15. maí 2008

Skaginn fríríki

Akranes er ekki aðili að alþjóðasamningum!

Þetta sagði Magnús Þór Hafsteinsson í Kastljósinu í gær. Það ekkert annað. Akranes er sum sé ekki skuldbundið til að fara eftir þeim alþjóðasamningum sem Íslandi er aðili að:

Hér er brotabrot af þeim samningum sem Íslendingar eru aðili að en Skagamenn sum sé undanskildir:

Sáttmáli um upphaf stríðs
Genfarsamningur um bann við notkun eiturefna, gass og sýkla í hernaði.
Norður-Atlantshafssamningur.
Genfarsamningur um meðferð stríðsfanga.
Genfarsamningur um vernd almennra borgara á stríðstímum.
Sáttmáli um verndun mannréttinda og mannfrelsis
Samningur um höfundarrétt
Evrópusamningur um framsal sakamanna
Alþjóðasamningur um verndun túnfiska í Atlantshafi
Alþjóðapóstsamningar
Samningur gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða van¬virðandi meðferð eða refsingu
Vínarsamningur um vernd ósónlagsins
Samningur um Evrópska efnahagssvæðið

Engin ummæli: