Það er forvitnilegt að skoða viðhorfskönnun um lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg sumarið 2011 sem Borghildur stóð fyrir. Skífurit má sjá hér.
Spurt var um viðhorf fyrir og eftir lokun. Þegar rekstraraðilar vorur spurðir fyrir lokun hvaða áhrif lokun myndi hafa svöruðu 23,3% að áhrifin yrðu jákvæð og 43,3 töldu að þau yrðu neikvæð. Eftir lokun hins vegar voru 32,7 á því að áhrifin hafi verið jákvæð en 16,4% sögðu að þau hefðu verið neikvæð. Fyrir lokun töldu 3,3% að lokun mynd engin áhrif hafa á viðskipti. 43,6% sögðu, eftir lokun, að áhrifin hafi engin verið.
Rekstraraðila voru því frekar neikvæðir áður en tilraunin var gerð, en að lokinni tilraun töldu 76,3 að lokunin hafi ekki haft áhrif eða þá að áhrifin hafi verið jákvæð.
Ég veit ekki hvort svipuð viðhorfskönnun hafi verið gerð í ár en þetta er allt önnur stemming en Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg lýsa í sínum málflutningi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli