Ég get ekki orða bundist. Þó svo að fréttin komi lesendum á Íslandi lítið við og er ekki stórmál í sjálfu sér, er þetta einkenni á arfaslakri fréttamennsku á þessum vefmiðlum á Íslandi.
Hér er fréttin. En ég afrita texta hennar hér, ef hún skyldi verða uppfærð einhvern daginn.
Bankamaðurinn Ross McBride notaði afsláttarkort til að hlúa að bólgnum kynfærum sonar síns eftir að hafa sparkað bolta í hann.
Í febrúar 2008 var hinn 23 ára gamli McBride svekktur yfir að hafa ekki fengið Valentínusarkort frá kærustunni sinni. Í bræði sinni sparkaði hann eins fast og hann gat í fótbolta sem lenti milli fótanna á barninu.
Eftir nokkurn tíma tók McBride eftir að kynfæri barnsins höfðu bólgnað upp. Þá tók hann afsláttarkortið sitt úr veskinu, braut það og reyndi að ýta á bólguna. Þegar ekkert gekk reyndi hann loks að nota horn kortsins til að stinga á bólgurnar.
Drengurinn var færður á sjúkrahús með mar, bólgur og nokkur sár eftir björgunaraðgerðir McBride. Hann hefur náð sér að fullu.
McBride var ákærður fyrir athæfi sitt en saksóknari í Glasgow tók sérstaklega fram að málið væri alls ekki kynferðisafbrotamál.
Við lesturinn fannst mér eitt og annað undarlegt í fréttinni. Ég hugsaði sem svo: Það hlýtur eitthvað að vera að þessum manni. Svo ég sló nafni mannsins upp á Google News. Ég fann fjórar frásagnir af þessu og viti menn, þar kom eitt og annað fram sem vantaði í íslensku þýðinguna. Þýðingin er væntanlega unnin úr þessari frétt.
Í fyrsta lagi kemur þar fram að umræddur maður er alls ekki bankamaður, heldur frá Clydebank í Skotlandi! Annað er líka stórmerkilegt að aðeins einni málsgrein er sleppt í þýðingunni. Hins vegar er óskiljanlegt afhverju einmitt þeirri málsgrein er sleppt: "Mcbride, who suffers from autism, admitted using culpable and reckless conduct."
Þetta gefur málinu að mínu mati ákveðna skýringu. Stórfurðuleg hegðun bankamannsins frá Skotlandi er hér skýrð með einu orði: Autism, einhverfa.
Kannski er enska fréttin sem þýtt er úr heldur ekki nógu nákvæm. Ef aðrar fréttir af málinu eru lesnar kemur eftirfarandi fram: "The court was told that McBride, who admitted culpable and reckless conduct at an earlier hearing, suffers from autism, emotional difficulties and low intelligence." En að maðurinn sé með einhverfu á nú að vera nóg til að álykta: Já ókei. Ég skil.
Maður spyr sig: Hversu miklu er eiginleg sleppt í fréttum sem eru þýddar í íslenskum fjölmiðlum?
24. feb. 2011
23. feb. 2011
Eina ósk
(#twitter) Eftir að ég flutti til Svíþjóðar pirraði það mig í fyrstu hversu allt þarf að ræðast hér. Það er aldrei hægt bara að kýla á eitthvað öðruvís en að ræða það í þaula fyrst. Íslendingurinn ég leit auðvitað á þetta sem ferlegan ókost. Óþarfa röfl sem gerði ekkert annað en að tefja málin. Stundum finnst manni að Svíar reyni að gera vandamál úr öllu. Allt þarf að skilgreina og öllu þarf að gefa nafn.
Öðruvísi mér áður brá. Ég sé nú kostina við þetta. Svíar ræða nefnilega kjarna málsins og nálgast hann frá sem flestum hliðum. Svarið þarf nefnilega ekki bara að vera já/nei, jú/víst, svart/hvítt. Það eru nokkrar hliðar á öllum málum og upplýst ákvörðun byggist á því að þær hafi allar verið skoðaðar. Auðvitað getur þetta gengið út í öfgar og málin rædd endalaust án þess að nokkur botn fáist í þau. En yfirleitt næst niðurstaða, einhver concensus. Eftir að hafa búið hér í Svíþjóð síðustu fjögur árin vildi ég óska að umræðuhefðin á Íslandi væri eitthvað í líkingu við þá hér en ekki bara hin svarhvíta jú/nei/víst/fífl-umræða.
Reyndar eru málefnin oft þaulrædd á Íslandi. En yfirleitt á nákvæmlega sama hátt, hvert sem málefnið er. Það er sama hvað er rætt, A, B, C eða D. Umræðan er alltaf E:
A. Eigum við að samþykkja eða hafna Icesave-samningum?
B. Hvers vegna eigum við/eigum við ekki að ganga í ESB?
C. Hvernig eigum við að leysa stjórnlagaþingsmálið?
D. Eigum við að virkja eða ekki?
E. Forsetinn er fífl, ríkisstjórnin er fífl, samfylkingin/sjálfstæðisflokkurinn/VG/framsókn er fífl, blaðamenn eru fífl og á mála hjá hagsmunaaðilum, það er engin alvöru blaðamennska til á íslandi, þú ert kommúnísti, þú ert femínisti, þú studdir útrásina, jú, nei, víst, fífl....
Þegar boðið er upp á rökræður um málefnin eru yfirleitt farin sama leiðin, t.d. í þáttum á borð við Kastljósið: Málefnið skal ræða og fenginn einn fulltrúi sem er sannfærður á móti og annar samfærður með. Þannig er umræða pólaríseruð og raun og veru ekki boðið upp á annað en: já/nei/jú/víst/fífl-umræðuna. Niðurstaðan sem áhorfendur fá er sú að það er hægt að vera með og á móti málinu, en yfirleitt hefur fólk ekki hugmynd um hvers vegna. Það er þessi MORFÍS-hugsunarháttur. Þú talar gegn málinu til að tala gegn því, ekki til að upplýsa um ókosti þess. Þetta sést svo kristaltært á Alþingi. Stór hluti þingmanna sjálfstæðisflokksins talar gegn ESB og Icesave-samningum þrátt fyrir að vera hlynntur þeim. Vinstri-Grænir tala með áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Icesave-samningum og Umsóknarferlinu fyrir ESB þrátt fyrir að vera gjörsamlega andvígir þeim. Samfylkingin talar gegn þjóðaratkvæðagreiðslum sem þeir hafa þrástagast á til þessa. Það er helst framsóknarflokkurinn er sem trúr sinni skoðun, hver sem hún reyndar er!
Það þarf að ræða málefnin sjálf, vega og meta, ræða ókostina og kostina. Auðvitað má maður vera með og á móti, en maður þarf að gera sér og öðrum grein fyrir hvers vegna. Og manni má snúast hugur. Annars er enginn tilgangur að ræða málin.
Þetta er svona það sem ég óska mér. Hvað er hægt að gera til að gera þá ósk að veruleika?
Öðruvísi mér áður brá. Ég sé nú kostina við þetta. Svíar ræða nefnilega kjarna málsins og nálgast hann frá sem flestum hliðum. Svarið þarf nefnilega ekki bara að vera já/nei, jú/víst, svart/hvítt. Það eru nokkrar hliðar á öllum málum og upplýst ákvörðun byggist á því að þær hafi allar verið skoðaðar. Auðvitað getur þetta gengið út í öfgar og málin rædd endalaust án þess að nokkur botn fáist í þau. En yfirleitt næst niðurstaða, einhver concensus. Eftir að hafa búið hér í Svíþjóð síðustu fjögur árin vildi ég óska að umræðuhefðin á Íslandi væri eitthvað í líkingu við þá hér en ekki bara hin svarhvíta jú/nei/víst/fífl-umræða.
Reyndar eru málefnin oft þaulrædd á Íslandi. En yfirleitt á nákvæmlega sama hátt, hvert sem málefnið er. Það er sama hvað er rætt, A, B, C eða D. Umræðan er alltaf E:
A. Eigum við að samþykkja eða hafna Icesave-samningum?
B. Hvers vegna eigum við/eigum við ekki að ganga í ESB?
C. Hvernig eigum við að leysa stjórnlagaþingsmálið?
D. Eigum við að virkja eða ekki?
E. Forsetinn er fífl, ríkisstjórnin er fífl, samfylkingin/sjálfstæðisflokkurinn/VG/framsókn er fífl, blaðamenn eru fífl og á mála hjá hagsmunaaðilum, það er engin alvöru blaðamennska til á íslandi, þú ert kommúnísti, þú ert femínisti, þú studdir útrásina, jú, nei, víst, fífl....
Þegar boðið er upp á rökræður um málefnin eru yfirleitt farin sama leiðin, t.d. í þáttum á borð við Kastljósið: Málefnið skal ræða og fenginn einn fulltrúi sem er sannfærður á móti og annar samfærður með. Þannig er umræða pólaríseruð og raun og veru ekki boðið upp á annað en: já/nei/jú/víst/fífl-umræðuna. Niðurstaðan sem áhorfendur fá er sú að það er hægt að vera með og á móti málinu, en yfirleitt hefur fólk ekki hugmynd um hvers vegna. Það er þessi MORFÍS-hugsunarháttur. Þú talar gegn málinu til að tala gegn því, ekki til að upplýsa um ókosti þess. Þetta sést svo kristaltært á Alþingi. Stór hluti þingmanna sjálfstæðisflokksins talar gegn ESB og Icesave-samningum þrátt fyrir að vera hlynntur þeim. Vinstri-Grænir tala með áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Icesave-samningum og Umsóknarferlinu fyrir ESB þrátt fyrir að vera gjörsamlega andvígir þeim. Samfylkingin talar gegn þjóðaratkvæðagreiðslum sem þeir hafa þrástagast á til þessa. Það er helst framsóknarflokkurinn er sem trúr sinni skoðun, hver sem hún reyndar er!
Það þarf að ræða málefnin sjálf, vega og meta, ræða ókostina og kostina. Auðvitað má maður vera með og á móti, en maður þarf að gera sér og öðrum grein fyrir hvers vegna. Og manni má snúast hugur. Annars er enginn tilgangur að ræða málin.
Þetta er svona það sem ég óska mér. Hvað er hægt að gera til að gera þá ósk að veruleika?
21. feb. 2011
17. feb. 2011
Af kvikmyndum: Le hérisson
Fórum í Hagabíó í gærkvöldi. Þangað förum við allt of sjaldan. Þar er hægt að setjast niður og njóta góðra veitinga áður en maður kíkir á myndir sem ekki rata í kómersjal kvikmyndahúsin. Sem minnir mig á það: Eru ekki allir duglegir við að kíkja í Bíó Paradís reglulega?
En í gær fórum við sum sé að sjá frönsku kvikmyndina Le hérisson (Broddgölturinn). Ég vissi nákvæmlega ekkert um myndina áður en við sáum hana, fyrir utan að hún væri byggð á skáldsögunni L'élégance du hérisson sem var metsölubók hér í Svíþjóð í fyrra, Igelkottens elegans í sænskri þýðingu, og jú að hún hefði fengið 100% í einkunn á rottentomatoes.com.
Og nema hvað, Broddgölturinn er glæsileg kvikmynd, angurvær, blíð, falleg með settlegum húmor, uppfull af mikilfenglegum smáatriðum sem hverfast saman í ákveðið súbstans af algjöru áreynsluleysi (alltaf gaman að bulla útúr sér bókmenntafræði). Eins og japönsk matargerð, sem kemur jú talsvert fyrir í myndinni.
Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans, Mona Achache, í fullri lengd. En ég ætla að fylgjast með henni í framtíðinni.
En í gær fórum við sum sé að sjá frönsku kvikmyndina Le hérisson (Broddgölturinn). Ég vissi nákvæmlega ekkert um myndina áður en við sáum hana, fyrir utan að hún væri byggð á skáldsögunni L'élégance du hérisson sem var metsölubók hér í Svíþjóð í fyrra, Igelkottens elegans í sænskri þýðingu, og jú að hún hefði fengið 100% í einkunn á rottentomatoes.com.
Og nema hvað, Broddgölturinn er glæsileg kvikmynd, angurvær, blíð, falleg með settlegum húmor, uppfull af mikilfenglegum smáatriðum sem hverfast saman í ákveðið súbstans af algjöru áreynsluleysi (alltaf gaman að bulla útúr sér bókmenntafræði). Eins og japönsk matargerð, sem kemur jú talsvert fyrir í myndinni.
Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans, Mona Achache, í fullri lengd. En ég ætla að fylgjast með henni í framtíðinni.
Annars var skondið að í bíósalnum í gær vorum við Jóhanna og svo um 30 konur um sextugt. Myndin á nú samt að höfða til allra aldurshópa og allra kynja, ef því er að skipta.
16. feb. 2011
Af Google
(#twitter) Mér finnst Google alveg ágætt. Ég er mestmegnis gúglaður.
Í nokkurn tíma hefi ég vitað hvernig leita skal eftir síðum undir tilteknu landsléni, nú eða finna út hvað eitt gallon eru margir lítrar, eða reikna út flókin dæmi eða finna skilgreiningar á hinu og þessu eða fletta upp sýningartímum í bíó.
Nýlega uppgötvaði ég nokkrar leitaraðgerðir á Google:
T.d. að tékka á stöðunni á tilteknu flugi, sjá hvenær sólin kemur upp á einhverjum stað eða hvað klukkan er í fjarlægri borg.
Allt þetta með einni leit og niðurstaðan birtist efst án þess að maður þurfi að smella sig neitt áfram.
Svona finnst mér skemmtilegt.
Í nokkurn tíma hefi ég vitað hvernig leita skal eftir síðum undir tilteknu landsléni, nú eða finna út hvað eitt gallon eru margir lítrar, eða reikna út flókin dæmi eða finna skilgreiningar á hinu og þessu eða fletta upp sýningartímum í bíó.
Nýlega uppgötvaði ég nokkrar leitaraðgerðir á Google:
T.d. að tékka á stöðunni á tilteknu flugi, sjá hvenær sólin kemur upp á einhverjum stað eða hvað klukkan er í fjarlægri borg.
Allt þetta með einni leit og niðurstaðan birtist efst án þess að maður þurfi að smella sig neitt áfram.
Svona finnst mér skemmtilegt.
Enn af pósti
Í dag fékk ég enn einn dularfulla tölvupóstinn:
Mundu að skrá þetta allt niður í símann þinn og vertu með inneign á honum á leiðinni og hafðu hann full hlaðinn, skráðu í símann allar upplýsingar varðandi flugið, vegabréfsnúmerið þitt og veru með einvherja dollara með þér þannig að þú getur hringt úr tíkallasíma ef á þarf að halda.
Það sem ruglaði mig fyrst í ríminu var að undir þetta ritar svo einhver Mummi. Minn elsti vinur heitir Mummi og hann á það til að gefa góð ráð. Við nánari skoðun mátti sjá að þetta var ekki minn Mummi.
Mundu að skrá þetta allt niður í símann þinn og vertu með inneign á honum á leiðinni og hafðu hann full hlaðinn, skráðu í símann allar upplýsingar varðandi flugið, vegabréfsnúmerið þitt og veru með einvherja dollara með þér þannig að þú getur hringt úr tíkallasíma ef á þarf að halda.
Það sem ruglaði mig fyrst í ríminu var að undir þetta ritar svo einhver Mummi. Minn elsti vinur heitir Mummi og hann á það til að gefa góð ráð. Við nánari skoðun mátti sjá að þetta var ekki minn Mummi.
11. feb. 2011
Abby
9. feb. 2011
Af skokki
(#twitter) Ég las í gær á einhverjum vefmiðlinum frétt þar sem sagt var frá skokkara sem lamdi tólf ára dreng. Það sem mér þótti þó merkilegast í fréttinni að náunginn lamdi drenginn af því að hann var að elta hann og hía á hann. Svona er þetta á íslandi. Skokkarar eru svo sjaldséðir að það er beinlínis híað á þá þegar þeir sjást úti á götu.
Undarlegt land.
Undarlegt land.
8. feb. 2011
Að fæða geit
Um daginn vaknaði ég eftir furðulegustu draumfarir. Mig dreymdi að ég væri staddur á hanboltaleik, í kvennaboltanum, og ein af leikkonunum var há svört kona með sítt hátt og langar lakkaðar neglur. Svo skyndilega hné konan niður og byrjar að fæða. En hún fæðir ekki barn heldur geit, og varla neinn kiðling heldur fullvaxna geit. Ég var á þessum handboltaleik með nokkrum vinum og verð alveg forviða. Eftir leikinn liggur leiðinn svo í búðaráp, en ég er mjög upptekinn af atburðinum og vil ræða þetta ítarlega og spyr vinkonu mína, sem hefur reyndar meiri áhuga að versla, í sífellu hvernig það megi vera að manneskja og geit geti eðlað sig. Það nái engri átt og undir hvaða kringumstæðum verður slíkt. Ég fer að leiða hugann að því hvort konan hafi leikið í dýraklámi eða að hafur hafi nauðgað henni. Því mér dettur ekki í hug að kona hafi mök við hafur af fúsum og frjálsum vilja eða af frygð.
Nú er spurninginn: Hvernig má ráða í þetta?
Nú er spurninginn: Hvernig má ráða í þetta?
6. feb. 2011
Hinn Hjörtur?
Einn er fastur liður hjá mér, nánast í hverri viku. Ég fæ sendan póst sem ekki er ætlaður mér, heldur einhverjum öðrum Hirti. Svona er þetta búið að vera í circa þrjú ár. Í fyrstu hélt ég að um einhvern einn Hjört væri að ræða sem hefði fyrir mistök gefið upp mitt netfang í sífellu. Eftir að hafa rakið mig í gengnum efni þessara tölvupósta sýnist mér hins vegar að um nokkra Hirti hljóti að vera að ræða. Ég ákvað að kanna málið betur.
Fyrstu póstarnir sem bárust mér fjölluðu mikið um golf. Einhverjir gaurar að skipuleggja golfferðir saman og álíka. Svo fóru að berast mér málefni einhvers golfklúbbs og svo loksins ítarlegur póstur um málefni Úthlíðarklúbbsins, sem svo er kallaður. Það þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu til að komast að því að þessi póstur átti að fara á Hjört Vigfússon, formanns áðurnefnds klúbbs.
Nú, svo fékk ég áætlun frá einhverri Þóru Fríðu um einhverja námshelgi á Stokkalæk. Í póstinum kom eftirfarandi fram: „Stokkalækur er tónlistarsetur sem þau reka hjónin Inga Ásta Hafstein og Pétur Hafstein.“ Eftir smá gúggl komst ég að því að þarna hafi pósturinn líkega verið ætlaður Hirti Yngva Jóhanssyni, væntanleg þeim sem er píanóleikari í Hjaltalín. Námshelgin hefur væntanlega verið sú sem getið er hér. Þetta virðist hafa verið bráðskemmtilegt og Hjörtur skilaði sé í ferðina þrátt fyrir að hafa ekki fengið póstinn.
Svo voru það leiðismálin. Margir póstar sem fjalla um legstein sem, að því er virðist, börn Gísla Andréssonar frá Hálsi í Kjós og Ingibjargar Jónsdóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði voru að panta. Mér sýnist að þann póst hafi hann nafni minn Gíslason átt að fá. Þetta var fallegur skjöldur sem þau voru búin að velja á leiðið. Stuttu eftir leiðismálið sendi Sigríður Kristín Gísladóttir, sem er væntanlega systir Hjartar, netföng allra systkinanna, þau virðast vera átta í allt (Guðmundur, Jón, Halldór, Ágústa, Sigríður Kristín, Gísli Örn, Andrés Freyr og Hjörtur). Stór systkynahópur. En ég lét Sigríði Kristínu vita af því að netfangalistinn hafi farið í rangar hendur, sem sagt mínar. Engu að síður fæ ég nokkrum mánuðum síðar póst frá Jóni Gíslasyni um dómsmál sem þau systkinin höfðu átt í. Nú ég var auðvitað orðinn forvitinn um þessa fjölskyldu sem mér fannst ég líka farinn að þekkja ágætlega svo ég fletti upp og las um dómsmálið. Því lauk nú ekki vel fyrir þau. Ég vona að rangar tölvupóstsendingar hafi ekki haft áhrif á dómsniðurstöðu!
Jæja, þá er það Hjörtur Hjartarson, nemandi við FB, fæddur 1981. Hann var að biðja um yfirlit yfir þau fög sem hann hafði lokið við FB. Sem betur fer, fyrir okkur báða, eru upplýsingar um slíkt víst ekki sendar með tölvupósti, en hann fær þó að vita hversu mörgum einingum hann hafi lokið... þær voru fjölmargar og Hjörtur greinilega duglegur strákur (en auðvitað veit ég ekki hvaða einkunnir hann hefur fengið). Ekki fékk ég fleiri pósta um þetta mál. En að sjálfsögðu var forvitni mín vakinn um nafna minn Hjartarson. Hvaða gaur var þetta? Kom í ljós að um er að ræða Hjört I. Hjartarson sem starfar á skrifstofunni hjá ÁTVR og virðist líka halda úti þessari vefsíðu.
Jæja, þá eru það málefni rótarýklúbbsins. Hinn þriðja ágúst í fyrra sendir Ólafur Egilsson póst á einhverja Margréti Friðriksdóttur um einhverja heimsókn hinn 3. september. Já! Afmælisdaginn minn, þetta hlaut þá að koma mér við. En nei, um var að ræða heimsókn umdæmisstjóra Rótarý 2010-2011 til Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Það var þá ekki flókið mál að fletta því upp að sá póstur átti að fara á Hjört Grétarsson, upplýsingatæknistjóra. Ekki fann ég mikið um hann með gúggli, en sýnist hann starfa á Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar, fyrir nú utan að hann er í rótarýklúbbi á Seltjarnarnesi.
Seinna í ágúst bað Agnes Johansen, framleiðandi hjá Blueeyes, einhvern Hjört um „Daily Reports“ fyrir fimmtudag og föstudag. Ég veit ekki meira um það mál eða um hvaða Hjört er að ræða.
Nú um daginn barst svo erindi á sænsku frá Ninu Åkerberg hjá Transportstyrelsen í Örebro um ökuskírteinið mitt. Eða svo hélt ég í fyrstu, því eðlilega tók ég þetta fyrst til mín. Fór að hafa áhyggjur um að ég hefði týnt ökuskírteininu mínu eða álíka. Þegar ég fór að rýna í póstinn sá ég þó að þetta hlyti að hafa átt að fara á einhvern enn einn Hjörtinn. Google segir mér að það sé einhver Hjörtur Oddsson læknir í Örebro. Gæti verið hann. Kannski, kannski ekki.
Skömmu fyrir áramót barst mér tilkynning frá Velje BK í Danmörku um að einhver Haukur Páll væri velkominn til reynsluæfingar hjá liðinu í vikutíma í janúar. Ég er ekki alveg 100% viss hvaða Hjörtur átti að fá þann póst, en mér dettur helst í hug Hjörtur Freyr Vigfússon, framkvæmdastjóri Vals, en einhvern Hauk Pál, fyrrum Þróttara, má finna í herbúðum Vals. Mér sýnist líka að umræddur Haukur Páll hafi komist á æfingar hjá danska liðinu þrátt fyrir að boðskortið hafi lent hjá mér. Það var nú gott.
Sigþór, einhver pípulagnameistar, sendi mér fyrir stuttu þjónustusamning um vatnsúðakerfi. Ég svaraði honum og afþakkaði pent. Enda hef ég lítið við slíkt að gera, en benti honum á að tala við einhvern nafna minn.
Þá var mér send, á spænsku, ítarleg ferðaáætlun fyrir einhvern Hjört Jónsson til Santiago. Nokkrir kostir voru í boði, m.a. í gegnum París og Madríd. Þetta virðist spennandi ferð og ég óska nafna mínum góðrar ferðar (Hann átti að leggja af stað nú rétt fyrir helgi og ekki snúa aftur fyrr en 21. mars! Vona að hann hafi fengið flugmiðann og sé kominn á áfangastað).
Svo í dag er ég búinn að fá sent nokkrum sinnum lykilorð á áskriftarvef 365 miðla. Væntanlega einhver Hjörtur sem hefur gefið upp rangt netfang í upplýsingunum þar. Virðst hafa gleymt lykilorðinu og búinn að þrábiðja um nýtt. Vonandi hefur hann bara hringt í þá út af þessu. En nafni, ef þú ert að lesa þá er lykilorðið in3JHtz9.
Þetta er svona dæmi um það sem mér hefur borist bara síðasta árið. Þetta er mun meira og margt torlæst og dularfullt. Ég var satt að segja orðinn þreyttur og pirraður á öllum þessum röngu póstsendingum, þar til ég fór að skoða þetta betur og reyna að grafa þessa Hirti upp. Ég auðvitað svara öllum og reyni að leiðrétta mistökin, segi að pósturinn hafi sennilega ekki átt að fara til mín. En allt kemur fyrir ekki. Ég fæ þá bara póst til einhvers enn annars Hjartar í staðinn.
Hvað fæ ég næst? Aldrei að vita. En ég pósta því auðvita öllu hér á blogginn um leið!
Fyrstu póstarnir sem bárust mér fjölluðu mikið um golf. Einhverjir gaurar að skipuleggja golfferðir saman og álíka. Svo fóru að berast mér málefni einhvers golfklúbbs og svo loksins ítarlegur póstur um málefni Úthlíðarklúbbsins, sem svo er kallaður. Það þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu til að komast að því að þessi póstur átti að fara á Hjört Vigfússon, formanns áðurnefnds klúbbs.
Nú, svo fékk ég áætlun frá einhverri Þóru Fríðu um einhverja námshelgi á Stokkalæk. Í póstinum kom eftirfarandi fram: „Stokkalækur er tónlistarsetur sem þau reka hjónin Inga Ásta Hafstein og Pétur Hafstein.“ Eftir smá gúggl komst ég að því að þarna hafi pósturinn líkega verið ætlaður Hirti Yngva Jóhanssyni, væntanleg þeim sem er píanóleikari í Hjaltalín. Námshelgin hefur væntanlega verið sú sem getið er hér. Þetta virðist hafa verið bráðskemmtilegt og Hjörtur skilaði sé í ferðina þrátt fyrir að hafa ekki fengið póstinn.
Svo voru það leiðismálin. Margir póstar sem fjalla um legstein sem, að því er virðist, börn Gísla Andréssonar frá Hálsi í Kjós og Ingibjargar Jónsdóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði voru að panta. Mér sýnist að þann póst hafi hann nafni minn Gíslason átt að fá. Þetta var fallegur skjöldur sem þau voru búin að velja á leiðið. Stuttu eftir leiðismálið sendi Sigríður Kristín Gísladóttir, sem er væntanlega systir Hjartar, netföng allra systkinanna, þau virðast vera átta í allt (Guðmundur, Jón, Halldór, Ágústa, Sigríður Kristín, Gísli Örn, Andrés Freyr og Hjörtur). Stór systkynahópur. En ég lét Sigríði Kristínu vita af því að netfangalistinn hafi farið í rangar hendur, sem sagt mínar. Engu að síður fæ ég nokkrum mánuðum síðar póst frá Jóni Gíslasyni um dómsmál sem þau systkinin höfðu átt í. Nú ég var auðvitað orðinn forvitinn um þessa fjölskyldu sem mér fannst ég líka farinn að þekkja ágætlega svo ég fletti upp og las um dómsmálið. Því lauk nú ekki vel fyrir þau. Ég vona að rangar tölvupóstsendingar hafi ekki haft áhrif á dómsniðurstöðu!
Jæja, þá er það Hjörtur Hjartarson, nemandi við FB, fæddur 1981. Hann var að biðja um yfirlit yfir þau fög sem hann hafði lokið við FB. Sem betur fer, fyrir okkur báða, eru upplýsingar um slíkt víst ekki sendar með tölvupósti, en hann fær þó að vita hversu mörgum einingum hann hafi lokið... þær voru fjölmargar og Hjörtur greinilega duglegur strákur (en auðvitað veit ég ekki hvaða einkunnir hann hefur fengið). Ekki fékk ég fleiri pósta um þetta mál. En að sjálfsögðu var forvitni mín vakinn um nafna minn Hjartarson. Hvaða gaur var þetta? Kom í ljós að um er að ræða Hjört I. Hjartarson sem starfar á skrifstofunni hjá ÁTVR og virðist líka halda úti þessari vefsíðu.
Jæja, þá eru það málefni rótarýklúbbsins. Hinn þriðja ágúst í fyrra sendir Ólafur Egilsson póst á einhverja Margréti Friðriksdóttur um einhverja heimsókn hinn 3. september. Já! Afmælisdaginn minn, þetta hlaut þá að koma mér við. En nei, um var að ræða heimsókn umdæmisstjóra Rótarý 2010-2011 til Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Það var þá ekki flókið mál að fletta því upp að sá póstur átti að fara á Hjört Grétarsson, upplýsingatæknistjóra. Ekki fann ég mikið um hann með gúggli, en sýnist hann starfa á Upplýsingatæknimiðstöð Reykjavíkurborgar, fyrir nú utan að hann er í rótarýklúbbi á Seltjarnarnesi.
Seinna í ágúst bað Agnes Johansen, framleiðandi hjá Blueeyes, einhvern Hjört um „Daily Reports“ fyrir fimmtudag og föstudag. Ég veit ekki meira um það mál eða um hvaða Hjört er að ræða.
Nú um daginn barst svo erindi á sænsku frá Ninu Åkerberg hjá Transportstyrelsen í Örebro um ökuskírteinið mitt. Eða svo hélt ég í fyrstu, því eðlilega tók ég þetta fyrst til mín. Fór að hafa áhyggjur um að ég hefði týnt ökuskírteininu mínu eða álíka. Þegar ég fór að rýna í póstinn sá ég þó að þetta hlyti að hafa átt að fara á einhvern enn einn Hjörtinn. Google segir mér að það sé einhver Hjörtur Oddsson læknir í Örebro. Gæti verið hann. Kannski, kannski ekki.
Skömmu fyrir áramót barst mér tilkynning frá Velje BK í Danmörku um að einhver Haukur Páll væri velkominn til reynsluæfingar hjá liðinu í vikutíma í janúar. Ég er ekki alveg 100% viss hvaða Hjörtur átti að fá þann póst, en mér dettur helst í hug Hjörtur Freyr Vigfússon, framkvæmdastjóri Vals, en einhvern Hauk Pál, fyrrum Þróttara, má finna í herbúðum Vals. Mér sýnist líka að umræddur Haukur Páll hafi komist á æfingar hjá danska liðinu þrátt fyrir að boðskortið hafi lent hjá mér. Það var nú gott.
Sigþór, einhver pípulagnameistar, sendi mér fyrir stuttu þjónustusamning um vatnsúðakerfi. Ég svaraði honum og afþakkaði pent. Enda hef ég lítið við slíkt að gera, en benti honum á að tala við einhvern nafna minn.
Þá var mér send, á spænsku, ítarleg ferðaáætlun fyrir einhvern Hjört Jónsson til Santiago. Nokkrir kostir voru í boði, m.a. í gegnum París og Madríd. Þetta virðist spennandi ferð og ég óska nafna mínum góðrar ferðar (Hann átti að leggja af stað nú rétt fyrir helgi og ekki snúa aftur fyrr en 21. mars! Vona að hann hafi fengið flugmiðann og sé kominn á áfangastað).
