24. ágú. 2012

Göngugatan Laugavegur

Bílaumferð um Laugaveginn var takmörkuð um tíma í sumar líkt og í fyrra. Ég var því miður ekki á landinu megnið af þeim tíma sem takmörkunin var í gangi en mér skilst að þetta hafi heppnast vel og fínasta stemming flesta daga, svona a.m.k. skv. vinum og kunningjum.

Það eina sem ég hef heyrt opinberlega um uppátækið hins vegar kemur frá Birni Jóni Bragasyni í nýstofnuðum Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Hann finnur verkefninu allt til foráttu og talar um hrun í verslun og að fatlaðir og aldraðir hafi varla sést í götunni og að það hefði hingað til gert verslun á Laugaveginum gott að geta keyrt götuna alla í gegn.

Ég varð nokkuð forvitinn um samtökin og fór því inn á vefinn þeirra. Þar er fjöldi greina og frétta auk ályktana. Þar má líka finna lög samtakanna og upplýsingar um stjórn:


Bolli Kristinsson, formaður, Brekkuhúsum ehf.
Brynjólfur Björnsson, Versluninni Brynju
Gunnar Guðjónsson, Gleraugnamiðstöðinni
Hildur Símonardóttir, Vinnufatabúðinni
Jón Sigurjónsson, Jóni & Óskari
Frank Ú. Michelsen, Michelsen úrsmiðum (varam.)
Hallgrímur Sveinsson, Gullkúnst Helgu (varam.)
Framkvæmdastjóri:Björn Jón Bragason


Félagaskrána finn ég ekki á síðu samtakanna en eftirfarandi sátu stofnfundinn:

Gunnar Guðjónsson, Gleraugnamiðstöðinni
Jón Sigurjónsson, Jóni & Óskari
Bolli Kristinsson, Brekkuhúsum ehf.
Rúdolf Kristinsson, K. Einarsson & Björnsson
Hallgrímur Sveinsson, Gullkúnst Helgu
Gunnar Rósinkranz, Hótel Fróni
Sveinn Valfells, Kjörgarði
Gunnar Indriðason, Vesturgarði ehf.
Frank Ú. Michelsen, Michelsen úrsmiðum
Svava Eyjólfsdóttir, Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Helgi Njálsson, Hún ehf.
Hildur Símonardóttir, Vinnufatabúðinni
Brynjólfur Björnsson, Versluninni Brynju
Guðrún Steingrímsdóttir, Lífstykkjabúðinni

Forvitnilegt væri að vita hvaða fulltrúar annarra fyrirtækja við götuna sitja í samtökunum. Hvort þau tali fyrir hönd flestra rekstraraðila eða einungis lítils hóps. Ég hef sent framkvæmdastjóra samtakanna fyrirspurn um félagaskrána og bíð svara.



Engin ummæli: