16. maí 2008

Íbúðaverð

Það þykir ógna íslensku efnahagslífi og afkomu heimilanna ef íbúðaverð lækkar jafn mikið og spár eru um.

Slík lækkun kemur sér hins vegar afar vel fyrir mig sem seldi mína íbúð árið 2002 og græddi ekki nema 5% á því. Nú á ég ekkert nema smágróðann af þeirri sölu sem dugar mér í mesta lagi til að kaupa kjallaraholu í Breiðholtinu. Nú eða einbýlishús á Patreksfirði.

Ég kalla því eftir 30% lækkun fasteignaverðs og mega þeir sem ösnuðust til að kaupa sér íbúð þegar verðið gat ekki farið nema í eina átt (niður) bara bíta í það súra ef af því verður.

Það er komið nóg af því að ég hugsi sífellt um velferð annarra á meðan ég eignast ekki neitt. Öreigar allra landa eru fyrir löngu hættir við að sameinast. Dæmið gengur ekki upp nema allir taki þátt. Ég er hættur þessu rugli og genginn í Sjálfstæðisflokkinn.

Engin ummæli: