20. ágú. 2012

Gautablogg

Gautaborg er ekki slæm. Ekki á sumrin í hið minnsta. Hér er hægt að baða sig í sjónum og vötnum, skoða hirti hér úti í skógi, hjóla um allar trissur og taka sporvagna. Mér finnst lestarsamgöngur eitt skemmtilegasta fyrirbæri í heimi.

Ég fór í fyrsta sinn í kräftskiva um helgina. Hvað er það, kann fólk að spyrja. Það er svona krabbaátsveisla. Það var gott, það var gaman.

Engin ummæli: