem var gaman.
Í kvöld verður horft á Weapons of Mass Deception.
Góðar stundir
7. sep. 2011
Haustverkin
Bjórbruggun
Í afmæligjöf frá Jóhönnu fékk ég m.a. bók um bjórbruggun. Ég hef verið að blaða í bókinni og hún virðist stórgóð, skýr og skemmtilegt og blæs í mann áhuga og innspírasjón. Mun ég skrá niður bruggkladdann hér.
Málfræði
Eins og ávallt verður fjallað um mál, málnotkun og málfræði. Jafnvel þýðingar og staðfæringar.
Umhverfismál
Röflað verður um umhverfismál og sjálfbærni eins og kostur er.
Nói
Uppvöxtur drengsins mun jafnvel fá sitt pláss.
Önnur mál Eftir því sem ástæða er til. En reynt verður að halda sér við meginefnistökin hér að ofan.
Svo þið lesendur þessa bloggs hafið til margs að hlakka og er ég viss um að umræðan í ummælakerfinu verði líflegri en nokkrusinni fyrr.
6. sep. 2011
Talið
Hvað kostar hvert smit?
'via Blog this'
Þessu ber kannski ekki að fagna. En þetta er líklega þarfaverk. Annars er biturt að þurfa í lokin að rýna í hvað hvert smit kostar, samfélagið í peningum. Ekki nóg með ógæfu viðkomandi sem smitast. It's all about the money.