Svo í dag er ég búinn að fá sent nokkrum sinnum lykilorð á áskriftarvef 365 miðla. Væntanlega einhver Hjörtur sem hefur gefið upp rangt netfang í upplýsingunum þar. Virðst hafa gleymt lykilorðinu og búinn að þrábiðja um nýtt. Vonandi hefur hann bara hringt í þá út af þessu. En nafni, ef þú ert að lesa þá er lykilorðið in3JHtz9.
Þetta er svona dæmi um það sem mér hefur borist bara síðasta árið. Þetta er mun meira og margt torlæst og dularfullt. Ég var satt að segja orðinn þreyttur og pirraður á öllum þessum röngu póstsendingum, þar til ég fór að skoða þetta betur og reyna að grafa þessa Hirti upp. Ég auðvitað svara öllum og reyni að leiðrétta mistökin, segi að pósturinn hafi sennilega ekki átt að fara til mín. En allt kemur fyrir ekki. Ég fæ þá bara póst til einhvers enn annars Hjartar í staðinn.
Hvað fæ ég næst? Aldrei að vita. En ég pósta því auðvita öllu hér á blogginn um leið!
4. feb. 2011
Hráskinnaleikur?
(#twitter) Á undanförnum dögum hef ég heyrt marga segja eitthvað misgáfað um tónlistarmenntun og tónlistarlíf í landinu. Nokkrir aular voru eitthvað að skammast út í styrki til tónlistarmála og sögðu sem svo: Bíddu, er ekki tónlist að skila svo rosalegum tekjum? Hvers vegna þarf hún þá að vera á styrkjum?
Hálfvitar.
Annars hef ég verið að velta fyrir mér orðinu „hráskinnaleikur“.
Eftir því sem ég best veit er hráskinnaleikur upphaflega leikur þar sem nokkrir stilla sér í hring, umhverfis einn í miðjunni og kasta svo á milli sín bolta sem sá í miðjunni á að reyna að ná með einum eða öðrum hætti.
Hráskinnaleikur hefur oft verið notað sem líking um starfsaðferðir í stjórnmálum, enda ekki skrítið. Pólitískur hráskinnaleikur myndi þá væntanlega vísa til þess að einstaklingur eða flokkur reyni hvað sem er til að ná völdum eða áhrifum og beitir til þess ýmsum brögðum.
Hins vegar hefur mér heyrst fólk nota þetta hreinlega bara yfir allt sem stjórnmálamenn gera. Ef stjórnmálamaður gerir eitthvað er það bara kallað hráskinnaleikur. Það má vel vera að eitthvað sé til í því. Kannski er pólitíkin bara eintómur hráskinnaleikur. En svo má líka vera að fólk einfaldlega þekki ekki alveg merkingu orðsins.
Klækjabrögð, prettir, lygar og pólitískt ofbeldi, getur í mínum huga allt verið dæmi um hráskinnaleik í stjórnmálum.
Margir nota orðið hins vegar um hluti sem ég myndi frekar kalla þvaður, röfl, deilur um keisarans skegg, málþóf, leikræna tilburði, tímasóun, rifrildi o.s.frv.
Hálfvitar.
Annars hef ég verið að velta fyrir mér orðinu „hráskinnaleikur“.
Eftir því sem ég best veit er hráskinnaleikur upphaflega leikur þar sem nokkrir stilla sér í hring, umhverfis einn í miðjunni og kasta svo á milli sín bolta sem sá í miðjunni á að reyna að ná með einum eða öðrum hætti.
Hráskinnaleikur hefur oft verið notað sem líking um starfsaðferðir í stjórnmálum, enda ekki skrítið. Pólitískur hráskinnaleikur myndi þá væntanlega vísa til þess að einstaklingur eða flokkur reyni hvað sem er til að ná völdum eða áhrifum og beitir til þess ýmsum brögðum.
Hins vegar hefur mér heyrst fólk nota þetta hreinlega bara yfir allt sem stjórnmálamenn gera. Ef stjórnmálamaður gerir eitthvað er það bara kallað hráskinnaleikur. Það má vel vera að eitthvað sé til í því. Kannski er pólitíkin bara eintómur hráskinnaleikur. En svo má líka vera að fólk einfaldlega þekki ekki alveg merkingu orðsins.
Klækjabrögð, prettir, lygar og pólitískt ofbeldi, getur í mínum huga allt verið dæmi um hráskinnaleik í stjórnmálum.
Margir nota orðið hins vegar um hluti sem ég myndi frekar kalla þvaður, röfl, deilur um keisarans skegg, málþóf, leikræna tilburði, tímasóun, rifrildi o.s.frv.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)