8. maí 2008

Ég fékk blaðamannapassa á leikinn í Gær, IFK Göteborg og Kalmar FF. Þetta var hörkuleikur. Sérstaklega síðari hálfleikur þar sem heimamenn komus yfir úr stöðunni 0-2 í 3-2 á fimmtán mínútum. Það má lesa um þetta hér.

Annars á Jóka afmæli í dag. Hún fékk muffins í rúmið og box með Beðmáli í borginni.

Hér er áfram sumarblíða og verður ugglaust eitthvað áfram.

3 ummæli:

Finnur sagði...

Knúsaðu konuna frá mér

Króinn sagði...

,,Íþróttafréttaritarinn Hjörtur Einarsson". Þessi orð hélt ég að ég myndi aldrei sjá saman.

En sumir leyna greinilega á sér. Ekki minna en afrek mitt fyrr í vetur þegar að ég náði að selja Fréttablaðinu grein eftir sjálfan mig um tísku.

Nú er bara næsta skref hjá okkur að stofna metrósexúal tímarit fyrir karlmenn þar sem ég verð yfirritstjóri tískumála en þú íþróttamála. Að ógleymdu veiðihorninu auðvitað.

Nafnlaus sagði...

Til lukku með Jóku!